Ungmennaráð Norðurþings 2019-2020
Málsnúmer 201902090
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 24. fundur - 26.02.2019
Fjölskylduráð er með til umræðu fyrirkomulag um ungmennaráð Norðurþings, en skv Æskulýðslögum 70/2007 segir að : ,,Sveitarstjórnir hlutast til um að stofnuð séu ungmennaráð. Hlutverk ungmennaráða er m.a. að vera sveitarstjórnum til ráðgjafar um málefni ungs fólks í viðkomandi sveitarfélagi. Sveitarstjórnir setja nánari reglur um hlutverk og val í ungmennaráð."
Fjölskylduráð ræddi málefni ungmennaráðs. Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að fá fulltrúa Nemendafélags FSH á næsta fund ráðsins.
Fjölskylduráð - 30. fundur - 29.04.2019
Til umræðu eru drög unnin af íþrótta- og tómstundarfulltrúa um breytt starfsfyrirkomulag ungmennaráðs.
Fjölskylduráði líst vel á drög að nýju ungmennaráði. Lagt er upp með að halda tvö ungmennaþing með þjóðfundarfyrirkomulagi á hverju ári. Skipulag ungmennaþinga er á hendi þeirra samráðsvettvanga sem þegar eru til staðar í Norðurþingi, eins og til dæmis nemandafélög og skólafélög.
Málinu er vísað til frekari umræðu í sveitarstjórn.
Einnig er íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að vinna málið áfram.
Málinu er vísað til frekari umræðu í sveitarstjórn.
Einnig er íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að vinna málið áfram.
Sveitarstjórn Norðurþings - 92. fundur - 14.05.2019
Eftirfarandi var bókað á 30. fundi fjölskylduráðs;
Fjölskylduráði líst vel á drög að nýju ungmennaráði. Lagt er upp með að halda tvö ungmennaþing með þjóðfundarfyrirkomulagi á hverju ári. Skipulag ungmennaþinga er á hendi þeirra samráðsvettvanga sem þegar eru til staðar í Norðurþingi, eins og til dæmis nemandafélög og skólafélög. Málinu er vísað til frekari umræðu í sveitarstjórn. Einnig er íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að vinna málið áfram.
Fjölskylduráði líst vel á drög að nýju ungmennaráði. Lagt er upp með að halda tvö ungmennaþing með þjóðfundarfyrirkomulagi á hverju ári. Skipulag ungmennaþinga er á hendi þeirra samráðsvettvanga sem þegar eru til staðar í Norðurþingi, eins og til dæmis nemandafélög og skólafélög. Málinu er vísað til frekari umræðu í sveitarstjórn. Einnig er íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að vinna málið áfram.
Kjartan Páll Þórarinsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi kom inn á fundinn og kynnti verkefnið.
Til máls tóku; Örlygur, Silja og Heiðar
Örlygur leggur til að málinu verði vísað aftur til umræðu í fjölskylduráði.
Samþykkt samhljóða
Til máls tóku; Örlygur, Silja og Heiðar
Örlygur leggur til að málinu verði vísað aftur til umræðu í fjölskylduráði.
Samþykkt samhljóða
Fjölskylduráð - 33. fundur - 20.05.2019
Til umfjöllunar er minnisblað um nýtt Ungmennaráð Norðurþings.
Málið var áður til umfjöllunar á 30.fundi fjölskylduráðs og á 92.fundi Sveitarstjórn Norðurþings.
Málið var áður til umfjöllunar á 30.fundi fjölskylduráðs og á 92.fundi Sveitarstjórn Norðurþings.
Fjölskylduráð fjallaði um minnisblað um nýtt Ungmennaráð Norðurþings. Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að vinna málið áfram. Stefnt er á að endurvekja Ungmennaráð Norðurþings haustið 2019.