Fara í efni

Ungt fólk og lýðræði 2019

Málsnúmer 201902024

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 22. fundur - 11.02.2019

UMFÍ heldur ráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði 2019.
Yfirskrift ráðstefnunnar er ,,Betri ég! Hvernig get ég verið besta útgáfan af sjálfum mér? og verður hún haldin í Borgarnesi 10-12 apríl 2019".
Ráðstefnan er ætluð ungu fólki á aldrinum 16-25 ára og
gefst Norðurþingi tækifæri á að senda tvo aðila á ráðstefnuna.
Þátttökugjald er 15.000kr á mann.
Fjölskylduráð lýsir áhuga á að senda 2 fulltrúa á ráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði 2019 og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að leita eftir áhugasömum aðilum til þess að sækja ráðstefnuna.