Fara í efni

Fjölskylduráð

59. fundur 30. mars 2020 kl. 13:00 - 16:15 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Benóný Valur Jakobsson aðalmaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Ásta Hermannsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Berglind Hauks varaformaður
  • Eiður Pétursson aðalmaður
  • Heiðbjört Þóra Ólafsdóttir formaður
Starfsmenn
  • Jón Höskuldsson Fræðslu- og menningarfulltrúi
  • Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
  • Hróðný Lund félagsmálafulltrúi
Fundargerð ritaði: Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
Dagskrá
Hróðný Lund félagsmálastjóri sat fundinn undir lið 13-16.
Jón Höskuldsson fræðslustjóri sat fundinn undir lið 12.
Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir lið 9-11.
Sigrún Björg Aðalgerisdóttir fjölmenningarfulltrúi sat fundinn undir lið 1-8.

Benóný Valur vék af fundi kl. 15.55.

1.17. júní hátíðarhöld á Húsavík og afmælishátíð Húsavíkur

Málsnúmer 202003072Vakta málsnúmer

Fjölmenningarfulltrúi óskar eftir umræðu um 17. júní hátíðarhöld á Húsavík og afmælishátíð Húsavíkur.
Fjölskylduráð samþykkir að skipa starfshóp til að vinna að málinu áfram.
Ásamt fjölmenningarfulltrúa munu Bylgja Steingrímsdóttir og Heiðbjört Ólafsdóttir skipa starfshópinn.

2.Mærudagar 2020

Málsnúmer 202003069Vakta málsnúmer

Samningur við framkvæmdaraðila Mærudaga 2020 lagður fram til kynningar
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög og felur fjölmenningarfulltrúa að ganga frá samningnum við umsjónarmann Mærudaga 2020.

3.Lista- og menningarsjóður Norðurþings 2020

Málsnúmer 202003020Vakta málsnúmer

Yfirferð á reglum lista- og menningarsjóðs með tilliti til umsókna sem þegar hafa borist til sjóðsins á árinu. Ekki er hægt að greiða út styrki úr lista- og menningarsjóði nema umsóknininni fylgi öll þau gögn sem óskað er eftir í reglunum.
Fjölskylduráð ítrekar að umsækjendur kynni sér reglur sjóðsins vel og skili viðeigandi fylgigögnum sem um er beðið.
Reglur sjóðsins má finna á vef Norðurþings.

4.Lista- og menningarsjóður Norðurþings 2020

Málsnúmer 202003020Vakta málsnúmer

Fjölmenningarfulltrúi óskar eftir að Fjölskylduráð greiði 500.000 kr. inn á Lista- og menningarsjóð Norðurþings í samræmi við samþykkta fjárhagsáætlun Fjölskylduráðs vegna ársins 2020.
Samþykkt.

5.Umsókn í lista- og menningarsjóð 2020

Málsnúmer 202003068Vakta málsnúmer

Einar Emil Einarsson sækir um styrk að upphæð 200.000 kr. í lista- og menningarsjóð Norðurþings vegna smíði á lyklakippum og hálsmenum úr rjúpnalöppum. Hugmyndin er svo að selja munina í galleríum og handverkshúsum.
Umsókninni er hafnað.

6.Umsókn í lista- og menningarsjóð 2020

Málsnúmer 202003067Vakta málsnúmer

Ólína Margrét Sigurjónsdóttir sækir um styrk að upphæð 250.000 kr. í lista- og menningarsjóð Norðurþings vegna sýningar sem hún ætlar að halda á handverki sem hún vinnur; tréútskurður, 5d myndir, keramik o.fl.
Fjölskylduráð felur fjölmenningarfulltrúa að kalla eftir frekari gögnum frá umsækjanda.
Afgreiðslu málsins er frestað.

7.Listamaður Norðurþings

Málsnúmer 201909054Vakta málsnúmer

Fjölmenningarfulltrúi óskar eftir umræðu um útnefningu Listamanns Norðurþings sem hluta af hátíðardagskrá 17. júní á Húsavík.
Búið er auglýsa eftir tillögum um listamann Norðurþings og verður auglýst aftur um miðjan apríl. Hægt er að senda inn umsóknir og tilnefningar til 1.maí 2020.
Fjölskylduráð mun fara yfir umsóknir/tilnefningar og koma með tillögu að listamanni Norðurþings til sveitarstjórnar.
Stefnt er að formlegri útnefningu listamanns Norðurþings við hátíðlega athöfn þann 17.júní næstkomandi.

