Fara í efni

Fjölskylduráð

45. fundur 14. október 2019 kl. 13:00 - 19:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Benóný Valur Jakobsson aðalmaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Ásta Hermannsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Berglind Hauks varaformaður
  • Eiður Pétursson aðalmaður
  • Heiðbjört Þóra Ólafsdóttir formaður
Starfsmenn
  • Jón Höskuldsson Fræðslu- og menningarfulltrúi
  • Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
  • Hróðný Lund félagsmálafulltrúi
  • Röðull Reyr Kárason Ritari
Fundargerð ritaði: Röðull Reyr Kárason Þjónustufulltrúi
Dagskrá
Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir lið 1-7.
Jón Höskuldsson fræðslustjóri sat fundinn undir lið 2-3 og 8-12.
Hróðný Lund félagsmálastjóri sat fundinn undir lið 3.
Kristjan Þór Magnusson sveitarstjóri sat fundinn undir lið 3.

1.Íbúalýðræðisverkefni sambandsins

Málsnúmer 201903011Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fyrir ráðið Íbúalýðræðisverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga en ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga samþykkti í lok síðasta árs að verða við umleitun Sambands íslenskra sveitarfélaga og Akureyrarkaupstaðar um 5 millj. kr. styrk til að fara í íbúasamráðsverkefni með þátttöku nokkurra sveitarfélaga. Verkefnið snýst um að aðstoða þátttökusveitarfélögin við að beita þeim samráðsaðferðum sem kynntar eru í handbók sambandsins frá 2017: "Íbúasamráð í sveitarfélögum og þátttaka íbúa". Sveitarfélögin munu fá stuðning til að undirbúa og framkvæma samráð í raunverulegum aðstæðum innan síns sveitarfélags. Hugmyndin er sú að byggja þannig upp þekkingu og afla reynslu sem nýst getur öðrum sveitarfélögum í framhaldinu. Öll sveitarfélög hafa tækifæri til að sækja um þátttöku í verkefninu og mun samráðshópur verkefnisins sjá um að velja þátttökusveitarfélög á grundvelli umsókna þeirra. Umsóknarfrestur er til 30. apríl n.k. Byggðarráð vísar málinu til sveitarstjórnar og leggur til að sótt verði um þátttöku á grunni þeirra stefnumótunarverkefna sem framundan eru hjá sveitarfélaginu og krefjast lýðræðislegrar þátttöku íbúa við ákvörðunartöku.

Á 90. fundi sveitarstjórnar Norðurþings var eftirfarandi bókað: Sveitarstjórn samþykkir að sækja um þátttöku í verkefninu og sveitarstjóra falið að senda inn umsókn.
Lagt fram til kynningar.

2.Hverfisráð Kelduhverfis 2019 - 2021

Málsnúmer 201908037Vakta málsnúmer

Á 304. fundi byggðarráðs Norðurþings var tekin fyrir fundargerð 9. fundar hverfisráðs Kelduhverfis. Á fundinum var bókað;

Byggðarráð þakkar hverfisráði Kelduhverfis fyrir greinargóða fundargerð.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga hjá fjarskiptafyrirtækjum varðandi GSM símasamband á Tjörnesi og í Kelduhverfi.

Liðum 4 og 5 er vísað til fjölskylduráðs.
Lið 6 er vísað til skipulags- og framkvæmdaráðs.

Fundargerðir hverfisráða eru birtar á heimasíðu Norðurþings.
Fjölskylduráðið þakkar Hverfisráði Kelduhverfis fyrir erindið.

Hverfisráðið hvatti fjölskylduráð til að beita sér fyrir því að rýmildi væri fyrir að nýta skólabíl til félagslegra athafna. Nýlega var gerður samningur um skólaakstur við þjónustuaðila og sér fjölskylduráðið sér ekki fært að taka samninginn upp en tekur jákvætt í að skoða málið að samningstíma liðnum.

Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að athuga hvort hægt sé að finna lausn á tímasetningu á frjálsíþróttaæfingum á vegum HSÞ í íþróttahöllinni á Húsavík.

