Orkuveita Húsavíkur ohf
Dagskrá
1.Sjóböð ehf
Málsnúmer 201702064Vakta málsnúmer
Ákvarða þarf með skýrum hætti hvernig uppsetningu gjaldskrár vegna Sjóbaða ehf verður háttað.
Gjaldskráin þarf að taka tillit til fjárfestinga OH ásamt rekstri á dælum og öðrum búnaði sem tengist verkefninu.
Gjaldskráin þarf að taka tillit til fjárfestinga OH ásamt rekstri á dælum og öðrum búnaði sem tengist verkefninu.
Framkvæmdastjóra falið að taka saman kostnað OH við sjóböð á Höfða og kalla fulltrúa Sjóbaða ehf að borðinu til viðræðna um uppgjör útlagðs kostnaðar Orkuveitu Húsavíkur.
2.Hverfisráð Reykjahverfis 2017-2018
Málsnúmer 201709152Vakta málsnúmer
Í þriðju fundargerð hverfisráðs Reykjahverfis komu fram fyrirspurnir vegna eftirfarandi máls sem heyra undir Orkuveituna.
Úr fundargerð hverfisráðs Reykjahverfis frá 13.02.2018.
Rætt um stöðuna á hitaveitumálum og það óöryggi sem íbúar hverfisins búa við eins og staðan er í dag. Komið var inn á nýfallin dóm Hæstaréttar varðandi greiðslur fyrir afnot af heitu vatni úr landi jarða í Reykjahverfi. Ekki er vitað hver kostnadur af málarekstri vegna þessa er orðinn, en leiða má líkum ad því ad þeim fjármunum hefði verið betur varið til endurnýjunar heitavatnslagnar í Reykjahverfi.
Úr fundargerð hverfisráðs Reykjahverfis frá 13.02.2018.
Rætt um stöðuna á hitaveitumálum og það óöryggi sem íbúar hverfisins búa við eins og staðan er í dag. Komið var inn á nýfallin dóm Hæstaréttar varðandi greiðslur fyrir afnot af heitu vatni úr landi jarða í Reykjahverfi. Ekki er vitað hver kostnadur af málarekstri vegna þessa er orðinn, en leiða má líkum ad því ad þeim fjármunum hefði verið betur varið til endurnýjunar heitavatnslagnar í Reykjahverfi.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur þakkar hverfisráði Reykjahverfis fyrir erindið.
Í sögulegu samhengi var talið nauðsynlegt að fá niðurstöðu í þau ágreiningsmál sem uppi voru milli GR og OH og nú liggur fyrir endanleg niðurstaða hvað þau varðar.
Varðandi hugmyndir um nýja hitaveitulögn um Reykjahverfi, þá hafa líkurnar aukist á því að háþrýst hitaveitulögn til orkustöðvarinnar á Húsavík verði notuð áfram í þeim tilgangi sem hún hefur þjónað.
Því er ljóst að leggja þarf nýja lögn í stað þeirrar gömlu.
Framkvæmdastjóra falið að finna leiðir, kostnaðargreina framkvæmdina og leggja fyrir stjórn OH.
Í sögulegu samhengi var talið nauðsynlegt að fá niðurstöðu í þau ágreiningsmál sem uppi voru milli GR og OH og nú liggur fyrir endanleg niðurstaða hvað þau varðar.
Varðandi hugmyndir um nýja hitaveitulögn um Reykjahverfi, þá hafa líkurnar aukist á því að háþrýst hitaveitulögn til orkustöðvarinnar á Húsavík verði notuð áfram í þeim tilgangi sem hún hefur þjónað.
Því er ljóst að leggja þarf nýja lögn í stað þeirrar gömlu.
Framkvæmdastjóra falið að finna leiðir, kostnaðargreina framkvæmdina og leggja fyrir stjórn OH.
3.Hitunarkostnaður á Raufarhöfn og möguleikar til úrbóta
Málsnúmer 201802124Vakta málsnúmer
Eins og ljóst þykir, er hitunarkostnaður mikið vandamál á Raufarhöfn og stendur atvinnulífi fyrir þrifum. Með aukinni þróun við notkun varmadæla, þykir íbúum Raufarhafnar grundvöllur til að gefa þeim lausnum meiri gaum.
Telja íbúar að sveitarfélagið saman með Orkuveitunni beri all nokkrar skyldur til að vinna hratt að þessu máli, og fara þess á leit að þessu verði gefinn góður gaumur sem allra fyrst.
Telja íbúar að sveitarfélagið saman með Orkuveitunni beri all nokkrar skyldur til að vinna hratt að þessu máli, og fara þess á leit að þessu verði gefinn góður gaumur sem allra fyrst.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur þakkar bréfritara erindið.
Framkvæmdastjóra falið að skoða möguleika m.t.t. vatnsnýtingar í tengslum við rekstur varmadæla á þessu svæði.
Framkvæmdastjóra falið að skoða möguleika m.t.t. vatnsnýtingar í tengslum við rekstur varmadæla á þessu svæði.
4.Veituframkvæmdir að Saltvík
Málsnúmer 201802041Vakta málsnúmer
Fyrir liggur afstaða undirritaðra félagsmanna Saltarans ehf til yfirstaðinna veituframkvæmda í Saltvík og greiðslu kostnaðar skv. gjaldskrá.
Fyrir stjórn OH liggur að taka afstöðu til málsins.
Fyrir stjórn OH liggur að taka afstöðu til málsins.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur samþykkir að innheimt verði gjald sem nemur einni heimtaug fyrir heitt vatn og einni fyrir kalt vatn fyrir umrætt hesthús.
Innheimt verður samkvæmt gildandi gjaldskrá Orkuveitu Húsavíkur.
Stjórn felur framkvæmdastjóra að klára málið með viðkomandi aðilum.
Innheimt verður samkvæmt gildandi gjaldskrá Orkuveitu Húsavíkur.
Stjórn felur framkvæmdastjóra að klára málið með viðkomandi aðilum.
5.GPG Seafood ehf. óskar eftir aðgerðum vegna frárennslis- og skólpmála á Húsavík og Raufarhöfn.
Málsnúmer 201803055Vakta málsnúmer
Fyrir liggur erindi frá GPG Seafood varðandi framtíðarsýn Orkuveitu Húsavíkur í fráveitumálum.
Fyrir stjórn OH liggur að ákveða með hvaða hætti erindinu veður svarað.
Fyrir stjórn OH liggur að ákveða með hvaða hætti erindinu veður svarað.
Framkvæmdastjóra falið að svara erindinu.
6.Undirbúningur fyrir aðalfund OH 2018
Málsnúmer 201803056Vakta málsnúmer
Skv. samþykktum Orkuveitu Húsavíkur, ber að halda aðalfund félagsins, eigi síðar en í apríl ár hvert.
Ganga þarf frá skýrslu stjórnar ásamt öðrum lausum endum fyrir aðalfund félagsins.
Ganga þarf frá skýrslu stjórnar ásamt öðrum lausum endum fyrir aðalfund félagsins.
Framkvæmdastjóri fór yfir útistandandi verkefni fyrir aðalfund OH.
Fundi slitið - kl. 18:15.