Umsókn um áframhaldandi rekstrarleyfi fyrir gistingu í gistiheimilinu Ánni
Málsnúmer 201901073
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 21. fundur - 29.01.2019
Axel Yngvason óskar heimildar til að nýta áfram, um ótilgreindan tíma, gistiheimilið Ána við Litluá. Ekki hefur enn auðnast að ganga frá húsinu til samræmis við byggingarleyfi og skipulagsskilmála og hefur áframhald rekstrarleyfis verið skilyrt af fullnaðarfrágangi.
Skipulags- og framkvæmdaráð frestar erindinu og óskar eftir tímasettri áætlun frá umsækjanda um úrbætur fyrir lok febrúar 2019 til samræmis við ákvæði deiliskipulags.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 24. fundur - 26.02.2019
Óskað er eftir framlengingu til tveggja ára til að reka gistisölu í gistiheimilinu Ánni í landi Krossdals í Kelduhverfi. Fyrir liggur að húsið hefur ekki verið byggt upp skv. ákvæðum deiliskipulags.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur ekki ásættanlegt að húsið verði nýtt áfram fyrr en komið er þak á það og það málað til samræmis við samþykkt deiliskipulag og byggingarleyfi. Ráðið hefur áður veitt undanþágu vegna útgáfu rekstrarleyfis og telur sér ekki fært að gera það aftur.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 36. fundur - 25.06.2019
Málið var áður til umfjöllunar á fundi ráðsins 26. febrúar s.l. Ráðið telur að ekki séu hafnar úrbætur húsnæðisins til samræmis við ákvæði deiliskipulags og samþykkts byggingarleyfis.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur ekki ásættanlegt að rekstri verði haldið áfram í gistiheimilinu Ánni nema húsið verði fært til þess horfs sem gengið er út frá í gildandi deiliskipulagi og samþykktu byggingarleyfi. Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að óska eftir því við sýslumann að rekstrarleyfi verði afturkallað með sanngjörnum fyrirvara.