Fjölskylduráð
Dagskrá
1.Grænuvellir - Skóladagatal 2019-2020
Málsnúmer 201904129Vakta málsnúmer
Skóladagatal Grænuvalla skólaárið 2019-2020 er lagt fram til kynningar og samþykktar.
Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir skólastjóri Grænuvalla gerði grein fyrir skóladagatali Grænuvalla 2019 - 2020. Ljóst er að gera þarf örlitlar breytingar á dagatalinu og verður það tekið til samþykktar á næsta fundi ráðsins.
2.Erindi frá Framsýn stéttarfélagi varðandi leikskólagjöld í Norðurþingi
Málsnúmer 201905028Vakta málsnúmer
Framsýn stéttarfélag óskar eftir skýringum á leikskólagjöldum sem almennt eru hærri hjá Norðurþingi en hjá þeim sveitarfélögum sem tiltekin eru í nýlegri könnun verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands á leikskólagjöldum.
Fjölskylduráð þakkar Framsýn fyrir erindið. Ráðið ætlar sér að safna gögnum til að svara erindinu og gert er ráð fyrir að svar liggi fyrir á næsta fundi ráðsins.
3.Forvarnarstefna Norðurþings
Málsnúmer 201901125Vakta málsnúmer
Starfsmaður Þekkingarnets Þingeyinga fer yfir verktilboð Þekkingarnets Þingeyinga um verkefnisstjórn í stefnumótunarvinnu um forvarnarstefnu Norðurþings.
Fjölskylduráð þakkar Grétu Bergrúnu fyrir komuna og umræðu um verktilboð frá Þekkingarneti Þingeyinga. Ráðið frestar afgreiðslu málsins og felur sviðstjórum fjölskyldusviðs að afla frekari gagna og taka málið fyrir að nýju á fundi ráðsins í byrjun júní.
4.Reglur Norðurþings um styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks
Málsnúmer 201905034Vakta málsnúmer
Reglur Norðurþings um styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks lagðar fram til afgreiðslu.
Fjölskylduráð samþykkir Reglur Norðurþings um styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks og vísar þeim til sveitarstjórnar til samþykktar.
5.Velferðarnefnd: Til umsagnar tillögu til þingsályktunar um stöðu barna 10 árum eftir hrun, 256. mál.
Málsnúmer 201905096Vakta málsnúmer
Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um stöðu barna 10 árum eftir hrun.
Þingsálykun lögð fram til kynningar.
6.Velferðarnefnd: Til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007 (hækkun lífeyris), 844. mál.
Málsnúmer 201905097Vakta málsnúmer
Til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar (hækkun lífeyris).
Frumvarp lagt fram til kynningar.
7.Velferðarnefnd: Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um hagsmunafulltrúa aldraðra, 825. mál.
Málsnúmer 201905099Vakta málsnúmer
Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um hagsmunafulltrúa aldraðra.
Þingsályktun lögð fram til kynningar.
8.Samstarf um vinnuskóla - Heimöx
Málsnúmer 201905059Vakta málsnúmer
Heimöx óskar eftir að fá aðstoð frá starfsfólki úr vinnuskóla Norðurþings við að starfrækja verslun í Ásbirgi sumarið 2019.
Lagt fram til kynningar.
9.Druslugangan
Málsnúmer 201905068Vakta málsnúmer
Þórveig, Aldey, Fanný og Ólöf Traustadætur sækja um 50.000 kr styrk í lista- og menningarsjóð Norðurþings.
Jafnframt er óskað eftir aðstöðu á Mærudögum til að kynna gönguna og málefnið.
Erindið var áður til umfjöllunar á 26. fundi Fjölskylduráðs þann 11.3.2019
Jafnframt er óskað eftir aðstöðu á Mærudögum til að kynna gönguna og málefnið.
Erindið var áður til umfjöllunar á 26. fundi Fjölskylduráðs þann 11.3.2019
Fjölskylduráð samþykkir að veita 50.000 kr. styrk úr Lista- og menningarsjóði Norðurþings og veitt verði aðstaða til að kynna gönguna og málefnið á hátíðarsvæði og sviði.
10.Sjávarútvegsskólinn 2019
Málsnúmer 201902023Vakta málsnúmer
Ljóst er að sjávarútvegsskóli HA mun ekki verða starfræktur í Norðurþingi sumarið 2019 vegna þess að skólinn náði ekki að afla nægjanlegs stuðnings frá fyrirtækjum á svæðinu.
Lagt fram til kynningar. Fjölskylduráði þykir leitt að Sjávarútvegsskóli HA verði ekki starfræktur í sumar í tengslum við Vinnuskóla Norðurþings eins og búið var að auglýsa.
11.Ungmennaráð Norðurþings 2019-2020
Málsnúmer 201902090Vakta málsnúmer
Til umfjöllunar er minnisblað um nýtt Ungmennaráð Norðurþings.
Málið var áður til umfjöllunar á 30.fundi fjölskylduráðs og á 92.fundi Sveitarstjórn Norðurþings.
Málið var áður til umfjöllunar á 30.fundi fjölskylduráðs og á 92.fundi Sveitarstjórn Norðurþings.
Fjölskylduráð fjallaði um minnisblað um nýtt Ungmennaráð Norðurþings. Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að vinna málið áfram. Stefnt er á að endurvekja Ungmennaráð Norðurþings haustið 2019.
12.Tillaga að uppbyggingu félagsmiðstöðvar og ungmennahúss á Húsavík
Málsnúmer 201902055Vakta málsnúmer
Til kynningar er minnisblað um stöðu félagsmiðstöðva og frístundar á Húsavík. Um er að ræða tillögu sem fram kom á 91. fundi Sveitarstjórnar Norðurþings þann 16. apríl 2019.
Málið var áður á dagskrá á 30.fundi fjölskylduráðs þann 29.04.2019.
Málið var áður á dagskrá á 30.fundi fjölskylduráðs þann 29.04.2019.
Íþrótta- og tómstundafulltrúi lagði fram minnisblað sitt um stöðu félagsmiðstöðva og frístundar á Húsavík.
Fundi slitið.
Hróðný Lund félagsmálastjóri sat fundinn undir lið 3-7.
Kjartan Páll Þórarinsson sat fundinn undir lið 3 og 8-12.
Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir leikskólastjóri Grænuvalla sat fundinn undir lið 1 og 2.
Ágústa Pálsdóttir f.h. starfsmanna Grænuvalla sat fundinn undir lið 1 og 2.
Guðrún Sigríður Geirsdóttir f.h. foreldraráðs Grænuvalla sat fundinn undir lið 1 og 2.
Gréta Bergrún Jóhannesdóttir verkefnastjóri hjá Þekkinganeti Þingeyinga sat fundinn undir lið 3.