Fara í efni

Fjölskylduráð

37. fundur 24. júní 2019 kl. 13:00 - 15:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Benóný Valur Jakobsson aðalmaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Ásta Hermannsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Örlygur Hnefill Örlygsson formaður
  • Berglind Hauks varaformaður
  • Lilja Skarphéðinsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Jón Höskuldsson Fræðslu- og menningarfulltrúi
  • Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
  • Röðull Reyr Kárason Ritari
Fundargerð ritaði: Röðull Reyr Kárason Þjónustufulltrúi
Dagskrá
Í upphafi fundar óskaði formaður ráðsins eftir því að taka inn á dagskrána mál nr. 201906015, Inngildandi frístundastarf og setja sem lið 5 á dagskrá. Samþykkt samhljóða af ráðinu.

Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi sat fundinn undir lið 1 - 2.
Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir lið 4 - 9.

Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir skólastjóri Grænuvalla sat fundinn undir lið 1.

1.Launað námsleyfi

Málsnúmer 201905152Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð fjallaði áður um málið á fundi sínum þann 3.6. 2019 og bókaði:
Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar launuð námsleyfi félagsmanna í BHM og Félagi leikskólakennara.
Fjölskylduráð fjallaði um málið og felur fræðslufulltrúa að afla frekari upplýsinga um hvernig sveitarfélög standa að launuðum námsleyfum og leggja fyrir ráðið.
Fjölskylduráð telur launað námsleyfi áhugaverða leið og mun skoða útfærslu á því við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020.

Fjölskylduráð fór yfir reglur um stuðning til fjarnáms. Tímalengd á námslotum er orðin úreld frá gildandi reglum sem settar voru 2006. Jafnframt er vilji ráðsins að fella niður aldurstakmark sem er í dag 28 ár. Fjölskylduráð felur fræðslufulltrúa að leggja uppfærðar reglur fyrir ráðið á næsta fundi.

2.Grunnskólinn á Raufarhöfn - Starfsemi leikskóladeildar

Málsnúmer 201906060Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar starfsemi leikskóladeildar Grunnskóla Raufarhafnar. Eitt barn er skráð á deildina að loknum sumarleyfum 2019.
Eins og staðan er í dag er aðeins eitt barn á Raufarhöfn sem þarf leikskólavist næsta vetur. Viðmið Norðurþings um rekstur leikskóladeilda eru að lágmarki 4 börn í vistun og því er ljós að ekki verður starfrækt leikskóladeild á Raufarhöfn veturinn 2019 -2020 að óbreyttu.

Fjölskylduráð felur fræðslufulltrúa að ganga til samninga við foreldra barnsins um heimgreiðslu eða möguleika á leikskóladvöl á Kópaskeri.

3.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2020

Málsnúmer 201906029Vakta málsnúmer

Á 293. fundi Byggðarráðs Norðurþings var tekið fyrir mál vegna Fjárhagsáætlunar Norðurþings fyrir árið 2020 og var eftirfarandi bókað:

Byggðarráð staðfestir vinnuáætlunina með áorðnum breytingum og vísar henni til kynningar í fjölskylduráði og skipulags- og framkvæmdaráði.
Formaður fjölskylduráðs fór yfir tímaramma við fjárhagsáætlunargerð 2020.

4.Starfsdagatal frístundar á Húsavík 2019 - 2020

Málsnúmer 201906054Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur til afgreiðslu starfsdagatal frístundar fyrir 1-4 bekk skólaárið 2019-2020
Fjölskylduráð fór yfir starfsdagatal frístundar fyrir 1-4 bekk skólaárið 2019-2020 og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að leggja uppfært starfsdagatal fyrir ráðið á næsta fundi.



5.Inngildandi frístundastarf

Málsnúmer 201906015Vakta málsnúmer

Á 36. fundi fjölskylduráðs var eftirafarandi mál bókað:
Sigríður Hauksdóttir verkefnastjóri - virkni, kynnti fyrir ráðinu aðferðafræði inngildandi frístundarstarfs(frístund án aðgreiningar) og möguleikum þess í Norðurþingi. Ráðið þakkar fyrir kynninguna. Íþrótta- og tómstundafulltrúa og félagsmálastjóra er falið að mynda starfshóp um inngildandi frístundastarf í Norðurþingi.

Ráðið hefur málið til umfjöllunar á ný.
Á fundi fjölskylduráðs þann 11. júní s.l. var íþrótta- og tómstundafulltrúa og félagsmálastjóra falið að mynda starfshóp um inngildandi frístundastarf í Norðurþingi. Ráðið óskar eftir því að starfshópurinn verði skipaður forstöðumanni frístundar, verkefnisstjóra - Virkni og fulltrúa Íþróttafélagsins Völsungs og að fulltrúar í starfshópnum komi á fund fjölskylduráðs þann 1. júlí n.k.

6.Lýðheilsuvísar 2019

Málsnúmer 201906033Vakta málsnúmer

Fyrir Fjölskylduráði liggja til kynningar lýðheilsuvísar 2019 sem Embætti landlæknis gefur út.
Lýðheilsuvísum er ætlað að auðvelda sveitarfélögum og heilbrigðisþjónustu að greina stöðuna í sínu umdæmi, finna styrkleika og veikleika og skilja þarfir íbúanna þannig að þau geti unnið saman að því að bæta heilsu og líðan.

Einnig má nálgast mælaborð lýðsheilsu sem er brotið niður á 9 fjölmennustu sveitarfélög landsins.

Um er að ræða upplýsingar sem eru öllum aðgengilegar inná vef landlæknis.
Lagt fram til kynningar.

7.Skandinavísk bjórhátíð á Húsavík

Málsnúmer 201906002Vakta málsnúmer

Þórir Már Björgúlfsson óskar eftir viðræðum við Norðurþing um að halda skandinavíska bjórhátíð á Húsavík sumarið 2020.

Hugmyndin er að handvelja 3-4 brugghús frá Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Danmörku til að taka þátt.

Óskað er eftir aðstoð sveitarfélagsins með aðstöðusköpun og svæði fyrir hátíðina.
Fjölskylduráð þakkar fyrir erindið og felur fjölmenningarfulltrúa að afla frekari upplýsinga frá Þóri Má Björgúlfssyni.

8.Reglur um útleigu á íþróttamannvirkjum og félagsheimilum Norðurþings

Málsnúmer 201906058Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur minnisblað frá íþrótta- og tómstundafulltrúa um reglur um útleigu á íþróttamannvirkjum og félagsheimilum Norðurþings
Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að uppfæra reglur um útleigu á íþróttamannvirkjum Norðurþings og leggja fyrir næsta fund ráðsins.

9.Golfklúbbur Húsavíkur samningsmál 2019

Málsnúmer 201903098Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggja lokadrög að samningi við Golfklúbb Húsavíkur.
Fjölskylduráð fjallaði um lokadrög að samningi við Golfklúbbi Húsavíkur. Ráðið samþykkir drögin og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að ljúka samningi við Golfklúbb Húsavíkur.

Fundi slitið - kl. 15:00.