Staðan á SR-lóðinni á Raufarhöfn
Málsnúmer 201806133
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 2. fundur - 03.07.2018
Kallað er eftir framtíðarplönum varðandi nýtingu SR-lóðarinnar og fyrirætlanir sveitarfélagsins varðandi þær byggingar sem eru á lóðinni. Verksmiðjuhúsið er ónýtt ásamt allri þeirri lengju sambyggðra húsa og þarf að rífa þau, óháð öðru sem verður ákveðið í tengslum við málið.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að kostnaðargreina niðurrif verksmiðjuhúss á SR lóð leggja fyrir fund ráðsins þann 7. ágúst n.k. Einnig skal settur á fót vinnuhópur til að gera framtíðaráætlun um SR-lóð. Vinnuhópinn munu skipa framkvæmda- og þjónustufulltrúi, formaður skipulags- og framkvæmdaráðs, yfirmaður þjónustumiðstöðvar á Raufarhöfn og fulltrúi hverfisráðs Raufarhafnar.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 43. fundur - 11.09.2019
Fyrir liggur uppfærð og endurnýjuð kostnaðaráætlun í niðurrif ónýtra eigna á SR-lóðinni á Raufarhöfn.
Taka þarf afstöðu til áætlunarinnar, skoða möguleika til áfangaskiptingar og kostnaðarlegrar hagræðingar ásamt því að ákvarða tímalínu verkefnisins.
Taka þarf afstöðu til áætlunarinnar, skoða möguleika til áfangaskiptingar og kostnaðarlegrar hagræðingar ásamt því að ákvarða tímalínu verkefnisins.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að fá kostnaðarmat frá fleiri aðilum og leggja fyrir ráðið á næsta fundi.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 44. fundur - 24.09.2019
Á 43. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var framkvæmda-og þjónustufulltrúa falið að afla fleiri tilboða í niðurrif eigna á SR-lóð á Raufarhöfn og leggja fyrir ráðið að nýju.
Nokkrir aðilar hafa sýnt málinu áhuga og skilað inn kostnaðaráætlunum í verkið.
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur að taka afstöðu til þess kostnaðar sem áætlaður er að verkefnið feli í sér, en einnig áætlaðrar tímasetningar verkefnisins m.t.t. fjárhagsáætlunar framkvæmdasviðs.
Nokkrir aðilar hafa sýnt málinu áhuga og skilað inn kostnaðaráætlunum í verkið.
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur að taka afstöðu til þess kostnaðar sem áætlaður er að verkefnið feli í sér, en einnig áætlaðrar tímasetningar verkefnisins m.t.t. fjárhagsáætlunar framkvæmdasviðs.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að vísa ákvörðun um málið til fjárhagsáætlunargerðar 2020.