Tillaga að uppbyggingu félagsmiðstöðvar og ungmennahúss á Húsavík
Málsnúmer 201902055
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Norðurþings - 89. fundur - 19.02.2019
Fulltrúar B - lista og E - lista gera eftirfarandi tillögu;
Lagt er til að sveitarfélagið Norðurþing hefji nú þegar undirbúning að uppbyggingu félagsmiðstöðvar og ungmennahúss á Húsavík.
Lagt er til að framkvæmdasvið í samvinnu við fræðslusvið geri úttekt á mögulegum leiðum til að byggja upp félagsmiðstöð og ungmennahús á Húsavík. Kannaðir verði mögulegir húsakostir (notað eða nýtt) og með hvaða hætti starfsemi hússins yrði. Ákaflega mikilvægt er að unnið verði með væntanlegum notendum þjónustunnar og mat lagt á þarfir unga fólksins okkar. Samhliða þessari vinnu verði unnin kostnaðar og rekstraáætlun í samvinnu við fjármálasvið sveitarfélagsins. Fyrstu niðurstöður skulu kynntar sveitarstjórnarfulltrúum í eigi síðar en á fundi sveitarstjónar í apríl nk.
Bergur Elías Ágústsson
Hjálmar Bogi Hafliðason
Hrund Ásgeirsdóttir
Hafrún Olgeirsdóttir
Lagt er til að sveitarfélagið Norðurþing hefji nú þegar undirbúning að uppbyggingu félagsmiðstöðvar og ungmennahúss á Húsavík.
Lagt er til að framkvæmdasvið í samvinnu við fræðslusvið geri úttekt á mögulegum leiðum til að byggja upp félagsmiðstöð og ungmennahús á Húsavík. Kannaðir verði mögulegir húsakostir (notað eða nýtt) og með hvaða hætti starfsemi hússins yrði. Ákaflega mikilvægt er að unnið verði með væntanlegum notendum þjónustunnar og mat lagt á þarfir unga fólksins okkar. Samhliða þessari vinnu verði unnin kostnaðar og rekstraáætlun í samvinnu við fjármálasvið sveitarfélagsins. Fyrstu niðurstöður skulu kynntar sveitarstjórnarfulltrúum í eigi síðar en á fundi sveitarstjónar í apríl nk.
Bergur Elías Ágústsson
Hjálmar Bogi Hafliðason
Hrund Ásgeirsdóttir
Hafrún Olgeirsdóttir
Sveitarstjórn Norðurþings - 91. fundur - 16.04.2019
Fulltrúi B-lista, Hjálmar Bogi Hafliðason óskaði eftir að mál 201902055; tillaga að uppbyggingu félagsmiðstöðvar og ungmennahúss á Húsavík, yrði tekin til umræðu í sveitarstjórn.
Til máls tóku;
Hjálmar Bogi, Örlygur Hnefill og Kristján Þór.
Tillaga frá B og E lista:
Lagt var til að sveitarfélagið Norðurþing hefji nú þegar undirbúning að uppbyggingu félagsmiðstöðvar og ungmennahúss á Húsavík á fundi sveitarstjórnar í febrúar síðastliðnum. Var tillagan samþykkt samhljóða.
Greinargerð:
Lagt var til að framkvæmdasvið í samvinnu við fræðslusvið gerði úttekt á mögulegum leiðum til að byggja upp félagsmiðstöð og ungmennahús á Húsavík. Kanna átti mögulega húsakostir (notað eða nýtt) og með hvaða hætti starfsemi hússins yrði. Ákaflega mikilvægt er að unnið verði með væntanlegum notendum þjónustunnar og mat lagt á þarfir unga fólksins okkar. Samhliða þessari vinnu átti að vinna kostnaðar- og rekstraáætlun í samvinnu við fjármálasvið sveitarfélagsins. Fyrstu niðurstöður skuldu kynntar sveitarstjórnarfulltrúum í eigi síðar en á fundi sveitarstjónar í apríl nk. Þar sem niðurstöður liggja ekki fyrir er lagt til að niðurstöður þeirrar vinnu sem samþykkt var að skyldi unnin, kynnt á fundi sveitarstjórnar í júní 2019.
Bergur Elías Ágústsson
Hafrún Olgeirsdóttir
Hjálmar Bogi Hafliðason
Hrund Ásgeirsdóttir
Örlygur Hnefill leggur til að erindi B og E lista verði vísað til umræðu í fjölskylduráði.
Til máls tók;
Hjálmar Bogi, Örlygur Hnefill, Silja, Bergur Elías, Kristján Þór og Kolbrún Ada.
Tillaga Örlygs borin undir atkvæði;
Samþykkt samhljóða.
Tillaga B og E lista borin undir atkvæði;
Samþykkt samhljóða.
Hjálmar Bogi, Örlygur Hnefill og Kristján Þór.
Tillaga frá B og E lista:
Lagt var til að sveitarfélagið Norðurþing hefji nú þegar undirbúning að uppbyggingu félagsmiðstöðvar og ungmennahúss á Húsavík á fundi sveitarstjórnar í febrúar síðastliðnum. Var tillagan samþykkt samhljóða.
