Fara í efni

Fjölskylduráð

22. fundur 11. febrúar 2019 kl. 13:00 - 15:10 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Benóný Valur Jakobsson varaformaður
  • Hrund Ásgeirsdóttir aðalmaður
  • Ásta Hermannsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Örlygur Hnefill Örlygsson formaður
  • Eiður Pétursson varamaður
  • Stefán L Rögnvaldsson varamaður
Starfsmenn
  • Jón Höskuldsson Fræðslu- og menningarfulltrúi
  • Kjartan Páll Þórarinsson Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi
  • Hróðný Lund félagsmálafulltrúi
  • Röðull Reyr Kárason Ritari
Fundargerð ritaði: Röðull Reyr Kárason Þjónustufulltrúi
Dagskrá
Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi sat fundinn undir lið 1-4.
Hróðný Lund félagsmálafulltrúi sat fundinn undir lið 1-4, 7 og 12.
Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir lið 5 - 11.

1.Öxarfjarðarskóli - Ósk um endurbætur í Öxarfjarðarskóla

Málsnúmer 201902034Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar erindi skólastjóra Grunnskóla Öxarfjarðar um framkvæmdir og viðhald húsnæðis og lóða leikskóladeilda skólans.
Fjölskylduráð þakkar fyrir erindið og vísar því til skipulags-og framvæmdaráðs.

2.Íslandsmót verk- og iðngreina og framhaldsskólakynning

Málsnúmer 201902032Vakta málsnúmer

Dagana 14.-16. mars 2019 mun Verkiðn halda Íslandsmót iðn- og verkgreina og framhaldsskólakynningu í Laugardalshöll í Reykjavík. Yfirskrift mótsins er Mín framtíð og er öllum nemendum í 9. og 10. bekk boðið í Laugardalshöllina.

Fyrir fjölskylduráði liggur bréf Karls Björnssonar, framkvæmdastjóra sambandsins, til sveitarstjórna og skólanefnda ásamt bréfi Verkiðnar til Mennta- og menningarmálaráðuneytisins þar sem Íslandsmótið er kynnt.
Lagt fram til kynningar.

3.Spurningalisti til sveitarfélaga varðandi úthlutun fjármagns til nemenda með sérþarfir

Málsnúmer 201902033Vakta málsnúmer

Lagður er fram til kynningar spurningalisti til sveitarfélaga varðandi úthlutun fjármagns til nemenda með sérþarfir
Lagt fram til kynningar.

4.Forvarnarstefna Norðurþings

Málsnúmer 201901125Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur áframhaldandi umræða um forvarnarstefnu Norðurþings
Rætt var um fyrirkomulag við gerð forvarnarstefnu Norðurþings og hverjir skyldu kallaðir að þeirri vinnu með sveitarfélaginu. 23. fundur ráðsins verður alfarið tekinn í vinnu við forvarnarstefnuna.

5.Mærudagar 2019

Málsnúmer 201902012Vakta málsnúmer

Til umræðu eru Mærudagar 2019. Opin íbúafundur var haldinn um hátíðina mánudaginn 4.febrúar.
Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti minnisblað frá opnum íbúafundi sem haldinn var 4. febrúar sl. Ráðið lýsir ánægju með hvernig til tókst með framkvæmd Mærudaga 2018 og felur Íþrótta- og tómstundafulltrúa að ganga til viðræðna við Guðrúnu Huld Gunnarsdóttur um að taka verkefnið að sér aftur.

6.Lista- og menningarsjóður Norðurþings 2019

Málsnúmer 201902021Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur umsókn frá Þórarni Eldjárn og Elínu Gunnlaugsdóttur. Sótt er um styrk til að setja upp söngleikin ,,Björt í sumarhúsi" í grunnskólum á Ey-Þings svæðinu.
Fjölskylduráð þakkar erindið og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að afla frekari upplýsinga um tilhögun og skipulagningu sýningarinnar og leggja málið fyrir ráðið að nýju.

7.Tónsmiðjan - skapandi starf fyrir ungt fólk

Málsnúmer 201902005Vakta málsnúmer

Tónsmiðjan sendir inn erindi til Fjölskylduráðs Norðurþings með von um að það verði rætt um það með opnum huga um að skapa lifandi og skemmtilegt starf fyrir ungt fólk í Norðurþingi.
Erindinu frestað þar til vinnu við forvarnarstefnu Norðurþings er lokið.

8.Ósk um endurnýjun á samstarfsamningi.

Málsnúmer 201902022Vakta málsnúmer

Ungmennafélagið Austri óskar eftir viðræðum um endurnýjun á samstarfssamningi við félagið. Núverandi samningur rennur út í lok árs 2019.
Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að ganga frá drögum að samningi og leggja fyrir ráðið.

9.Ósk um stefnumótun Norðurþings í íþrótta- og æskulýðsmálum

Málsnúmer 201902007Vakta málsnúmer

Íþróttafélagið Völsungur óskar eftir því að sveitarfélagið myndi sér stefnu í íþrótta- og æskulýðsmálum.

Erindinu frestað og að það verði haft til hliðsjónar við vinnu að forvarnarstefnu Norðurþings. Horft er til þess að framkvæmdastjóri Völsungs verði boðaður á vinnufund ráðsins vegna forvarnarstefnu á 23. fundi fjölskylduráðs.

10.Sjávarútvegsskólinn 2019

Málsnúmer 201902023Vakta málsnúmer

Sjávarútvegsskólinn sem Háskólinn á Akureyri stendur fyrir leitar eftir samstarfi við Norðurþing árið 2019. Verkefni hefur verið unnið í samstarfi við vinnuskólana í hverju sveitarfélagið fyrir sig.
Markmið skólans er að kynna sjávarútveg fyrir nemendum og þá menntunarmöguleika sem í boði eru í sjávarútvegi og tengdum tækni- og iðngreinum í kringum sjávarútveg. Kennsla árið 2017 var í fjórar vikur á Akureyri, eina viku á Dalvík og eina viku á Húsaveík en í skólann voru þá skráðir 128 nemendur.

Skólinn leitar eftir samstarfi og styrkjum frá sveitarfélögum.
Fjölskylduráð þakkar fyrir frumkvæði Háskólans á Akureyri og lýsir vilja til áframhaldandi samstarfs með þeim hætti sem verið hefur á undanförnum árum. Ósk um fjárstyrk er hafnað.

11.Ungt fólk og lýðræði 2019

Málsnúmer 201902024Vakta málsnúmer

UMFÍ heldur ráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði 2019.
Yfirskrift ráðstefnunnar er ,,Betri ég! Hvernig get ég verið besta útgáfan af sjálfum mér? og verður hún haldin í Borgarnesi 10-12 apríl 2019".
Ráðstefnan er ætluð ungu fólki á aldrinum 16-25 ára og
gefst Norðurþingi tækifæri á að senda tvo aðila á ráðstefnuna.
Þátttökugjald er 15.000kr á mann.
Fjölskylduráð lýsir áhuga á að senda 2 fulltrúa á ráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði 2019 og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að leita eftir áhugasömum aðilum til þess að sækja ráðstefnuna.

12.Til umsagnar frá Velferðarnefnd 306. mál - frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra.

Málsnúmer 201902001Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umsagnar 306. mál frá Velferðarnefnd Alþingis
Lagt fram til kynningar.

13.Til umsagnar frá Velferðarnefnd Alþingis, 274. mál - tillaga til þingsályktunar um mótun stefnu sem eflir fólk af erlendum uppruna til þátttöku í íslensku samfélagi.

Málsnúmer 201902002Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umsagnar 274. mál frá Velferðarnefnd Alþingis.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:10.