Vegagerðin sækir um framkvæmdaleyfi fyrir efnisnámi úr námu E20 við Rif á Melrakkasléttu
Málsnúmer 201906045
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 36. fundur - 25.06.2019
Vegagerðin óskar eftir framkvæmdaleyfi til efnistöku úr námu E20 við Rif á Melrakkasléttu. Áætlað er að vinna allt að 5.000 m3 af malarslitlagsefni (0-16 mm) úr námunni. Miðað er við að efnisvinnsla færi fram á tímabilinu 1. júlí 2020-30. júní 2021.
Svæðið er skilgreint sem efnistökusvæði E20 í gildandi aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030. Skipulags- og framkvæmdaráð telur að efnistakan rúmist innan ramma ákvæða aðalskipulags og að fullnægjandi grein sé gerð fyrir fyrirhugaðri efnisvinnslu í erindi. Ráðið felur því skipulags- og byggingarfulltrúa að veita framkvæmdaleyfi.