Mærudagar 2019
Málsnúmer 201902012
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 22. fundur - 11.02.2019
Til umræðu eru Mærudagar 2019. Opin íbúafundur var haldinn um hátíðina mánudaginn 4.febrúar.
Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti minnisblað frá opnum íbúafundi sem haldinn var 4. febrúar sl. Ráðið lýsir ánægju með hvernig til tókst með framkvæmd Mærudaga 2018 og felur Íþrótta- og tómstundafulltrúa að ganga til viðræðna við Guðrúnu Huld Gunnarsdóttur um að taka verkefnið að sér aftur.
Byggðarráð Norðurþings - 289. fundur - 09.05.2019
Fyrir byggðarráði liggja samningsdrög við hátíðarhaldara vegna Mærudaga 2019. Skýra þarf aðkomu Norðurþings að hátíðinni og mun Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi koma á fundinn og fara yfir samningsdrögin og skipulag í kringum Mærudaga 2019.
Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi og Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir fjölmenningarfulltrúi sátu fundinn undir þessum lið.
Byggðarráð þakkar Kjartani Páli og Sigrúnu Björgu fyrir yfirferðina og vísar málinu til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði.
Byggðarráð þakkar Kjartani Páli og Sigrúnu Björgu fyrir yfirferðina og vísar málinu til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 31. fundur - 14.05.2019
Kjartan Páll tómstunda- og æskulýðsfulltrúi kynnir fyrirkomulag vegna Mærudaga 2019 og samning við hátíðarhaldara. Skýra þarf aðkomu Norðurþings að hátíðinni og skipulag.
Lagt fram til kynningar.
Fjölskylduráð - 47. fundur - 04.11.2019
Yfirferð á Mærudögum 2019. Skýrsla framkvæmdaraðila lögð fram til kynningar.
Fjölskylduráð þakkar fyrir skýrslu framkvæmdaaðila Mærudaga 2019. Ráðið lýsir yfir mikill ánægju með framkvæmd Mærudaga 2019 og þakkar Guðrúnu Huld, framkvæmdaaðila kærlega fyrir hennar störf.