Sjávarútvegsskólinn 2019
Málsnúmer 201902023
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 22. fundur - 11.02.2019
Sjávarútvegsskólinn sem Háskólinn á Akureyri stendur fyrir leitar eftir samstarfi við Norðurþing árið 2019. Verkefni hefur verið unnið í samstarfi við vinnuskólana í hverju sveitarfélagið fyrir sig.
Markmið skólans er að kynna sjávarútveg fyrir nemendum og þá menntunarmöguleika sem í boði eru í sjávarútvegi og tengdum tækni- og iðngreinum í kringum sjávarútveg. Kennsla árið 2017 var í fjórar vikur á Akureyri, eina viku á Dalvík og eina viku á Húsaveík en í skólann voru þá skráðir 128 nemendur.
Skólinn leitar eftir samstarfi og styrkjum frá sveitarfélögum.
Markmið skólans er að kynna sjávarútveg fyrir nemendum og þá menntunarmöguleika sem í boði eru í sjávarútvegi og tengdum tækni- og iðngreinum í kringum sjávarútveg. Kennsla árið 2017 var í fjórar vikur á Akureyri, eina viku á Dalvík og eina viku á Húsaveík en í skólann voru þá skráðir 128 nemendur.
Skólinn leitar eftir samstarfi og styrkjum frá sveitarfélögum.
Fjölskylduráð þakkar fyrir frumkvæði Háskólans á Akureyri og lýsir vilja til áframhaldandi samstarfs með þeim hætti sem verið hefur á undanförnum árum. Ósk um fjárstyrk er hafnað.
Fjölskylduráð - 33. fundur - 20.05.2019
Ljóst er að sjávarútvegsskóli HA mun ekki verða starfræktur í Norðurþingi sumarið 2019 vegna þess að skólinn náði ekki að afla nægjanlegs stuðnings frá fyrirtækjum á svæðinu.
Lagt fram til kynningar. Fjölskylduráði þykir leitt að Sjávarútvegsskóli HA verði ekki starfræktur í sumar í tengslum við Vinnuskóla Norðurþings eins og búið var að auglýsa.