Hirðing opinna svæða 2019
Málsnúmer 201903003
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 25. fundur - 05.03.2019
Fyrir fundi liggur til kynningar verklag á hirðingu opinna svæða 2019. Kynnt verður sérstaklega hvernig vinna við slátt verður hagað á komandi vertíð.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að skoða möguleikana á verktöku við slátt og hirðingu.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 28. fundur - 02.04.2019
Á 25. fundi skipulags og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað
"Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að skoða möguleikana á verktöku við slátt og hirðingu."
Fyrir liggur tilboð verktaka í grasslátt á opnum svæðum á Húsavík og er óskað eftir afstöðu skipulags- og framkvæmdaráðs til þess.
"Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að skoða möguleikana á verktöku við slátt og hirðingu."
Fyrir liggur tilboð verktaka í grasslátt á opnum svæðum á Húsavík og er óskað eftir afstöðu skipulags- og framkvæmdaráðs til þess.
Skipulags- og framkvæmdaráð hafnar tilboðinu. Þar sem sveitarfélagið er nýbúið að fjárfesta í búnaði til hirðinga á opnum svæðum sér ráðið ekki ástæðu til að kaupa þjónustu sem þessa í verktöku.