Fjölskylduráð
Dagskrá
1.Efling skólastarfs
Málsnúmer 201903006Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar tillögur Tröppu þjónustu um eflingu skólastarfs á Raufarhöfn.
Fjölskylduráð fjallaði um tillögur um þjónstu til eflingar skólastarfs á Raufarhöfn sem Kristrún Lind Birgisdóttir frá Tröppu þjónustu kynnti. Tillögurnar verða einnig kynntar foreldrum barna í Grunnskóla Raufarhafnar og starfsfólki skólans í þessari viku.
2.Forvarnarstefna Norðurþings
Málsnúmer 201901125Vakta málsnúmer
Vinna við Forvarnarstefnu Norðurþings lögð fram til kynningar.
Fræðslufulltrúi fór yfir stöðu vinnu við forvarnarstefnu.
3.Útivistarsvæði við Reiðarárknjúk - deiliskipulagsvinna
Málsnúmer 201903012Vakta málsnúmer
Til kynningar er deiliskipulagslýsing vegna heilsársútivistarsvæðis við Reyðarárhnjúk. Lýsingin fer fyrir fund skipulags- og framkvæmdarnefndar þann 11.apríl 2019 og hefst þá formlegt ferli deiliskipulagsvinnu.
Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti vinnu starfshóps og skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir stöðu deiliskipulags svæðisins. Skipulags- og framkvæmdaráð mun taka málið fyrir á fundi sínum í vikunni og er stefnt að því að hefja formlegt skipulagsferli í kjölfarið.
4.Þarfagreining vegna uppbyggingar íþrótta- og tómstundaaðstöðu og stefnumótun í íþrótta- og tómstundamálum.
Málsnúmer 201902058Vakta málsnúmer
Fyrir fjölskylduráði liggja drög að vinnu við þarfagreiningu vegna uppbyggingar íþrótta- og tómstundaaðstöðu í Norðurþingi.
Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falið að taka upp samtal við HSÞ, og eftir atvikum aðra aðila, um aðkomu að vinnu við stöðumat í íþrótta- og tómstundamálum. Sú vinna verði höfð til grundvallar í vinnu við þarfagreiningu vegna uppbyggingar íþrótta- og tómstundaaðstöðu og stefnumótun í íþrótta- og tómstundamálum.
5.Aðgangstölur íþróttamiðstöðvarinnar á Raufarhöfn 2018
Málsnúmer 201904016Vakta málsnúmer
Til kynningar eru aðgangstölur úr íþróttamiðstöðinni á Raufarhöfn. Rekstaraðili er AG Briem ehf. og er ákvæði í samningi við Norðurþing að skila inn aðsóknartölum eftir hvert rekstarár.
Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti aðgangstölur úr íþróttamiðstöðinni á Raufarhöfn. Fjölskylduráð fagnar því fjölbreytta starfi sem rekið er í íþróttamiðstöðinni á Raufarhöfn.
6.Umsókn í lista og menningarsjóð 2019 vegna ferðar á norrænt barnakóramót í júní 2019
Málsnúmer 201903136Vakta málsnúmer
Stúlknakór Húsavíkur sækir um í Lista og menningarsjóð Norðurþings vegna fyrirhugaðar ferðar á norrænt kóramót í Finnlandi sumarið 2019.
Fjölskylduráð ákveður að styrkja Stúlknakór Húsavíkur um 60.000 kr. vegna fyrirhugaðrar ferðar á norrænt kóramót í Finnlandi sumarið 2019.
7.Umsókn í lista og menningarsjóð 2019 vegna vorfagnaðar Karlakórsins Hreims
Málsnúmer 201903135Vakta málsnúmer
Karlakórinn Hreimur sækir um 50.000 kr styrk í Lista og menningarsjóð vegna vorfagnaðar sem fram fer í Ýdölum þann 27.apríl næstkomandi.
Fjölskylduráð ákveður að styrkja Karlakórinn Hreim um 20.000 kr. vegna vorfagnaðar sem fram fer í Ýdölum þann 27. apríl næstkomandi. Karlakórinn Hreimur hafði þegar fengið 40.000 kr. styrk frá byggðarráði í formi auglýsingar vegna vorfagnaðarins.
8.Umsókn í lista og menningarsjóð 2019 vegna útgáfutónleika á Húsavík
Málsnúmer 201903134Vakta málsnúmer
Rafnar Orri Gunnarsson sækir um styrk í Lista- og menningarsjóð Norðurþings vegna fyrirhugaðra tónleika í samkomuhúsinu á Húsavík þann 10.maí 2019.
Um er að ræða útgáfutónleika vegna hljómplötu sem Rafnar Orri vinnur að.
Um er að ræða útgáfutónleika vegna hljómplötu sem Rafnar Orri vinnur að.
Fjölskylduráð ákveður að styrkja Rafnar Orra Gunnarsson um 60.000 kr. vegna fyrirhugaðra útgáfutónleika í samkomuhúsinu á Húsavík þann 10. maí 2019.
Fundi slitið - kl. 15:00.
Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir lið 1 - 8.
Hróðný Lund félagsmálastjóri sat fundinn undir lið 2.
Magnús Matthíasson skólastjóri Grunnskóla Raufarhafnar sat fundinn undir lið 1.
Nanna Steina Höskuldsdóttir formaður foreldraráðs Grunnskóla Raufarhafnar sat fundinn undir lið 1.
Gaukur Hjartarson skipulags- og byggingarfulltrúi sat fundinn undir lið 3.