Efling skólastarfs
Málsnúmer 201903006
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 28. fundur - 08.04.2019
Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar tillögur Tröppu þjónustu um eflingu skólastarfs á Raufarhöfn.
Fjölskylduráð fjallaði um tillögur um þjónstu til eflingar skólastarfs á Raufarhöfn sem Kristrún Lind Birgisdóttir frá Tröppu þjónustu kynnti. Tillögurnar verða einnig kynntar foreldrum barna í Grunnskóla Raufarhafnar og starfsfólki skólans í þessari viku.
Fjölskylduráð - 30. fundur - 29.04.2019
Fjölskylduráð heldur áfram umfjöllun sinni um málið. Fræðslufulltrúi gerir grein fyrir kynningarfundi hans og starfsmanns Tröppu um eflingu skólastarfs á Raufarhöfn með starfsfólki og foreldrum nemenda við Grunnskóla Raufarhafnar og Leikskólann Krílabæ. Fundurinn var haldinn í Grunnskóla Raufarhafnar fimmtudaginn 11. apríl sl.
Magnús Matthíasson skólastjóri á Raufarhöfn kynnti í gegnum síma, niðurstöður fundarins. Fjölskylduráð felur fræðslufulltrúa að auglýsa stöðu skólastjóra Grunnskólans á Raufarhöfn.