Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

251. fundur 04. maí 2018 kl. 12:00 - 15:55 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Óli Halldórsson formaður
  • Olga Gísladóttir varaformaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
  • Kristján Þór Magnússon
  • Gunnlaugur Stefánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Dagskrá
Kristján Þór Magnússon vék af fundi milli kl. 13:55 og 14:35.

1.Starfsemi og framtíðaráform Curio ehf.

Málsnúmer 201803061Vakta málsnúmer

Á fund byggðarráðs kemur Elliði Hreinsson, framkvæmdastjóri Curio ehf. og fer yfir starfsemi fyrirtækisins og vöxt þess sem og framtíðaráform í ljósi þeirra áforma sem kynnt voru byggðarráði er Curio keypti hús sveitarfélagsins að Höfða 9 árið 2015.
Byggðarráð þakkar Elliða Hreinssyni fyrir kynninguna.

2.Uppbygging slökkvistöðvar

Málsnúmer 201701015Vakta málsnúmer

Framhald á umræðum um byggingu nýrrar slökkvistöðvar.
Jónas og Óli telja á þessum tímapunkti ekki vera forsendur fyrir því að taka ákvörðun um slökkvistöð á grunni þeirra upplýsinga sem fyrir liggja. Unnið verði að málinu og valkostir lagðir fyrir á ný til ákvörðunar fyrir sveitarstjórn þegar fullnægjandi upplýsingar hafa komið fram um alla raunhæfa kosti í stöðunni.

3.Samkomulag við Fakta bygg AS vegna hótelbyggingar á Höfða.

Málsnúmer 201804191Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja drög að viljayfirlýsingu sem stefnt er að undirrita vegna fyrirætlana Fakta Bygg AS um uppbyggingu nýs hótels á Húsavíkurhöfða. Fyrirhugaður er opinn kynningarfundur um verkefnið á mánudaginn n.k. kl 17:00 hvar farið verður yfir framvindu verkefnisins og næstu skref. Ljóst er að áætlanirnar eru metnaðarfullar og verkefnið mun hafa afar jákvæð áhrif á sveitarfélagið ef af því verður.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að viljayfirlýsingu og veitir sveitarstjóra umboð til að undirrita.

4.Ársreikningur 2017

Málsnúmer 201804151Vakta málsnúmer

Gunnlaugur Stefánsson hefur óskað eftir að tekin verði saman svör við fyrirspurnum á 80. fundi sveitarstjórnar Norðurþings þann 24. apríl s.l. sem snúa að ársreikningi Norðurþings 2017 ásamt fleiru er tengist uppgjörum sveitarfélagsins á kjörtímabilinu.
Sveitarstjóri gerði grein fyrir þeim málum sem spurt var um og voru lagðar fram greiningar á þeim fyrirspurnum sem fyrir lágu.

5.Leyfi sveitarstjóra

Málsnúmer 201805013Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri óskar eftir heimild byggðarráðs til að taka sér launalaust leyfi frá 18. maí n.k. til 28. maí.
Byggðarráð samþykkir beiðnina.

6.Björgunarsveitin Garðar - Samningur 2018

Málsnúmer 201712056Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja drög að þriggja ára samningi við Björgunarsveitina Garðar.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi við Björgunarsveitina Garðar.

7.Staða vanskila hjá Norðurþingi

Málsnúmer 201805001Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri kynnir upplýsingar frá Motus um stöðu innheimtumála og vanskila hjá Norðurþingi
Lagt fram til kynningar.

