Skipulags- og framkvæmdaráð
Dagskrá
1.Húsnæðismál félagsþjónustu
Málsnúmer 201906061Vakta málsnúmer
Hróðný Lund, félagsmálastjóri, mætir á fund til að kynna fyrir ráðinu húsnæðismál sviðsins.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar Hróðnýju fyrir kynninguna.
2.Umhverfisstefna Norðurþings
Málsnúmer 201707063Vakta málsnúmer
Farið yfir stöðu mála og hver næstu skref eru.
Búið er að vinna úr fjórum íbúafundum, könnun og stöðumati málaflokka. Nú mun vinnuhópur hittast í þriðja skipti og afmarka hvaða málaflokkar verða settir á oddinn í byrjun og leggja til aðgerðir. Einnig mun vinnuhópurinn kostnaðarmeta hverja aðgerð og ræða við ábyrgðaraðila. Stefna, markmið og aðgerðir verða svo lagðar fyrir ráðið að nýju. Stefnt er að hafa það tilbúið í ágúst.
3.Ósk um leyfi til að halda veiðipróf fyrir Retrieverhunda við Kaldbakstjörn
Málsnúmer 201906047Vakta málsnúmer
Fyrir liggur ósk um leyfi til þess að halda veiðipróf fyrir Retrieverhunda við Kaldbakstjörn þann 20. júlí milli kl. 09:00 og 17:00.
Kaldbakstjarnir hafa frá uppbyggingu þeirra verið sívaxandi varp og helgunarsvæði fjölbreytilegra fuglategunda. Nú er svo komið að búið er að koma upp fuglaskoðunarhúsi vegna þessa mikla fuglalífs og fyrirséð að svæðið verði í framtíðinni paradís fugla og fuglaáhugafólks. Það verður þvi miður ekki séð að hundaþjálfun og próf því tengd eigi samleið.
Skipulags- og framkvæmdaráð getur því miður ekki samþykkt afnot af Kaldbakstjörnum vegna veiðiprófs. Ráðið fagnar áhuga hundaeigenda að vilja halda veiðipróf á svæðinu fyrir hunda og bendir á Höskuldsvatn ofan Húsavíkur sem hugsanlegan kost.
Skipulags- og framkvæmdaráð getur því miður ekki samþykkt afnot af Kaldbakstjörnum vegna veiðiprófs. Ráðið fagnar áhuga hundaeigenda að vilja halda veiðipróf á svæðinu fyrir hunda og bendir á Höskuldsvatn ofan Húsavíkur sem hugsanlegan kost.
4.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2020
Málsnúmer 201906029Vakta málsnúmer
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggja drög að vinnuáætlun vegna fjárhagsáætlunar Norðurþings fyrir árið 2020.
Lagt fram til kynningar.
5.Breyting á aðalskipulagi Höfða vegna fyrirhugaðar hótelbyggingar
Málsnúmer 201805009Vakta málsnúmer
Á fundi sveitarstjórnar 19. mars s.l. samþykkti sveitarstjórn Norðurþings að kynna tillögu að breytingu aðalskipulags Norðurþings 2010-2030 vegna fyrirhugaðrar hótellóðar við Vitaslóð á Húsavíkurhöfða. Með bréfi dags. 14. maí 2019 heimilaði Skipulagsstofnun auglýsingu tillögunnar að því tilskyldu að hún yrði lagfærð í tilteknum atriðum. Nú hefur skipulagsráðgjafi lagfært skipulagstillöguna til samræmis við ábendingar Skipulagsstofnunar.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð, í sumarleyfisumboði sveitarstjórnar, að skipulagstillagan verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga með áorðnum breytingum.
6.Breyting á deiliskipulagi Höfða vegna fyrirhugaðar hótelbyggingar
Málsnúmer 201805010Vakta málsnúmer
Á fundi sveitarstjórnar 19. mars s.l. samþykkti sveitarstjórn Norðurþings að kynna tillögu að breyttu deiliskipulagi við Vitaslóð á Húsavíkurhöfða. Með bréfi dags. 14. maí 2019 komu fram nokkrar ábendingar frá Skipulagsstofnun um lagfæringar skipulagstillögunnar fyrir auglýsingu. Nú hefur skipulagsráðgjafi lagfært skipulagstillöguna til samræmis við ábendingar Skipulagsstofnunar.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð, í sumarleyfisumboði sveitarstjórnar, að skipulagstillagan verði auglýst skv. 43. gr. skipulagslaga með áorðnum breytingum samhliða kynningu aðalskipulagsbreytingar.
