Forvarnarstefna Norðurþings
Málsnúmer 201901125
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 21. fundur - 04.02.2019
Félagsmálanefnd hóf á síðasta kjörtímabili vinnu að forvarnarstefnu fyrir sveitarfélagið. Örlygur Hnefill óskar eftir að vinna nefndarinnar frá síðasta kjörtímabili tekin upp og henni lokið. Drög að forvarnarstefnu frá félagsmálanefnd lögð fram ásamt dæmum um verkefnis-og aðgerðaáætlun úr öðrum sveitarfélögum.
Fjölskylduráð ræddi drög að forvarnarstefnu fyrir sveitarfélagið Norðurþing. Stefnan verður tekin til umræðu á fundi ráðsins þann 11. febrúar þar sem ákveðið verður hvað fellur undir stefnuna. Ráðið felur sviðsstjórum að taka saman þau verkefni sem þegar eru í gangi hjá sveitarfélaginu og hafa forvarnargildi. Fjölskylduráð hyggst svo halda vinnufund þann 18. febrúar til að móta stefnuna og að í framhaldi verði henni vísað til sveitarstjórnar til samþykktar.
Fjölskylduráð - 22. fundur - 11.02.2019
Fyrir fjölskylduráði liggur áframhaldandi umræða um forvarnarstefnu Norðurþings
Rætt var um fyrirkomulag við gerð forvarnarstefnu Norðurþings og hverjir skyldu kallaðir að þeirri vinnu með sveitarfélaginu. 23. fundur ráðsins verður alfarið tekinn í vinnu við forvarnarstefnuna.
Fjölskylduráð - 23. fundur - 18.02.2019
23. fundur fjölskylduráðs verður helgaður vinnu við forvarnastefnu Norðurþings.
Fundur Fjölskylduráðs var helgaður vinnu að forvarnarstefnu Norðurþings þar sem ráðið ræddi hana. Til fundarins komu fulltrúar frá skólum, íþróttafélaginu Völsungi og lögreglu og er þeim þakkað fyrir komuna.
Stefnt er að drög að stefnunni liggi fyrir umræðu á fundi fjölskylduráðs þann 4. mars.
Stefnt er að drög að stefnunni liggi fyrir umræðu á fundi fjölskylduráðs þann 4. mars.
Fjölskylduráð - 24. fundur - 26.02.2019
Formaður fjölskylduráðs gerir grein fyrir stöðu vinnu við forvarnarstefnu.
Formaður fjölskylduráðs gerði grein fyrir stöðu vinnu við forvarnarstefnu. Ráðið felur sviðsstjórum fjölskyldusviðs að eiga samtal við Þekkingarnet Þingeyinga um ráðgjöf og áframhaldandi vinnslu stefnunar. Jafnframt var formanni falið að senda sveitarstjórn minnisblað sitt um stöðu málsins.
Fjölskylduráð - 28. fundur - 08.04.2019
Vinna við Forvarnarstefnu Norðurþings lögð fram til kynningar.
Fræðslufulltrúi fór yfir stöðu vinnu við forvarnarstefnu.
Fjölskylduráð - 32. fundur - 13.05.2019
Lögð eru fram til kynningar verktilboð Þekkingarnets Þingeyinga um verkefnisstjórn í stefnumótunarvinnu um forvarnarstefnu Norðurþings.
Fjölskylduráð ræddi tilboð frá Þekkingarneti Þingeyinga í gerð forvarnastefnu. Ráðið hefur unnið minnisblað um þau áhersluatriði sem það vill leggja áherslu á við gerð stefnunnar. Ráðið hefur á fundum sínum jafnframt rætt um að sett verði af stað heildstæð vinna við fjölskyldustefnu sveitarfélagsins og að forvarnastefna falli inn í þá vinnu. Fræðslufulltrúa er falið að kalla eftir að fulltrúar frá Þekkingarneti Þingeyinga komi á fund ráðsns í næstu viku. Ráðið frestar að taka afstöðu til tilboðsins.
Fjölskylduráð - 33. fundur - 20.05.2019
Starfsmaður Þekkingarnets Þingeyinga fer yfir verktilboð Þekkingarnets Þingeyinga um verkefnisstjórn í stefnumótunarvinnu um forvarnarstefnu Norðurþings.
Fjölskylduráð þakkar Grétu Bergrúnu fyrir komuna og umræðu um verktilboð frá Þekkingarneti Þingeyinga. Ráðið frestar afgreiðslu málsins og felur sviðstjórum fjölskyldusviðs að afla frekari gagna og taka málið fyrir að nýju á fundi ráðsins í byrjun júní.
Fjölskylduráð - 41. fundur - 09.09.2019
Forvarnarstefna Norðurþings er til umfjöllunar í fjölskylduráði.
Fjölskylduráð fjallaði um Forvarnarstefnu Norðurþings og felur sveitarstjóra og sviðstjórum fjölskyldusviðs að funda með Þekkinganeti Þingeyinga um verkstjórn og útfærslur um aðgerðaráætlun í forvörnum til næstu ára og leggja fyrir ráðið á næsta fundi þess.
Fjölskylduráð - 53. fundur - 13.01.2020
Forvarnarstefna Norðurþings liggur fyrir ráðið til umfjöllunar.
Fjölskylduráð þakkar Lilju B. Rögnvaldsdóttir fyrir kynninguna á þarfagreiningu vegna forvarnarstefnu sem unnin var af Þekkinganeti Þingeyinga.
Ráðið heldur áfram vinnu sinni við Forvarnarstefnu Norðurþings.
Ráðið heldur áfram vinnu sinni við Forvarnarstefnu Norðurþings.