Fara í efni

Fjölskylduráð

42. fundur 23. september 2019 kl. 13:00 - 16:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Benóný Valur Jakobsson aðalmaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Ásta Hermannsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Berglind Hauks varaformaður
  • Eiður Pétursson aðalmaður
  • Heiðbjört Þóra Ólafsdóttir formaður
Starfsmenn
  • Jón Höskuldsson Fræðslu- og menningarfulltrúi
  • Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
  • Hróðný Lund félagsmálafulltrúi
  • Röðull Reyr Kárason Ritari
Fundargerð ritaði: Röðull Reyr Kárason Þjónustufulltrúi
Dagskrá
Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi sat fundinn undir lið 1-3.
Hróðný Lund félagsmálastjóri sat fundinn undir lið 1-2 og 4.
Kjartan Páll Þórarinsson sat fundinn undir lið 1-2 og 6-8.
Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir fjölmenningarfulltrúi sat fundinn undir lið 1,6 og 8.
Kristjan Þór Magnusson sveitarstjóri sat fundinn undir lið 1.

1.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2020

Málsnúmer 201906029Vakta málsnúmer

Fjárhagsáætlun fjölskyldusviðs er til umfjöllunar fyrir ráðinu.
Drög að fjárhagsáætlun fjölskyldusviðs lögð fram til kynningar.

2.Hverfisráð Raufarhafnar 2017-2019

Málsnúmer 201709131Vakta málsnúmer

Á 301. fundi Byggðaráðs Norðurþings var eftirfarandi bókað undir lið 2 um fundagerð Hverfisráðs Raufarhafnar:

Málefnum eldri borgara og leikskólans er vísað til fjölskylduráðs, öðrum málum fundargerðarinnar er vísað til skipulags- og framkvæmdaráðs.

Í fundargerð Hverfiráðs Raufarhafnar er eftirfarandi bókað um málefni aldraða og leikskólamál:

Hverfisráð vonast til að málefni eldri borgara í tengslum við húsnæðið Breiðablik komist í ferli sem fyrst og að málið verði til lykt leitt sem allra fyrst í sátt FER

Leikskólinn: Hverfisráð harmar að búið sé að loka leikskólanum en hefur vissan skilning á því þar sem aðeins er eitt barn á leiksólaaldri. Foreldri þessa barns geta nýtt sér að einhverju marki leiksólann á Kópaskeri og vonandi gæslu eftir hádegi líka í grunnskóla Raufarhafnar. Hverfisráð leggur áherslu á að ef aðstæður breytast og að fleiri börn komi verði brugðist strax við og leikskólinn opnaður aftur.
Fjölskylduráð tekur heilshugar undir með Hverfisráði Raufarhafnar varðandi leiksskólamál.

Málefni eldri borgara í tengslum við húsnæðið Breiðablik eru í farvegi innan stjórnsýslunar með framtíðarskipulag í huga.

3.Staða Grænuvalla

Málsnúmer 201909030Vakta málsnúmer

Á 301. fundi Byggðaráðs Norðurþings var eftirfarandi bókað undir 3. lið - STAÐA GRÆNUVALLA:

Hafrún Olgeirsdóttir óskar eftir að byggðarráð ræði stöðu Grænuvalla, þ.e. hver sparnaður sveitarfélagsins er af því að halda starfsmannafundi kl. 14:00 fyrsta föstudag í mánuði og hver fjárhæðin er sem fjölskylduráð hefur ákveðið að lækka ekki leikskólagjöld um vegna vistunar þann tíma sem fundirnir standa.

Byggðarráð vísar erindinu til umfjöllunar í fjölskylduráði.
Fyrir fjölskylduráði liggur samantekt frá fræðslufulltrúa og leiksskólastjóra á sundurliðuðum tölum vegna sex, tveggja tíma starfsmannafunda á skólaári:

18 einstæðir foreldrar greiða 2.101 kr. í vistunar- og fæðisgjöld fyrir alla fundina miðað við börn í fullri vistun.
18 foreldrar greiða með systkinaafslætti sem er 50% og greiða 1.674 kr. fyrir alla fundina miðað við börn í fullri vistun.
Foreldrar 120 barna greiða fyrir 8 tíma vistun og greiða 2.652 kr. fyrir alla fundina.
Greitt er fyrir eitt barn sem fær 100% afslátt af vistunargjöldum og greiðir því aðeins fyrir fæði sem gerir 696 kr. vegna allra fundanna.
Foreldrar greiða því samtals 351.169 kr. í vistunargjöld og nónhressingu fyrir alla 6 fundina.