7.Heildarendurskoðun aðalskipulags Norðurþings 2010-2030
Málsnúmer 201807025Vakta málsnúmer
Fyrir liggja drög að viðaukasamningi um heildarendurskoðun aðalskipulags Norðurþings 2010-2030. Viðaukasamningurinn snýr að gerð skipulagslýsingar vegna verkefnissins. Einnig liggur fyrir uppfært mat á heildarkostnaði við endurskoðun skipulagsins.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð að hafist verði handa við endurskoðun aðalskipulags Norðurþings og að gengið verði til samninga við Alta um gerð skipulagslýsingar.
8.Fornleifaskráning - Reyðarárhnjúkur ofan Húsavíkur - deiliskráning
Málsnúmer 201906065Vakta málsnúmer
Fyrir liggur tilboð frá Fornleifastofnun í deiliskráningu fornleifa á skíðasvæði við Reyðarárhnjúk.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ganga til samninga við Fornleifastofnun um skráningu fornleifa á svæðinu.
9.Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn um rekstrarleyfi fyrir Skerjakollu ehf.
Málsnúmer 201906052Vakta málsnúmer
Sýslumaður á Norðurlandi eystra óskar umsagnar Norðurþings um rekstrarleyfi til umfangslítilla áfengisveitinga að Bakkagötu 10 á Kópaskeri.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að veita jákvæða umsögn um erindið.
10.Umsókn um áframhaldandi rekstrarleyfi fyrir gistingu í Áin gistiheimili
Málsnúmer 201901073Vakta málsnúmer
Málið var áður til umfjöllunar á fundi ráðsins 26. febrúar s.l. Ráðið telur að ekki séu hafnar úrbætur húsnæðisins til samræmis við ákvæði deiliskipulags og samþykkts byggingarleyfis.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur ekki ásættanlegt að rekstri verði haldið áfram í gistiheimilinu Ánni nema húsið verði fært til þess horfs sem gengið er út frá í gildandi deiliskipulagi og samþykktu byggingarleyfi. Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að óska eftir því við sýslumann að rekstrarleyfi verði afturkallað með sanngjörnum fyrirvara.
11.Vegagerðin sækir um framkvæmdaleyfi fyrir efnisnámi úr námu E20 við Rif á Melrakkasléttu
Málsnúmer 201906045Vakta málsnúmer
Vegagerðin óskar eftir framkvæmdaleyfi til efnistöku úr námu E20 við Rif á Melrakkasléttu. Áætlað er að vinna allt að 5.000 m3 af malarslitlagsefni (0-16 mm) úr námunni. Miðað er við að efnisvinnsla færi fram á tímabilinu 1. júlí 2020-30. júní 2021.
Svæðið er skilgreint sem efnistökusvæði E20 í gildandi aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030. Skipulags- og framkvæmdaráð telur að efnistakan rúmist innan ramma ákvæða aðalskipulags og að fullnægjandi grein sé gerð fyrir fyrirhugaðri efnisvinnslu í erindi. Ráðið felur því skipulags- og byggingarfulltrúa að veita framkvæmdaleyfi.
12.Endurnýjun bíls áhaldahússins á Raufarhöfn
Málsnúmer 201906064Vakta málsnúmer
Þjónustubifreið áhaldahússins á Raufarhöfn þarfnast endurnýjunar, en vegna vélarbilunar er ekki talið kostnaðarlega hagkvæmt að ráðast í viðgerð og hefur hún því verið dæmd ónýtur. Fyrir liggur tilboð í nýjan sambærilegan bíl sem lagt er fram til kynningar, en gerðar eru ákveðnar lágmarkskröfur til útbúnaðar vegna þeirrar starfsemi sem bifreiðin þarf að þjóna.
Lagt fram til kynningar.
13.Flutningur aðstöðu Slökkviliðs Norðurþings úr Bakkagötu 4 í Bakkagötu 12, Kópaskeri
Málsnúmer 201809097Vakta málsnúmer
Umsjónamaður eignasjóðs gerir grein fyrir stöðu fyrirhugaðra breytinga á húsnæði þjónustumiðstöðvar á Kópaskeri svo hýsa megi aðstöðu slökkviliðs þar.
Lagt fram til kynningar.
14.Ráðning Hafnastjóra Norðurþings
Málsnúmer 201905151Vakta málsnúmer
Fyrir liggur tillaga sem var lögð fram í byggðarráði af fjármálastjóra í fjarveru sveitarstjóra um ráðningu á Þóri Erni Gunnarssyni í stöðu hafnastjóra Norðurþings.
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur undir tillögu fjármálastjóra samkvæmt fyrirliggjandi gögnum.
Heiðar Hrafn Halldórsson vék af fundi undir þessum lið.
Heiðar Hrafn Halldórsson vék af fundi undir þessum lið.
Fundi slitið - kl. 16:05.
Ketill Gauti Árnason umsjónarmaður eignasjóðs sat fundinn undir liðum 12-13.
Gaukur Hjartarson skipulags- og byggingarfulltrúi sat fundinn undir liðum 1-12.