8.Hjálmar Bogi Hafliðason leggur til að haldin verði fjölmenningarhátíð á Húsavík á vordögum 2020

Málsnúmer 201909052Vakta málsnúmer

Fjölmenningarfulltrúi óskar eftir umræðu um Fjölmenningarhátíð í Norðurþingi á vordögum 2020
Í ljósi aðstæðna sér fjölskylduráð Norðurþings ekki annað fært en að fella niður fjölmenningarhátið sem fyrirhuguð var nú á vordögum.
Málið verður tekið til endurskoðunar í haust.

9.Lýðheilsusjóður 2020

Málsnúmer 201910012Vakta málsnúmer

Norðurþing sótti um í Lýðheilsussjóð til verkefnisins ,,Heilsueflandi Norðurþing".
Norðurþing hlaut 300 þúsund úthlutað.
Taka þarf ákvörðun um ráðstöfun styrksins.
Málinu er frestað til næsta fundar.

10.Frístundarstyrkir Norðurþings 2020

Málsnúmer 202001016Vakta málsnúmer

Til kynningar er nýting á Frístundastyrkjum í Norðurþingi árið 2019.
Íþrótta og tómstundafulltrúi kynnti nýtingu styrkja á árinu 2019.
Um 48% nýting var á frístundastyrk eða 256 börn og ungmenni sem fengu styrk. Upphæð styrks var 10 þúsund krónur á mann og voru því greiddir út styrkir fyrir rúmlega 2.5 milljón króna.

Fjölskylduráð hvetur fjölskyldur í Norðurþingi til að nýta þann styrk sem í boði er hvað varðar tómstundir barna og ungmenna.

11.Frístund á Húsavík 2019-2020

Málsnúmer 201909025Vakta málsnúmer

Til kynningar eru drög að spurningakönnun varðandi frístund á Húsavík.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi drög og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að leggja könnunina fyrir foreldra barna í frístund.

12.Skólastarf austan Húsavíkur

Málsnúmer 202001071Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð fjallar um foreldrafundi sem ráðið átti með foreldrum nemenda í Grunnskóla Raufarhafnar annars vegar og foreldrum nemenda í Öxarfjarðarskóla hins vegar.
Fjölskylduráð fór yfir fundargerð foreldrafundanna. Fundirnir voru gagnlegir og upplýsandi fyrir báða aðila. Ráðið þakkar foreldrum fyrir góða mætingu á fundina og góðar samræður.

13.Careon 2020

Málsnúmer 202003027Vakta málsnúmer

Norðuþing er með samning við Curron ehf um notkun á CareOn Heimaþjónustukerfi. Kerfið hefur verið í notkun síðan 2017. Nú hefur norðurþing tekið upp vinnustund viðverukerfi og breytt verklagi. því er mikilvægt að taka upplýsta afstöðu hvort halda eigi áfram með CareOn kerfið.
Fjölskylduráð felur félagsmálastjóra að segja upp núgildandi samningi við Curron þar sem að kerfið er ekki að nýtast sem skildi.

14.Velferðanefnd Alþingis: Til umsagnar frumvarp til laga um félagslegan viðbótarstuðning við aldraða, 666. mál.

Málsnúmer 202003083Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð er með frumvarp til umsagnar frá Velferðanefnd Alþingis um félagslegan viðbótarstuðning við aldraða, 666. mál.
Lagt fram til kynningar.

15.Framlag Félags eldriborgara á Húsavík og nágrenni vegna covid-19

Málsnúmer 202003105Vakta málsnúmer

Lagt er fram til kynningar bréf frá Félagi eldri borgara á Húsavík og nágrennis þar sem fram kemur að stjórn félagsins vill gefa eftir 1500 þús. framlag Norðurþings til félagsins vegna þeirrar stöðu sem uppi er vegna covid faraldursins. Óskar stjórn þess að forráðamenn Norðurþings verji þeirri fjárhæð sem greiða átti til félagsins til góðra verka, þó helst til að bæta félagsstarf barna í sveitarfélaginu sem upplifað hafa erfiða tíma vegna stöðunnar sem uppi er.
Fjölskylduráð þakkar félagi eldri borgara kærlega fyrir velvilja í garð sveitarfélagsins. Ráðið mun sjá til þess að fjármunirnir verði nýttir í þágu barna og ungmenna í sveitarfélaginu. Málið verður tekið fyrir á næsta fundi ráðsins.

16.Ársreikningur 2019 - Félag eldri borgara á Húsavík og nágrenni

Málsnúmer 202003107Vakta málsnúmer

Lagður er fram til kynningar ársreikningur Félags eldri borgara á Húsavík og nágrenni fyrir árið 2019.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:15.