Fara í efni

Fjölskylduráð

53. fundur 13. janúar 2020 kl. 13:00 - 16:25 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Benóný Valur Jakobsson aðalmaður
  • Ásta Hermannsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Berglind Hauks varaformaður
  • Eiður Pétursson aðalmaður
  • Heiðbjört Þóra Ólafsdóttir formaður
  • Lilja Skarphéðinsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Jón Höskuldsson Fræðslu- og menningarfulltrúi
  • Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
  • Hróðný Lund félagsmálafulltrúi
  • Röðull Reyr Kárason Ritari
Fundargerð ritaði: Röðull Reyr Kárason Þjónustufulltrúi
Dagskrá
Hróðný Lund Félagsmálastjóri sat fundinn undir lið 1-6.
Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir lið 1, 7-9 og 13.
Jón Höskuldsson fræðslustjóri sat fundinn undir lið 1 og 10-13.

Lilja B. Rögnvaldsdóttir verkefnastjóri hjá Þekkinganeti Þingeyinga sat fundinn undir lið 1.

Benóný Valur Jakobsson vék af fundi kl. 16:00.

1.Forvarnarstefna Norðurþings

Málsnúmer 201901125Vakta málsnúmer

Forvarnarstefna Norðurþings liggur fyrir ráðið til umfjöllunar.
Fjölskylduráð þakkar Lilju B. Rögnvaldsdóttir fyrir kynninguna á þarfagreiningu vegna forvarnarstefnu sem unnin var af Þekkinganeti Þingeyinga.

Ráðið heldur áfram vinnu sinni við Forvarnarstefnu Norðurþings.

2.Styrkbeiðni vegna reksturs Aflsins 2020

Málsnúmer 201912069Vakta málsnúmer

Styrkbeiðni til Aflsins.
Fjölskylduráð þakkar Aflinu fyrir styrktarbeiðnina og vísar henni til byggðarráðs þar sem fjárhagsáætlun fjölskyldusviðs gerir ekki ráð fyrir styrkveitingum af þessu tagi.

3.Reglur Barnaverndarnefndar Þingeyinga um veitingu fjárstyrks til greiðslu lögmannskostnaðar

Málsnúmer 202001031Vakta málsnúmer

Reglur Barnaverndar Þingeyinga um veitingu fjárstyrks til greiðslu lögmannskostnaðar lagðar fram til samþykktar.
Félagsmálastjóri kynnti viðkomandi reglur fyrir fjölskylduráði. Ráðið samþykkir þessar reglur og vísar þeim til samþykktar í Sveitarstjórn Norðurþings.

4.Framkvæmdaáætlun í barnavernd

Málsnúmer 202001036Vakta málsnúmer

Starfsáætlun barnaverndar og framkvæmdaáætlun í barnavernd kjörtímabilið 2018-2021 lögð fram til kynningar.
Félagsmálastjóri lagði fram til kynningar starfsáætlun barnaverndar og framkvæmdaáætlun í barnavernd. Ráðið stefnir á að aðgerðaráætlun í barnavernd liggi fyrir í lok mars 2020.

5.Sálfræðiþjónusta í Norðurþingi

Málsnúmer 202001049Vakta málsnúmer

Reglur um Sálfræðiþjónustu í Norðurþingi lagðar fram til samþykktar.
Fjölskylduráð samþykkir eftirfarandi reglur um sálfræðiþjónustu í Norðurþingi og vísar þeim til staðfestingar í sveitarstjórn.

6.Samningur um félagsþjónustu

Málsnúmer 202001019Vakta málsnúmer

Samningur um félagsþjónustu lagður fram til samþykktar.
Félagsmálastjóri kynnti samning um félagsþjónustu eins og hann liggur fyrir.
Ráðið samþykkir fyrir sitt leyti viðkomandi samning og vísar honum til samþykktar í sveitarstjórn með fyrirvara um að endanlega útgáfa samningsins liggi fyrir sveitarstjórn.

