Rekstur mötuneyta leik- og grunnskóla á Húsavík
Málsnúmer 202001072
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 53. fundur - 13.01.2020
Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar rekstur mötuneyta í leik- og grunnskólum á Húsavík.
Fjölskylduráð fjallaði um rekstur mötuneyta í leik- og grunnskóla á Húsavík. Ráðið felur fræðslufulltrúa að kanna leiðir til þess að hagræða í viðkomandi rekstri.
Fjölskylduráð - 54. fundur - 27.01.2020
Fjölskylduráð heldur áfram umfjöllun sinni um rekstur mötuneyta í leik- og grunnskólum á Húsavík.
Fjölskylduráð hélt áfram að fjalla um rekstur mötuneyta í leik- og grunnskóla á Húsavík. Ráðið fól á 53.fundi ráðsins fræðslufulltrúa að kanna leiðir til þess að hagræða í viðkomandi rekstri.
Fræðslustjóri gerði grein fyrir stöðu málsins og honum falið að leita ráðgjafar.
Fræðslustjóri gerði grein fyrir stöðu málsins og honum falið að leita ráðgjafar.
Fjölskylduráð - 58. fundur - 09.03.2020
Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar ráðgjöf Matartímans varðandi rekstur skólamötuneyta á Húsavík. Ráðið fjallaði um málið á 54.fundi sínum.
Fræðslufulltrúi kynnti fyrir ráðinu minnisblað frá Matartímanum ehf. varðandi rekstur skólamötuneyta á Húsavík. Ráðið felur fræðslufulltrúa að vinna málið áfram í samráði við Matartímann og skólastjórnendur.
Fjölskylduráð - 62. fundur - 04.05.2020
Fjölskylduráð fjallar um ráðgjöf Matartímans varðandi mötuneyti Grænuvalla og Borgarhólsskóla.
Fjölskylduráð samþykkir að sameina skólamötuneyti Grænuvalla og Borgarhólsskóla á grundvelli ráðgjafar Matartímans. Á Húsavík verði rekið eitt mötuneyti fyrir báða skóla þar sem öll eldamennska fer fram í skólaeldhúsi Borgarhólsskóla. Fræðslufulltrúa og skólastjórnendum Grænuvalla og Borgarhólsskóla er falin nánari útfærsla.