Þegar fundirnir eru frá kl 14:00 fá þeir starfsmenn sem eru í vinnu til kl 14:00 greidda yfirvinnu. Það er algengt að það séu um 15 starfsmenn og launakostnaður er nálægt 150.000 kr. með launatengdum gjöldum miðað við 2 yfirvinnutíma.
Kostnaður við 6 fundi á ári þegar lokað er kl 14:00 er um 900.000 kr.
Ef fundað væri eftir vinnutíma þá er óskað eftir því að fundirnir yrðu 3ja tíma fundir og myndu sex slíkir fundir á ári kosta 4.725.000 kr.

Með því að loka leikskólanum kl 14:00 sex daga á skólaári sparast 3.825.000 kr.

4.Gjaldskrá Þjónustan heim 2020

Málsnúmer 201909066Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur til samþykktar gjaldskrá "Þjónustan heim" fyrir árið 2020.
Fjölskylduráð samþykkir gjaldskrá "Þjónustan heim" fyrir árið 2020 og vísar henni til staðfestingar í sveitarstjórn.

5.Bygging á íbúðakjarna fyrir fatlaða

Málsnúmer 201909041Vakta málsnúmer

Mikil þörf er á búsetuúrræðum fyrir fatlaða. Nú liggur fyrir kostnaðarmat og staðsetning á nýjum íbúðakjarna. Fyrir ráðinu liggur að taka ákvörðun um það hvort sækja eigi um stofnframlög svo hægt sé að hefja framkvæmdir á næsta ári.
Fjölskylduráð samþykkir að fara í framkvæmd á búsetuúrræði fyrir fatlaða og að sótt verði um stofnframlög til verkefnisins.

Málinu er vísað til skipulags-og framkvæmdaráðs og byggðarráðs.

6.Umsókn í lista- og menningarsjóð 2019 - Styrkur til starfsemi Málfundafélags Hugins við MA

Málsnúmer 201909064Vakta málsnúmer

Málfundafélag Hugins við Menntaskólann á Akureyri óska eftir styrk að upphæð 300.000 kr. til að styðja við starfsemi félagsins í vetur.
Fjölskylduráð þakkar fyrir umsóknina en synjar henni.

7.Útleiga á sundlaug Húsavíkur

Málsnúmer 201908077Vakta málsnúmer

Þrír aðilar hafa spurst fyrir um að leigja aðgang að Sundlaug Húsavíkur til að vera með leikfimi af ýmsu tagi í vetur.
Almenn útleiga á opnunartíma kann að valda því að almenningur hefur takmarkaðan aðgang að laugarkarinu á meðan á tíma stendur.
Íþrótta- og tómstundafulltrúin óskar eftir áliti og umsögn Fjölskylduráðs á útleigu á sundlaug Húsavíkur.
Fjölskylduráð tekur jákvætt í að Sundlaug Húsavíkur verði leigð út á opnunartíma hennar og felur íþrótta-og tómstundafulltrúa að semja stundaskrá þar sem tekið verður tillit til þeirra sem nýta sundlaugina.

8.Listamaður Norðurþings

Málsnúmer 201909054Vakta málsnúmer

Á 90. fundi sveitarstjórnar var eftirfarandi bókað:

Fulltrúar B-lista, Framsóknarflokks leggja til að sveitarfélagið Norðurþing útnefni árlega listamann sveitarfélagsins. Óskað verði eftir tilnefningum úr samfélaginu og mun Fjölskylduráð leggja til við sveitarstjórn að einstaklingur verði útnefndur listamaður Norðurþings. Sá hinn sami fái starfsstyrk til að rækta list sína í formi eingreiðslu að upphæð sem ákvarðast árlega í fjárhagsáætlun. Sömuleiðis verði Fjölskylduráði falið útbúa reglur um styrki til listamanns Norðurþings.
Fjölskylduráð felur fjölmenningarfulltrúa að útbúa drög að úthlutunarreglum vegna Listamanns Norðurþings.

Fundi slitið - kl. 16:00.