Gatnagerð að nýjum golfskála
Málsnúmer 201810006
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 33. fundur - 28.05.2019
Framkvæmda- og þjónustufulltrúi kynnti uppfærða kostnaðaráætlun vegna gatnagerðar.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 121. fundur - 08.03.2022
Til kynningar eru teikningar af hönnun á veg sem tengir saman Langholt og
Golfskálaveg.
Golfskálaveg.
Skipulags-og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að bjóða þann hluta verksins út sem samkomulag um uppbyggingu nýrrar golf- og frístundaaðstöðu kveður á um.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 125. fundur - 03.05.2022
Fyrir ráðinu liggur niðurstaða í útboði um gerð nýs vegar að golfskála
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda og felur framkvæmdar- og þjónustufulltrúa að ganga frá samningi við verktaka.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 133. fundur - 13.09.2022
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur fyrir kostnaðaráætlun á yfirborðsfrágangi á nýjum veg að golfskála
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að farið verði í yfirborðsfrágang og að kostnaður fari af framkvæmdafé ársins 2022.
Hjálmar Bogi Hafliðason vék af fundi við umræður og afgreiðslu þessa fundarliðar.