Fara í efni

Ósk um leyfi til að halda veiðipróf fyrir Retrieverhunda við Kaldbakstjörn

Málsnúmer 201906047

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 36. fundur - 25.06.2019

Fyrir liggur ósk um leyfi til þess að halda veiðipróf fyrir Retrieverhunda við Kaldbakstjörn þann 20. júlí milli kl. 09:00 og 17:00.
Kaldbakstjarnir hafa frá uppbyggingu þeirra verið sívaxandi varp og helgunarsvæði fjölbreytilegra fuglategunda. Nú er svo komið að búið er að koma upp fuglaskoðunarhúsi vegna þessa mikla fuglalífs og fyrirséð að svæðið verði í framtíðinni paradís fugla og fuglaáhugafólks. Það verður þvi miður ekki séð að hundaþjálfun og próf því tengd eigi samleið.


Skipulags- og framkvæmdaráð getur því miður ekki samþykkt afnot af Kaldbakstjörnum vegna veiðiprófs. Ráðið fagnar áhuga hundaeigenda að vilja halda veiðipróf á svæðinu fyrir hunda og bendir á Höskuldsvatn ofan Húsavíkur sem hugsanlegan kost.