Atvinnumál; innviðauppbygging fyrir útivistarsvæði við Reyðarárhnjúk
Málsnúmer 201805014
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 251. fundur - 04.05.2018
Fyrir liggur að sveitarstjórn Norðurþings hefur samþykkt gerð deiliskipulags fyrir svæði við Reyðarárhnjúk. Fyrr á kjörtímabilinu hefur Norðurþing komið að fyrstu skrefum uppbyggingar á svæðinu þar sem búið er að leggja rafmagnstengingu, koma upp einföldum skála og leggja veg. Á fundinum var lagt fram minnisblað frá Óla Halldórssyni.
"Eins og fram kemur í bókunum skipulags- og umhverfisnefndar og æskulýðs- og menningarnefndar er ljóst að svæðið við Reyðarárhnjúk á Reykjaheiði býður upp á fjölbreytta útivistarmöguleika allan ársins hring sem getur stutt við atvinnuuppbyggingu í ferðaþjónustu auk þess að nýtast fyrir íbúa. Til að nýta möguleika svæðisins til fullnustu þarf að byggja upp tilheyrandi mannvirki s.s. skíðalyftur og skipuleggja fyrir frekari mannvirki til þjónustu við njótendur.
Sú tillaga er lögð fram að í framhaldi af ákvörðunum skipulags- og umhverfisnefndar og æskulýðs- og menningarnefndar setji byggðarráð þegar af stað útfærslu- og kostnaðarmat á nauðsynlegum innviðaframkvæmdum. Þ.m.t. færslu skíðamannvirkja/-lyfta frá núverandi stöðum að Reyðarárhnjúk og öðrum tilheyrandi framkvæmdum við fyrirséða mannvirkjagerð. Haft verði samráð við frumkvöðla sem unnið hafa að hugmyndum um nýtingu svæðisins og unnið samhliða deiliskipulagsvinnu og eftir þeim áherslum sem æskulýðs- og menningarnefnd leggur til. Sveitarstjóra er falið að fá ráðgjafa til verksins sem hefur þekkingu á svæðinu og málaflokknum. Stefnt verði að því að niðurstaða þessarar greiningar geti legið fyrir á næstu mánuðum og nýst fyrir fjárhagsáætlunargerð komandi haust fyrir árið 2019."
Tillagan er samþykkt samhljóða.