Greinargerð:
Lagt var til að framkvæmdasvið í samvinnu við fræðslusvið gerði úttekt á mögulegum leiðum til að byggja upp félagsmiðstöð og ungmennahús á Húsavík. Kanna átti mögulega húsakostir (notað eða nýtt) og með hvaða hætti starfsemi hússins yrði. Ákaflega mikilvægt er að unnið verði með væntanlegum notendum þjónustunnar og mat lagt á þarfir unga fólksins okkar. Samhliða þessari vinnu átti að vinna kostnaðar- og rekstraáætlun í samvinnu við fjármálasvið sveitarfélagsins. Fyrstu niðurstöður skuldu kynntar sveitarstjórnarfulltrúum í eigi síðar en á fundi sveitarstjónar í apríl nk. Þar sem niðurstöður liggja ekki fyrir er lagt til að niðurstöður þeirrar vinnu sem samþykkt var að skyldi unnin, kynnt á fundi sveitarstjórnar í júní 2019.
Bergur Elías Ágústsson
Hafrún Olgeirsdóttir
Hjálmar Bogi Hafliðason
Hrund Ásgeirsdóttir
Örlygur Hnefill leggur til að erindi B og E lista verði vísað til umræðu í fjölskylduráði.
Til máls tók;
Hjálmar Bogi, Örlygur Hnefill, Silja, Bergur Elías, Kristján Þór og Kolbrún Ada.
Tillaga Örlygs borin undir atkvæði;
Samþykkt samhljóða.
Tillaga B og E lista borin undir atkvæði;
Samþykkt samhljóða.
Fjölskylduráð - 30. fundur - 29.04.2019
Á 91. fundi Sveitarstjórnar Norðurþings var eftirfarandi tillaga samþykkt: Örlygur Hnefill leggur til að erindi B og E lista verði vísað til umræðu í fjölskylduráði.
Kristinn Lúðvíksson forstöðumaður frístunda- og félagsmiðstöðva í Norðurþingi kom á fundinn.
Kristinn Lúðvíksson forstöðumaður frístunda- og félagsmiðstöðva í Norðurþingi kom á fundinn.
Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa og formanni fjölskylduráðs að útbúa minnisblað um mögulegar leiðir vegna uppbyggingar aðstöðu fyrir frístunda- og félagsmiðstöð.
Fjölskylduráð - 33. fundur - 20.05.2019
Til kynningar er minnisblað um stöðu félagsmiðstöðva og frístundar á Húsavík. Um er að ræða tillögu sem fram kom á 91. fundi Sveitarstjórnar Norðurþings þann 16. apríl 2019.
Málið var áður á dagskrá á 30.fundi fjölskylduráðs þann 29.04.2019.
Málið var áður á dagskrá á 30.fundi fjölskylduráðs þann 29.04.2019.
Íþrótta- og tómstundafulltrúi lagði fram minnisblað sitt um stöðu félagsmiðstöðva og frístundar á Húsavík.
Sveitarstjórn Norðurþings - 93. fundur - 18.06.2019
Til máls tóku; Hjálmar Bogi, Örlygur Hnefill, Silja og Kristján Þór
Hjálmar leggur fram eftirfarandi tillögu;
Sveitarstjórn samþykkti samhljóða á fundi sínum í febrúar að hefja undirbúning að uppbyggingu félagsmiðstöðvar & ungmennahúss á Húsavík. Í greinargerð með tillögunni kom fram að verkefnið væri samstarfsverki fjölskyldu-, framkvæmda- og fjármálasviðs. Jafnframt kom fram í greinargerðinni að undirbúningur tæki mið af sjónarmiðum þeirra sem kæmu til með að nýta sér þjónustuna.
Þess vegna leggja undirrituð til að málið verði tekið upp í Ungmennaráði Norðurþings og sömuleiðis að vísa málinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020.
Bergur Elías Ágústsson
Hafrún Olgeirsdóttir
Hjálmar Bogi Hafliðason
Hrund Ásgeirsdóttir
Tillagan borin undir atkvæði,
samþykkt samhljóða.
Hjálmar leggur fram eftirfarandi tillögu;
Sveitarstjórn samþykkti samhljóða á fundi sínum í febrúar að hefja undirbúning að uppbyggingu félagsmiðstöðvar & ungmennahúss á Húsavík. Í greinargerð með tillögunni kom fram að verkefnið væri samstarfsverki fjölskyldu-, framkvæmda- og fjármálasviðs. Jafnframt kom fram í greinargerðinni að undirbúningur tæki mið af sjónarmiðum þeirra sem kæmu til með að nýta sér þjónustuna.
Þess vegna leggja undirrituð til að málið verði tekið upp í Ungmennaráði Norðurþings og sömuleiðis að vísa málinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020.
Bergur Elías Ágústsson
Hafrún Olgeirsdóttir
Hjálmar Bogi Hafliðason
Hrund Ásgeirsdóttir
Tillagan borin undir atkvæði,
samþykkt samhljóða.
Sveitarstjórn Norðurþings - 95. fundur - 17.09.2019
Sveitarstjórn samþykkti samhljóða á fundi sínum í febrúar að hefja undirbúning að uppbyggingu félagsmiðstöðvar & ungmennahúss á Húsavík. Í greinargerð með tillögunni kom fram að verkefnið væri samstarfsverki fjölskyldu-, framkvæmda- og fjármálasviðs. Jafnframt kom fram í greinargerðinni að undirbúningur tæki mið af sjónarmiðum þeirra sem kæmu til með að nýta sér þjónustuna. Minnihluti í sveitarstjórn lagði til á fundi þann 18. júní síðastliðinn að málið yrði tekið upp í Ungmennaráði Norðurþings og sömuleiðis vísað til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020 og var tillagan samþykkt samhljóða.
Tíl máls tóku;
Hjálmar Bogi Hafliðason og Helena Eydís Ingólfsdóttir.
Hjálmar Bogi Hafliðason og Helena Eydís Ingólfsdóttir.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu.