Fjölskylduráð
Dagskrá
1.Samningamál Skotfélags Húsavíkur 2020
Málsnúmer 201909101Vakta málsnúmer
Til umfjöllunar eru samningamál við Skotfélag Húsavíkur en núverandi rekstrar og uppbyggingarsamningur rennur út í lok ársins 2019.
Fjölskylduráð þakkar fulltrúum Skotfélags Húsavíkur fyrir komuna. Ráðið felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að gera samningsdrög að nýjum rekstrar- og uppbyggingarsamningi við Skotfélagið og leggja fyrir ráðið fyrir lok árs 2019.
2.Markmið og viðmið í starfi frístundaheimila
Málsnúmer 201910164Vakta málsnúmer
Til kynningar eru ný markmið og viðmið um gæði starfs á frístundaheimilum hafa verið kynnt rekstraraðilum frístundaheimila á alls 14 fundum víðs vegar um landið, sem haldnir voru á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis, Menntavísindasviðs Háskóla Íslands og fræðsluyfirvalda sveitarfélaga.
Lagt fram.
3.Sundlaugin í Lundi 2020
Málsnúmer 201910161Vakta málsnúmer
Fyrir fjölskylduráði liggja drög að rekstarsamningi við núverandi rekstaraðila Sundlaugarinnar í Lundi fyrir árið sumarið 2020.
Samkvæmt fyrirliggjandi drögum verður opnunartímabil laugarinnar 08.06.2020 - 21.09.2020
Samkvæmt fyrirliggjandi drögum verður opnunartímabil laugarinnar 08.06.2020 - 21.09.2020
Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að ganga frá samningi við núverandi rekstaraðila fyrir sumarið 2020.
4.Íþróttamiðstöðin á Raufarhöfn - rekstur
Málsnúmer 201908055Vakta málsnúmer
Til umfjöllunar er rekstur íþróttamiðstöðvarinnar á Raufarhöfn.
Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að leita samninga við núverandi rekstraraðila íþróttamiðstöðvarinnar á Raufarhöfn.
5.Íbúalýðræðisverkefni sambandsins
Málsnúmer 201903011Vakta málsnúmer
Til kynningar er íbúalýðræðisverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga. Norðurþing er þátttakandi í verkefninu eins og hefur áður komið fram á 45.fundi Fjölskylduráðs.
Vinnufundur verkefnisins fór fram á Akureyri þann 25.október síðastliðinn.
Vinnufundur verkefnisins fór fram á Akureyri þann 25.október síðastliðinn.
Fjölskylduráð líst vel á fyrirliggjandi drög og samþykkir að unnið verði að málinu eftir fyrirliggjandi minnisblaði frá íþrótta- og tómstundafulltrúa.
6.Trúnaðarmál
Málsnúmer 201909109Vakta málsnúmer
Málið tekið fyrir og skráð í trúnaðarmálabók.
7.Umsókn í lista- og menningarsjóð 2019 - Jólatónleikar Tónsmiðjunnar
Málsnúmer 201910134Vakta málsnúmer
Tónsmiðjan sækir um 50.000 kr. styrk úr lista- og menningarsjóði Norðurþings til að halda tónleikana ,,Jólin þín og mín". Allur ágóði af tónleikunum rennur til Velferðarsjóðs Þingeyinga.
Fjölskylduráð þakkar fyrir umsóknina en synjar henni þar sem Tónasmiðjan hefur hlotið styrk úr sjóðnum fyrr á árinu.
Bylgja Steingrímsdóttir vék af fundi.
Bylgja Steingrímsdóttir vék af fundi.
8.Umsókn í lista- og menningarsjóð 2019 - Ljósmyndasýning með myndum úr Skjálfandaflóa
Málsnúmer 201910159Vakta málsnúmer
Christian ætlar að halda ljósmyndasýningu í safnahúsinu á Húsavík með myndum frá Skjálfandaflóa, sept-nóv/des 2020.
Hann sækir um styrk að upphæð 350.000kr til að vinna myndirnar, prenta þær og setja upp sýninguna.
Hann sækir um styrk að upphæð 350.000kr til að vinna myndirnar, prenta þær og setja upp sýninguna.
Fjölskylduráð þakkar fyrir umsóknina og samþykkir að veita Christian styrk að upphæð 60.000 kr.
9.Umsókn í lista- og menningarsjóð 2019 - Styrkur vegna listsköpunar og ferðakostnaðar
Málsnúmer 201910157Vakta málsnúmer
Listakonan Sunna Svavarsdóttir hefur fengið boð um þátttöku í hópsýningu "Jong Talent" í Artphy sýningarrými í Groningen, Hollandi.
Sunna sækir um styrk að upphæð 100.000 kr. fyrir ferðakostnaði til að setja upp verkið og taka þátt í sýningunni, en Sunna er búsett á Akureyri. Styrkurinn verður einnig nýttur í áframhaldandi listsköpun.
Sunna sækir um styrk að upphæð 100.000 kr. fyrir ferðakostnaði til að setja upp verkið og taka þátt í sýningunni, en Sunna er búsett á Akureyri. Styrkurinn verður einnig nýttur í áframhaldandi listsköpun.
Fjölskylduráð þakkar fyrir umsóknina en synjar henni.
10.Hans Klaufi veturinn 2019 á Húsavík
Málsnúmer 201910096Vakta málsnúmer
Leikhópurinn Lotta stefnir á að sýna Hans Klaufa á Húsavík í vetur.