3.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2020

Málsnúmer 201906029Vakta málsnúmer

Á 304. Fundi Byggðaráðs Norðurþings var eftirfarandi bókað:

Byggðarráð felur fjölskylduráði og skipulags- og framkvæmdaráði að endurskoða og útfæra áætlanir sínar með tilliti til útgefinna ramma sinna sviða. Jafnframt er þess óskað að ráðin leggi fram hvaða aðgerða þarf að grípa til svo hægt sé að halda áætlun.
Í ljósi ákvörðunar byggðaráðs um fjárhagsramma fyrir árið 2020 er fræðslufulltrúa falið í samráði við skólastjórnendur að skila fjárhagsáætlun sem miðar við 1,2% lækkun frá fjárhagsáætlun 2019.

Fjölskylduráð óskar eftir við byggðaráð að fjárhagsáætlun félagsmálasviðs verði hækkuð um 27,878.624 kr. miðað við áður útgefinn ramma.

Fjölskylduráð óskar eftir við byggðaráð að fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundasviðs verði hækkuð um 6,860.419 kr. miðað við áður útgefinn ramma.

Fjölskylduráð óskar eftir við byggðaráð að fjárhagsáætlun menningarsviðs verði hækkuð um 8,322.693 kr. miðað við áður útgefinn ramma.

Fjárhagsáætlunum félagsmálasviðs, íþrótta- og tómstundasviðs og menningarsviðs er vísað til byggðaráðs.

4.Frístundarheimið Tún - Gjaldskrá 2020

Málsnúmer 201910063Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð fjallar um gjaldskrá Frístundaheimilisins Tún fyrir árið 2020.
Fjölskylduráð frestar afgreiðslu á gjaldskrá Frístundarheimilisins fyrir árið 2020 og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að skoða útfærslu á afsláttarflokkum í samræmi við gjaldskrá Grænuvalla og leggja fyrir ráðið að nýju.

5.Íþróttamannvirki Norðurþings - Gjaldskrár 2020

Málsnúmer 201910062Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð fjallar um gjaldskrá Íþróttamannvirkja Norðurþings fyrir árið 2020.
Fjölskylduráð samþykkir gjaldskrá íþróttamannvirkja Norðurþings fyrir árið 2020 og vísar henni til staðfestingar í sveitarstjórn.

Íþróttahöll Húsavíkur:


1/1 salur pr. klst.
7.200 kr.
2/3 salur pr. klst.
4.800 kr.
1/3 salur pr. klst.
3.550 kr.


Litli salur/þreksalur pr. klst.
3.550 kr.
Leigugjald fyrir allan salinn í sólarhring
155.800 kr.
Leiga á stólum út úr húsi, kr stk: 460 kr.


Leiga á sal utan hefðbundins opnunartíma (morguntímar)

1/1 salur pr. klst.
12.200 kr.
2/3 salur pr. klst.
9.800 kr.
1/3 salur pr. klst.
8.700 kr.
Litli salur/þreksalur pr. klst. 8.700 kr.


Íþróttamannvirki Raufarhöfn/Lundur/Kópasker:


Salur til útleigu

1/1 salur = pr. klst. 4.850 kr.




Íþróttahús Kópaskeri/Lundur:


Stakt skipti einstaklingur
600 kr.
Hópatími/salur (1 klst)
4.220 kr.


Sundlaugar Norðurþings (Húsavík/Lundur/Raufarhöfn):



Fullorðnir

Stakir miðar 800 kr.
Afsláttarmiðar 10 stk.
5.100 kr.
Afsláttarmiðar 30 stk.
12.800 kr.
Árskort
33.800 kr.
Fjölskyldukort
22.000 kr.


Eldri borgarar (67 ára og eldri)

Stakir miðar
360 kr.
Afsláttarmiðar
2.150 kr.
Árskort 16.400 kr.
Fjölskyldukort
8.200 kr.
Frítt fyrir 75% öryrkja*
0 kr.


Börn 6-17 ára

Stakur miði
350 kr.
Afsláttarmiðar 10 stk.
2.100 kr.
Frístundakort 1.barn
3.000 kr.
2.barn kr.
2.050 kr.
3.barn kr.
0 kr.


Sundföt/Handklæði

Sundföt 770 kr.
Handklæði 770 kr.
Handklæði sundföt sundferð 1.600 kr.


Útleiga á Sundlaug með vaktmanni utan opnunartíma(klst) 12.300 kr.
útleiga á Sundlaug á opnunartíma (klst) 7.200 kr.



