Fara í efni

Ósk frá Sjóböðum ehf.um úrbætur á nánasta umhverfi.

Málsnúmer 201903123

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 28. fundur - 02.04.2019

Framkvæmdastjóri f.h. Sjóbaða ehf., hefur óskað eftir því að tekið verði til skoðunar að setja upp tré, hugsuð sem skjólbelti sunnan við vita. Einnig til að koma í veg fyrir moldarfok að það verði skoðað að setja upp þökur á valin svæði ásamt því að sá grasfræjum.
Einnig er óskað eftir því að girðing við vita verði löguð meðfram vita eða sett upp ný girðing.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustustjóra í samráði við umhverfisstjóra að eiga samtal við Sjóböðin um frágang á svæðinu sem um ræðir.

Jafnframt samþykkir ráðið að lagfæra girðingu í kringum vitann og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að fylgja því máli eftir í sumar.