Umsókn um styrk frá Félagi eldriborgara á Húsavík
Málsnúmer 201710067
Vakta málsnúmerFélagsmálanefnd - 16. fundur - 17.10.2017
Umsókn félags eldri borgara á Húsavík um 5 milljóna kr. styrk til að ljúka framkvæmdum við húsnæði félagsins að Garðarsbraut 44 lögð fram.
Byggðarráð Norðurþings - 230. fundur - 17.10.2017
Félag eldri borgara á Húsavík óskar eftir styrk að fjárhæð fimm milljónir til að fjármagna lokaátak framkvæmda við húsnæði félagsins að Garðarsbraut 44.
Byggðarráð frestar afgreiðslu erindisins þar til félagsmálanefnd hefur fjallað um málið.
Byggðarráð Norðurþings - 231. fundur - 26.10.2017
Félag eldri borgara á Húsavík óskar eftir styrk að fjárhæð fimm milljónir til að fjármagna lokaátak framkvæmda við húsnæði félagsins að Garðarsbraut 44. Afgreiðslu málsins var frestað á síðasta fundi byggðarráðs.
Fyrir liggur að Norðurþing og Orkuveita Húsavíkur hafa samþykkt fjárveitingar til Félags eldri borgara á Húsavík að fjárhæð 5.000.000 fyrir árið 2017. Byggðarráð telur sér ekki fært að veita styrki til stofnkostnaðar á komandi ári en minnir á að fyrir liggur samþykkt fjárhæð til félagsins á árinu 2018 sem tilgreind er í samningi Félagsþjónustunnar við Félag eldri borgara á Húsavík.
Byggðarráð Norðurþings - 251. fundur - 04.05.2018
Sveitarstjóri gerir grein fyrir stöðu mála og samkomulagi sem liggur á borðinu milli Norðurþings og Feb um rekstrarstyrk fyrir árið 2018.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög og felur sveitarstjóra að gera þríhliða samning við Félag eldri borgara á Húsavík með aðkomu Orkuveitu Húsavíkur.
Félagsmálanefnd telur mikilvægara að veitt sé fé í þjónustu við eldri borgara, en í fasteign félagsins. Félagsmálanefnd leggur til að gerður verði þjónustusamningur við Félag eldri borgara um tiltekna þjónustu við alla eldri borgara í sveitarfélaginu, frekar en að veitt verði meira fé til framkvæmda við fasteign.
Félagsmálastjóra falið að koma umsögn nefndarinnar á framfæri við byggðaráð Norðurþings. Jafnframt að gera drög að þjónustusamning og leggja fyrir næsta fund félagsmálanefndar.