Grunnskólinn á Raufarhöfn - Starfsemi leikskóladeildar
Málsnúmer 201906060
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 37. fundur - 24.06.2019
Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar starfsemi leikskóladeildar Grunnskóla Raufarhafnar. Eitt barn er skráð á deildina að loknum sumarleyfum 2019.
Fjölskylduráð - 66. fundur - 08.06.2020
Til umræðu er umsóknir um fjögur leikskólapláss á Raufarhöfn næsta haust og opnun leikskóladeildar.
Fjölskylduráð fjallaði um fjölgun leiksskólaplássa á Raufarhöfn næsta haust og samþykkir að leikskóladeild opni að nýju í haust svo fremi að lágmarksfjöldi barna sé tryggður en viðmið fjölskyldusviðs Norðurþings er að lágmarki séu 4 börn á leikskóladeild.
Tryggja þarf einnig fjármagn en rekstur leikskóladeildar er ekki á fjárhagsáætlun grunnskóla Raufarhafnar og mun ráðið því sækja um viðauka við byggðarráð samkvæmt bókun í lið 2 í þessari fundargerð.
Tryggja þarf einnig fjármagn en rekstur leikskóladeildar er ekki á fjárhagsáætlun grunnskóla Raufarhafnar og mun ráðið því sækja um viðauka við byggðarráð samkvæmt bókun í lið 2 í þessari fundargerð.
Fjölskylduráð felur fræðslufulltrúa að ganga til samninga við foreldra barnsins um heimgreiðslu eða möguleika á leikskóladvöl á Kópaskeri.