Fara í efni

Fjölskylduráð

50. fundur 25. nóvember 2019 kl. 13:00 - 15:35 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Benóný Valur Jakobsson aðalmaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Ásta Hermannsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Berglind Hauks varaformaður
  • Eiður Pétursson aðalmaður
  • Heiðbjört Þóra Ólafsdóttir formaður
  • Kristján Þór Magnússon
Starfsmenn
  • Jón Höskuldsson Fræðslu- og menningarfulltrúi
  • Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
  • Hróðný Lund félagsmálafulltrúi
  • Röðull Reyr Kárason Ritari
Fundargerð ritaði: Röðull Reyr Kárason Þjónustufulltrúi
Dagskrá
Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir lið 1 og 2.
Jón Höskuldsson fræðslustjóri sat fundinn undir lið 2.
Hróðný Lund félagsmálastjóri sat fundinn undir lið 2.

Kristjan Þór Magnússon sveitarstjóri sat fundinn undir lið 2.

1.Ungt fólk og Eyþing 2019

Málsnúmer 201911091Vakta málsnúmer

Ráðstefnan Ungt fólk og Eyþing fer fram á Húsavík 10 - 11 desember næstkomandi.
Þremur ungmennum úr hverju sveitarfélagi gefst kostur á að mæta á ráðstefnuna.
Heimsmarkmið Sameinuðuþjóðanna verða til umfjöllunnar og hvernig hægt sé að tengja þau við sveitarfélög á Eyþings svæðinu.
Lagt fram til kynningar. Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falið að tilnefna ungmenni til að sitja þingið fyrir hönd Norðurþings.

2.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2020

Málsnúmer 201906029Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar er fjárhagsáætlun Norðurþings 2020
Fjölskylduráð samþykkir fjárhagsáætlanir Fjölskyldusviðs Norðurþings fyrir 2020 og vísar þeim til samþykktar í sveitarstjórn.

Fundi slitið - kl. 15:35.