Skólastarf austan Húsavíkur
Málsnúmer 202001071
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 53. fundur - 13.01.2020
Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar skólastarf austan Húsavíkur.
Fræðslustjóri upplýsti fjölskylduráð um stöðu mála um skólastarf austan Húsavíkur.
Fjölskylduráð - 54. fundur - 27.01.2020
Fjölskylduráð heldur áfram umfjöllun sinni um skólastarf austan Húsavíkur.
Fjölskylduráð hélt áfram umfjöllun sinni um skólastarf austan Húsavíkur.
Fjölskylduráð - 56. fundur - 24.02.2020
Fjölskylduráð fjallaði um málið á 55. fundi þess og heldur áfram umfjöllun sinni um málið.
Fjölskylduráð fjallaði um skólastarf austan Húsavíkur.
Ráðið samþykkir að boða til fundar með foreldrum barna í Grunnskóla Raufarhafnar og Öxarfjarðarskóla um aukið samstarf á milli skólanna tveggja.
Ráðið felur fræðslustjóra og formanni fjölskylduráðs að ákveða fundartíma og boða til fundar.
Ráðið samþykkir að boða til fundar með foreldrum barna í Grunnskóla Raufarhafnar og Öxarfjarðarskóla um aukið samstarf á milli skólanna tveggja.
Ráðið felur fræðslustjóra og formanni fjölskylduráðs að ákveða fundartíma og boða til fundar.
Fjölskylduráð - 59. fundur - 30.03.2020
Fjölskylduráð fjallar um foreldrafundi sem ráðið átti með foreldrum nemenda í Grunnskóla Raufarhafnar annars vegar og foreldrum nemenda í Öxarfjarðarskóla hins vegar.
Fjölskylduráð fór yfir fundargerð foreldrafundanna. Fundirnir voru gagnlegir og upplýsandi fyrir báða aðila. Ráðið þakkar foreldrum fyrir góða mætingu á fundina og góðar samræður.
Fjölskylduráð - 63. fundur - 11.05.2020
Fjölskylduráð heldur áfram umfjöllun sinni um málið.
Skólastarf austan Húsavíkur hefur verið til umræðu í fjölskylduráði á undanförnum fundum. Ekki hvað síst hefur verið horft til þess hvernig koma megi enn betur til móts við þarfir barna á Raufarhöfn og nágrenni í ljósi þeirrar fækkunar nemenda sem þar hefur orðið. Fjölskylduráð leggur áfram ríka áherslu á mikilvægi samstarfs Öxarfjarðarskóla og Grunnskóla Raufarhafnar með það að markmiði að öll börn njóti sem mestrar fjölbreytni í skólastarfi og félagsskapar við önnur börn á svæðinu. Unnið skal áfram að eflingu samstarfsins en að öðru leyti verði skólastarf austan Húsavíkur með svipuðu sniði og verið hefur á yfirstandandi skólaári. Fjölskylduráð óskar þess að næsta skólaár verði nýtt til undirbúnings þess að stjórn skólanna beggja verði á hendi eins skólastjóra frá og með skólaárinu 2021-2022. Vinna við útfærslu verði þróuð með áframhaldandi samstarfi fjölskylduráðs, fræðslufulltrúa og skólastjórnenda beggja skólanna.