Hópurinn óskar eftir að:
-Setja sýninguna upp í sal Borgarhólsskóla þann 31. janúar
-Sækja um 20.000 kr. styrk upp í ferðalög og gistingu
Hópurinn óskar eftir að:
-Setja sýninguna upp í sal Borgarhólsskóla þann 31. janúar
-Sækja um 20.000 kr. styrk upp í ferðalög og gistingu
Fjölskylduráð þakkar fyrir umsóknina en synjar henni þar sem Leikhópurinn hefur fengið styrk fyrr á árinu úr sama sjóði. Ráðið bendir Leikhópnum Lottu á að sækja um styrk úr sjóðnum á næsta ári.
11.Mærudagar 2019
Málsnúmer 201902012Vakta málsnúmer
Yfirferð á Mærudögum 2019. Skýrsla framkvæmdaraðila lögð fram til kynningar.
Fjölskylduráð þakkar fyrir skýrslu framkvæmdaaðila Mærudaga 2019. Ráðið lýsir yfir mikill ánægju með framkvæmd Mærudaga 2019 og þakkar Guðrúnu Huld, framkvæmdaaðila kærlega fyrir hennar störf.
12.Tillaga um undirbúning Mærudaga 2020
Málsnúmer 201910121Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð fjallar um undirbúning Mærudaga 2020.
Fjölskylduráð leggur til í ljósi þess að Mærudagar hafa verið haldnir á Húsavík í rétt um aldarfjórðung og þar sem allir hafa skoðun á hátíðinni, framkvæmd hennar og framtíð að notuð verði samráðsgáttin Betra Ísland til að kanna hug íbúa til framkvæmdar Mærudaga 2020. Sveitarfélagið Norðurþing gegnir mikilvægu hlutverki í framkvæmd hátíðarinnar en íbúar Húsavíkur gegna þó lykilhlutverki í framkvæmdinni svo það er vel við hæfi að íbúum verði boðið tækifæri á að taka þátt í þeirri vinnu sem framundan er við að marka stefnu um Mærudaga til framtíðar.
Ráðið felur fjölmenningarfulltrúa að útfæra spurningar og leggja fyrir ráðið.
Ráðið felur fjölmenningarfulltrúa að útfæra spurningar og leggja fyrir ráðið.
13.Frí leikskólabarna á Grænuvöllum um Jól og áramót.
Málsnúmer 201911004Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð fjallar um tilhögun um jólafrí leikskólabarna á Grænuvöllum.
Fjölskylduráð leggur til að foreldrum og forráðarmönnum verði veitt niðurfelling á leikskólagjöldum fyrir dagana 23., 27., og 30. desember ákveði þau að nýta ekki leikskólavist þá daga. Nánari útfærsla verður í höndum skólastjórnenda Grænuvalla og fræðslustjóra.
Ráðið lítur á það sem lið í að bæta starfsumhverfi leikskólans með því að gefa barnafjölskyldum sem og starfsmönnum og fjölskyldum þeirra tækifæri til aukinnar samveru yfir hátíðirnar.
Ráðið lítur á það sem lið í að bæta starfsumhverfi leikskólans með því að gefa barnafjölskyldum sem og starfsmönnum og fjölskyldum þeirra tækifæri til aukinnar samveru yfir hátíðirnar.
14.Beiðni um afhendingu á jafnréttisáætlun ásamt framkvæmdaáætlun.
Málsnúmer 201903082Vakta málsnúmer
Fyrir fjölskylduráði liggur jafnréttisáætlun Norðurþings 2019-2022 með ábendingum Jafnréttisstofu.
Jafnréttisstofa bendir á að í byrjun desember muni Jafnréttisstofa og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála vera með námskeið um gerð jafnréttisáætlana og kynjasamþættingu. Markhópurinn er sveitarstjórnarfólk, stjórnendur og sviðsstjórar sveitarfélaga.
Fyrir fjölskylduráði liggur að visa jafnréttisáætluninni til samþykktar í sveitarstjórn Norðurþings.
Jafnréttisstofa bendir á að í byrjun desember muni Jafnréttisstofa og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála vera með námskeið um gerð jafnréttisáætlana og kynjasamþættingu. Markhópurinn er sveitarstjórnarfólk, stjórnendur og sviðsstjórar sveitarfélaga.
Fyrir fjölskylduráði liggur að visa jafnréttisáætluninni til samþykktar í sveitarstjórn Norðurþings.
Málinu frestað um viku.
15.Umsókn um styrk, Félag eldri borgara í Öxarfjarðarhéraði.
Málsnúmer 201910110Vakta málsnúmer
Á 306. fundi byggðarráðs var tekin fyrir umsókn félags eldri borgara í Öxarfjarðarhéraði um styrk til félagsins. Á fundinum var bókað;
Byggðarráð samþykkir að veita félagi eldri borgara í Öxarfjarðarhéraði 150.000 króna styrk til starfsemi félagsins og óskar eftir að fjölskylduráð geri samning, til lengri tíma, við félagið.
Byggðarráð samþykkir að veita félagi eldri borgara í Öxarfjarðarhéraði 150.000 króna styrk til starfsemi félagsins og óskar eftir að fjölskylduráð geri samning, til lengri tíma, við félagið.
Málinu frestað um viku.
16.Umsókn um rekstrarstyrk fyrir árið 2020
Málsnúmer 201910128Vakta málsnúmer
Málinu frestað um viku.
17.Fötlunarráð 2018-2022
Fundi slitið - kl. 17:10.
Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir lið 1-5 og liðum 7 - 12.
Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir fjölmenningarfulltrúi sat fundinn undir lið 7-12.
Gylfi Sigurðsson f.h. Skotfélag Húsavíkur sat fundinn undir lið 1.
Kristinn Lúðvíksson f.h. Skotfélag Húsavíkur sat fundinn undir lið 1.
Kristinn Lúðvíksson forstöðumaður frístunda- og félagsmiðstöðva sat fundinn undir lið 2.
Mál nr. 6 fært í trúnaðarmálabók.