Reglur um útleigu á íþróttamannvirkjum og félagsheimilum Norðurþings
Málsnúmer 201906058
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 37. fundur - 24.06.2019
Fyrir fjölskylduráði liggur minnisblað frá íþrótta- og tómstundafulltrúa um reglur um útleigu á íþróttamannvirkjum og félagsheimilum Norðurþings
Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að uppfæra reglur um útleigu á íþróttamannvirkjum Norðurþings og leggja fyrir næsta fund ráðsins.
Fjölskylduráð - 38. fundur - 01.07.2019
Íþrótta- og tómstundafulltrúi leggur fram uppfærðar reglur um útleigu á íþróttamannvirkjum og félagsheimilum Norðurþings. Málið var áður á dagskrá á 37. fundi fjölskylduráðs.
Ráðið fjallaði um málið á 37. fundi þess þar sem íþrótta- og tómstundafulltrúa var falið að leggja uppfærðar reglur fyrir ráðið.
Fjölskylduráð leggur til að Norðurþing setji sér eftirfarandi reglur varðandi útleigu á íþróttahúsum og félagsheimilum í sinni eigu:
Norðurþing leggst gegn því að íþróttahús og félagsheimili í sinni eigu verði leigð út og notuð undir skemmtanir þar sem áfengi er haft um hönd nema að aldurstakmark sé að lágmarki 18 ára.
Séu félagsheimili eða íþróttahús í umsjón rekstaraðila verði gerðir viðaukar við samninga sem tryggja að eftir þessu sé farið.
Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falið að koma reglunum til framkvæmdar þegar í stað í þeim mannvirkjum er heyra undir hann.
Ráðið vekur ennfremur athygli skipulags- og framkvæmdarsviðs á reglum þessum.
Ráðið vísar málinu til byggðarráðs sem fer með samningsmál við rekstraraðila eigna Norðurþings.
Fjölskylduráð leggur til að Norðurþing setji sér eftirfarandi reglur varðandi útleigu á íþróttahúsum og félagsheimilum í sinni eigu:
Norðurþing leggst gegn því að íþróttahús og félagsheimili í sinni eigu verði leigð út og notuð undir skemmtanir þar sem áfengi er haft um hönd nema að aldurstakmark sé að lágmarki 18 ára.
Séu félagsheimili eða íþróttahús í umsjón rekstaraðila verði gerðir viðaukar við samninga sem tryggja að eftir þessu sé farið.
Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falið að koma reglunum til framkvæmdar þegar í stað í þeim mannvirkjum er heyra undir hann.
Ráðið vekur ennfremur athygli skipulags- og framkvæmdarsviðs á reglum þessum.
Ráðið vísar málinu til byggðarráðs sem fer með samningsmál við rekstraraðila eigna Norðurþings.
Byggðarráð Norðurþings - 295. fundur - 11.07.2019
Fjölskylduráð leggur til að Norðurþing setji sér eftirfarandi reglur varðandi útleigu á íþróttahúsum og félagsheimilum í sinni eigu: Norðurþing leggst gegn því að íþróttahús og félagsheimili í sinni eigu verði leigð út og notuð undir skemmtanir þar sem áfengi er haft um hönd nema að aldurstakmark sé að lágmarki 18 ára. Séu félagsheimili eða íþróttahús í umsjón rekstaraðila verði gerðir viðaukar við samninga sem tryggja að eftir þessu sé farið. Ráðið vísar málinu til byggðarráðs sem fer með samningsmál við rekstraraðila eigna Norðurþings.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga frá reglunum og auglýsa.