Ósk um leyfi til að halda veiðipróf fyrir Retrieverhunda við Kaldbakstjörn
Málsnúmer 201906047
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 36. fundur - 25.06.2019
Fyrir liggur ósk um leyfi til þess að halda veiðipróf fyrir Retrieverhunda við Kaldbakstjörn þann 20. júlí milli kl. 09:00 og 17:00.
Skipulags- og framkvæmdaráð getur því miður ekki samþykkt afnot af Kaldbakstjörnum vegna veiðiprófs. Ráðið fagnar áhuga hundaeigenda að vilja halda veiðipróf á svæðinu fyrir hunda og bendir á Höskuldsvatn ofan Húsavíkur sem hugsanlegan kost.