Samningamál Völsungs 2020
Málsnúmer 201909096
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 43. fundur - 30.09.2019
Fyrir fjölskylduráði liggur erindi frá Íþróttafélaginu Völsungi varðandi samstarfs- og rekstarsamning. Núverandi samningur rennur út 31.12.2019
Fjölskylduráð þakkar samningsnefnd Völsungs fyrir komuna og umræðuna um samningsmál milli Norðurþings og Völsungs. Unnið verður í samningsmálum samhliða fjárhagsáætlun Norðurþings 2020.
Fjölskylduráð - 51. fundur - 09.12.2019
Fyrir fjölskylduráð liggur drög að samstarfssamningi við Völsung en núverandi samningur rennur út um áramótin.
Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að vinna viðauka við núverandi samning og að leggja fyrir ráðið á nýju ári.
Fjölskylduráð - 52. fundur - 06.01.2020
Til umfjöllunar er viðauki við samning Völsungs og Norðurþings.
Fjölskylduráð fjallaði um drög að viðauka á samningi milli Völsungs og Norðurþings. Ráðið mun fjalla um málið að nýju á næsta fundi ráðsins.
Fjölskylduráð - 53. fundur - 13.01.2020
Samningur Völsungs og Norðurþings lagður fram til samþykktar.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi samning á milli Norðurþings og Völsungs. Ráðið vísar samningnum til umfjöllunar í byggðarráði og í skipulags- og framkvæmdaráði.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 65. fundur - 28.04.2020
Fjármálastjóri Norðurþings vísar málinu til umræðu í skipulags- og framkvæmdaráði.
Á 61. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var mál nr. 201409109 Sundlaug Húsavíkur og þar var samþykkt að framkvæma það sem þarf til að komast til móts við þarfir Völsungs sem kveðið er á um í samningi við félagið.
Byggðarráð Norðurþings - 325. fundur - 30.04.2020
Á 53. fundi fjölskylduráðs voru tekin fyrir samningamál Völsungs 2020, á fundinum var bókað;
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi samning á milli Norðurþings og Völsungs. Ráðið vísar samningnum til umfjöllunar í byggðarráði og í skipulags- og framkvæmdaráði.
Jafnframt liggur fyrir byggðarráði að skoða hvort taka eigi upp afreksgreiðslur til félagsins.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi samning á milli Norðurþings og Völsungs. Ráðið vísar samningnum til umfjöllunar í byggðarráði og í skipulags- og framkvæmdaráði.
Jafnframt liggur fyrir byggðarráði að skoða hvort taka eigi upp afreksgreiðslur til félagsins.
Áður en byggðarráð tekur afstöðu til afreksgreiðslna til félagsins felur ráðið sveitarstjóra að boða fulltrúa Völsungs á fund byggðarráðs til samtals um starfsemi félagsins og rekstur þess á árinu 2020.