8.Atvinnumál; innviðauppbygging fyrir útivistarsvæði við Reyðarárhnjúk

Málsnúmer 201805014Vakta málsnúmer

Fyrir liggur að sveitarstjórn Norðurþings hefur samþykkt gerð deiliskipulags fyrir svæði við Reyðarárhnjúk. Fyrr á kjörtímabilinu hefur Norðurþing komið að fyrstu skrefum uppbyggingar á svæðinu þar sem búið er að leggja rafmagnstengingu, koma upp einföldum skála og leggja veg. Á fundinum var lagt fram minnisblað frá Óla Halldórssyni.
Óli Halldórsson leggur fram eftirfarandi tillögu til afgreiðslu í byggðarráði:
"Eins og fram kemur í bókunum skipulags- og umhverfisnefndar og æskulýðs- og menningarnefndar er ljóst að svæðið við Reyðarárhnjúk á Reykjaheiði býður upp á fjölbreytta útivistarmöguleika allan ársins hring sem getur stutt við atvinnuuppbyggingu í ferðaþjónustu auk þess að nýtast fyrir íbúa. Til að nýta möguleika svæðisins til fullnustu þarf að byggja upp tilheyrandi mannvirki s.s. skíðalyftur og skipuleggja fyrir frekari mannvirki til þjónustu við njótendur.
Sú tillaga er lögð fram að í framhaldi af ákvörðunum skipulags- og umhverfisnefndar og æskulýðs- og menningarnefndar setji byggðarráð þegar af stað útfærslu- og kostnaðarmat á nauðsynlegum innviðaframkvæmdum. Þ.m.t. færslu skíðamannvirkja/-lyfta frá núverandi stöðum að Reyðarárhnjúk og öðrum tilheyrandi framkvæmdum við fyrirséða mannvirkjagerð. Haft verði samráð við frumkvöðla sem unnið hafa að hugmyndum um nýtingu svæðisins og unnið samhliða deiliskipulagsvinnu og eftir þeim áherslum sem æskulýðs- og menningarnefnd leggur til. Sveitarstjóra er falið að fá ráðgjafa til verksins sem hefur þekkingu á svæðinu og málaflokknum. Stefnt verði að því að niðurstaða þessarar greiningar geti legið fyrir á næstu mánuðum og nýst fyrir fjárhagsáætlunargerð komandi haust fyrir árið 2019."

Tillagan er samþykkt samhljóða.

9.Umsókn um styrk frá Félagi eldriborgara á Húsavík

Málsnúmer 201710067Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri gerir grein fyrir stöðu mála og samkomulagi sem liggur á borðinu milli Norðurþings og Feb um rekstrarstyrk fyrir árið 2018.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög og felur sveitarstjóra að gera þríhliða samning við Félag eldri borgara á Húsavík með aðkomu Orkuveitu Húsavíkur.

10.Framlenging á þjónustusamningi 2018

Málsnúmer 201805002Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja drög að framlengingu þjónustusamnings við Advania til ársins 2021.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög.

11.Framlög til stjórnmálasamtaka skv 5. gr. laga nr 162/2006

Málsnúmer 201603056Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur tillaga um að heildarupphæð til stjórnmálasamtaka skv. lögum nr. 162/2006 verði í samræmi við fjárhagsáætlun Norðurþings kr. 400.000 vegna ársins 2018. Greiðslunni verði skipt í tvennt á kosningaári í samræmi við lög og reglur.
Byggðarráð samþykkir tillöguna.

12.Aðalfundur Greiðrar leiðar ehf 2018

Málsnúmer 201804227Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur boð á aðalfund Greiðrar leiðar ehf. 2018 sem haldinn verður mánudaginn 11. maí nk.
Byggðarráð tilnefnir Kristján Þór Magnússon sem fulltrúa á fundinn.

13.Ársreikningur Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra 2017

Málsnúmer 201804228Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur ársreikningur Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra árið 2017.
Lagt fram til kynningar.

14.Hverfisráð Reykjahverfis 2017-2018

Málsnúmer 201709152Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 3. fundar Hverfisráðs Reykjahverfis frá 24. apríl sl.
Byggðarráð þakkar hverfisráði Reykjahverfis vandaða umfjöllun um málefni Heiðarbæjar. Fyrir liggur sú ályktun af íbúafundi að „íbúar Reykjahverfis hafi aðgang að sal og félagsaðstöðu í Heiðarbæ. Eignarhald verði annað hvort á hendi núverandi eigenda eða einstaklings eða lögaðila sem hafi lögheimili í Reykjahverfi.“ Þá er þess farið á leit að í fundargerð íbúafundar að Norðurþing hafi samráð við íbúa um framgang málsins.

Byggðarráð telur mikilvægt að íbúar sjálfir hafi beina aðkomu að afgerandi ákvörðunum um framtíð félagsheimila í sinni sveit, einkum mögulegri sölu úr samfélagseigu. Í ljósi þessa telur byggðarráð eðlilegt að hverfisráð fjalli áfram um málið með áframhaldandi samráði við íbúa, með íbúafundi og/eða -kosningu í Reykjahverfi.

Sveitarstjóra er falið að eiga samtal við lóðarhafa Heiðarbæjar um málið.

Fundi slitið - kl. 15:55.