Útleiga á sundlaug Húsavíkur
Málsnúmer 201908077
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 42. fundur - 23.09.2019
Þrír aðilar hafa spurst fyrir um að leigja aðgang að Sundlaug Húsavíkur til að vera með leikfimi af ýmsu tagi í vetur.
Almenn útleiga á opnunartíma kann að valda því að almenningur hefur takmarkaðan aðgang að laugarkarinu á meðan á tíma stendur.
Íþrótta- og tómstundafulltrúin óskar eftir áliti og umsögn Fjölskylduráðs á útleigu á sundlaug Húsavíkur.
Almenn útleiga á opnunartíma kann að valda því að almenningur hefur takmarkaðan aðgang að laugarkarinu á meðan á tíma stendur.
Íþrótta- og tómstundafulltrúin óskar eftir áliti og umsögn Fjölskylduráðs á útleigu á sundlaug Húsavíkur.
Fjölskylduráð tekur jákvætt í að Sundlaug Húsavíkur verði leigð út á opnunartíma hennar og felur íþrótta-og tómstundafulltrúa að semja stundaskrá þar sem tekið verður tillit til þeirra sem nýta sundlaugina.