7.Skíðasvæði í Reyðarárhnjúk - rekstur 2020

Málsnúmer 202001008Vakta málsnúmer

Umfjöllun um rekstur skíðasvæðis við Reyðarárhnjúk veturinn 2020.
Fjölskylduráð samþykkti eftirfarandi gjaldskrá fyrir skíðasvæðið við Reyðarárhnjúk. Gildir einnig fyrir skíðagöngusvæðið.

Stakur dagur:

Fullorðnir: 1000 kr.
Börn undir grunnskólaaldri: frítt
Börn 6 ára - 17 ára: 500 kr.
Eldri borgarar: 500 kr.
Öryrkjar: 500 kr.

Árskort fyrir árið 2020:

Fullorðnir: 10.000 kr.
Börn 6 - 17 ára: 5.000 kr.
Eldri borgarar: 5.000 kr.
Öryrkjar: 5.000 kr.

Stakan dag verður hægt að greiða í lyftuskúr við Reyðarárhnjúk.
Árskort eru seld í afgreiðslu Sundlaugar Húsavíkur.

Ráðið vísar gjaldskránni til staðfestingar í sveitarstjórn.

Gjaldskrá tekur gildi 1.febrúar með fyrirvara um samþykki í sveitarstjórn.

8.Samningamál Völsungs 2020

Málsnúmer 201909096Vakta málsnúmer

Samningur Völsungs og Norðurþings lagður fram til samþykktar.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi samning á milli Norðurþings og Völsungs. Ráðið vísar samningnum til umfjöllunar í byggðarráði og í skipulags- og framkvæmdaráði.

9.Gullkistan - sjálfsefling fyrir stúlkur

Málsnúmer 202001070Vakta málsnúmer

Huld Hafliðadóttir fyrir hönd Spirit North hyggst halda námskeiðið ,,Gullkistan - sjálfsefling fyrir stúlkur".

Óskað er eftir að námskeiðið verði styrkhæft fyrir frístundastyrk Norðurþings 2020.
Fjölskylduráð samþykkir að námskeiðið ,,Gullkistan" verði styrkhæft fyrir frístundastyrk Norðurþings þó það nái ekki viðmiðum um lágmarkslengd sem eru 8 vikur. Ráðið telur mikla þörf á námskeiði af þessu tagi og samþykkir undanþágu frá reglum um frístundastyrk að þessu sinni.


10.Skólastefna Norðurþings - Endurskoðun

Málsnúmer 201912124Vakta málsnúmer

Lagt er til að skólastefna Norðurþings frá 2012 verði tekin til endurskoðunar samkvæmt leiðbeiningum Sambands íslenskra sveitarfélaga um mótun skólastefnu í sveitarfélögum.
Fjölskylduráð, ásamt fræðslustjóra, telur þörf á því að endurskoða skólastefnu Norðurþings frá árinu 2012. Ráðið felur fræðslustjóra að afla upplýsinga um leiðir til framkvæmdar á vinnu við endurskoðun stefnunar.

11.Skólastarf austan Húsavíkur

Málsnúmer 202001071Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar skólastarf austan Húsavíkur.
Fræðslustjóri upplýsti fjölskylduráð um stöðu mála um skólastarf austan Húsavíkur.

12.Rekstur mötuneyta leik- og grunnskóla á Húsavík

Málsnúmer 202001072Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar rekstur mötuneyta í leik- og grunnskólum á Húsavík.
Fjölskylduráð fjallaði um rekstur mötuneyta í leik- og grunnskóla á Húsavík. Ráðið felur fræðslufulltrúa að kanna leiðir til þess að hagræða í viðkomandi rekstri.

13.Afnot af Sundlaug Húsavíkur

Málsnúmer 202001073Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar erindi skólastjóra Borgarhólsskóla vegna afnota af Sundlaug Húsavíkur.
Fjölskylduráð fjallaði um erindi frá skólastjóra Borgarhólsskóla um að sundkennsla hefjist kl. 08:30 frá og með næsta skólaári. Ráðið samþykkir erindi skólastjóra.

Fundi slitið - kl. 16:25.