Fara í efni

Gullkistan - sjálfsefling fyrir stúlkur

Málsnúmer 202001070

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 53. fundur - 13.01.2020

Huld Hafliðadóttir fyrir hönd Spirit North hyggst halda námskeiðið ,,Gullkistan - sjálfsefling fyrir stúlkur".

Óskað er eftir að námskeiðið verði styrkhæft fyrir frístundastyrk Norðurþings 2020.
Fjölskylduráð samþykkir að námskeiðið ,,Gullkistan" verði styrkhæft fyrir frístundastyrk Norðurþings þó það nái ekki viðmiðum um lágmarkslengd sem eru 8 vikur. Ráðið telur mikla þörf á námskeiði af þessu tagi og samþykkir undanþágu frá reglum um frístundastyrk að þessu sinni.


Fjölskylduráð - 54. fundur - 27.01.2020

Huld Hafliðadóttir mætti fyrir fund Fjölskylduráðs með nánari kynningu á námskeiðinu ,,Gullkistan - sjálfsefling fyrir stúlkur" sem var til umfjöllunar á 53.fundi fjölskylduráðs.
Fjölskylduráð þakkar Huld Hafliðadóttir fyrir kynninguna á námskeiðinu "Gullkistan - sjálfsefling fyrir stúlkur" sem mun hefjast 6.febrúar.
Ráðið áætlar að fá Huld til fundar við sig eftir að námskeiðinu er lokið og fara yfir hvernig til tókst. Ráðið telur námskeið af þessu tagi mikilvægt í nútíma samfélagi.