Fara í efni

Samningamál SH 2020

Málsnúmer 201909101

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 43. fundur - 30.09.2019

Fyrir fjölskylduráði liggur erindi frá Skotfélagi Húsavíkur varðandi samstarfs- og rekstarsamning. Núverandi samningur rennur út 31.12.2019
Fjölskylduráð felur Íþrótta- og tómstundafulltrúa að gera drög að samningi við Skotfélagið. Þegar samningsdrög liggja fyrir ráðinu verði fulltrúi Skotfélagsins boðaður á fund ráðsins til að kynna starfið.

Fjölskylduráð - 47. fundur - 04.11.2019

Til umfjöllunar eru samningamál við Skotfélag Húsavíkur en núverandi rekstrar og uppbyggingarsamningur rennur út í lok ársins 2019.
Fjölskylduráð þakkar fulltrúum Skotfélags Húsavíkur fyrir komuna. Ráðið felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að gera samningsdrög að nýjum rekstrar- og uppbyggingarsamningi við Skotfélagið og leggja fyrir ráðið fyrir lok árs 2019.

Fjölskylduráð - 51. fundur - 09.12.2019

Fyrir fjölskylduráði liggja samningsdrög á milli Norðurþings og Skotfélags Húsavíkur.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi við Skotfélagið á Húsavík og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að ganga frá samningi við félagið.

Byggðarráð Norðurþings - 313. fundur - 16.01.2020

Á 286. fundi byggðarráðs þann 4. apríl 2019 var samþykkt að styrkja Skotfélag Húsavíkur vegna uppbyggingar á nýju félagsaðstöðuhúsi um 10 milljónir króna sem greiddar yrðu á 5 árum.
Fyrir byggðarráði liggur nú beiðni Skotfélagsins um að fá greidd tvö ár eða fjórar milljónir af fyrrgreindum samningi á árinu 2020 til þess að koma félagsaðstöðunni í nothæft horf á árinu.
Þar sem einungis er gert ráð fyrir tveggja milljón króna greiðslu til Skotfélags Húsavíkur vegna samnings um uppbyggingu á félagsaðstöðu, í fjárhagsáætlun ársins 2020, getur byggðarráð því miður ekki orðið við erindinu.