*Sé þess krafist í afgreiðslu gætu gestir þurft að framvísa viðeigandi skírteinum

6.uppgjör útilegukortsins 2019

Málsnúmer 201910053Vakta málsnúmer

Til kynningar er uppgjör útilegukortsins 2019 fyrir tjaldsvæðið á Kópaskeri.
Fjölskylduráð frestar málinu til næsta fundar.

7.Listamaður Norðurþings

Málsnúmer 201909054Vakta málsnúmer

Lögð er fram drög að reglum um Listamann Norðurþings
Fjölskylduráð samþykkir drögin að reglum um Listamann Norðurþings og vísar þeim til sveitarstjórnar.

8.Skólamötuneyti - Gjaldskrár 2020

Málsnúmer 201910059Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð fjallar um gjaldskrá skólamötuneyta fyrir árið 2020.
Fjölskylduráð samþykkir að halda gjaldskrá skólamötuneyta fyrir árið 2020 óbreyttri frá fyrra ári og vísar henni til staðfestingar til sveitarstjórnar.

Borgarhólsskóli: 499 kr.
Grunnskóli Raufarhafnar: 450 kr.

Öxarfjarðarskóli:
Nemendur grunnskóla - 636 kr.
Nemendur leikskóla - 498 kr.

Fæðisgjöld í Grunnskóla Raufarhafnar og Öxarfjarðarskóla eru
reiknuð út frá hráefniskostnaði hverju sinni.

Í Borgarhólsskóla fá nemendur morgunverð, ávaxtastund og
hádegisverð.

Í Grunnskóla Raufarhafnar fá nemendur morgun- og hádegisverð.

Í Öxarfjarðarskóla fá nemendur morgun- og hádegisverð og
síðdegishressingu.

9.Öxafjarðarskóli og fjárhagsáætlun 2020

Málsnúmer 201910064Vakta málsnúmer

Fyrir ráðinu liggur fjárhagsáætlun Öxarfjarðarskóla 2020.
Fjölskylduráð þakkar erindið og vísar því til fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2020.

10.Tónlistarskóli Húsavíkur - Gjaldskrá 2020

Málsnúmer 201910060Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð fjallar um gjaldskrá Tónlistarskóla Húsavíkur fyrir árið 2020.
Fjölskylduráð samþykkir gjaldskrá Tónlistarskóla Húsavíkur fyrir árið 2020 og vísar henni til staðfestingar til sveitarstjórnar.

Einkatímar (fullt gjald):
60mín.
48.265 kr.
50mín.
44.817 kr.
40mín.
36.774 kr.
30mín.
31.027 kr.
20mín.
25.282 kr.

Einkatímar (fjölsk. afsl. 25%):
60mín.
36.199 kr.
50mín.
33.613 kr.
40mín.
27.580 kr.
30mín.
23.270 kr.
20mín.
18.961 kr.

Tveir eða fleiri (fullt gjald):
60mín.
28.730 kr.
50mín.
25.856 kr.
40mín.
22.984 kr.
30mín.
20.685 kr.
20mín.
17.238 kr.

Tveir eða fleiri (fjölsk. afsl. 25%):
60mín.
21.547 kr.
50mín.
19.392 kr.
40mín.
17.238 kr.
30mín.
15.513 kr.
20mín.
12.929 kr.

Einkatímar 21. árs og eldri (fullt gjald):
60mín.
63.167 kr.
50mín.
51.138 kr.
40mín.
48.265 kr.
30mín.
41.370 kr.
20mín.
36.774 kr.

Einkatímar 21. árs og eldri (fjölsk. afsl. 25%):
60mín.
47.375 kr.
50mín.
38.354 kr.
40mín.
36.199 kr.
30mín.
31.028 kr.
20mín.
27.580 kr.

Tveir eða fleiri 21.árs og eldri (fullt gjald):
60mín.
37.348 kr.
50mín.
33.901 kr.
40mín.
29.878 kr.
30mín.
26.432 kr.
20mín.
22.410 kr.

Tveir eða fleiri 21.árs og eldri (fjölsk. afsl. 25%):
60mín.
28.011 kr.
50mín.
25.426 kr.
40mín.
22.408 kr.
30mín.
19.824 kr.
20mín.
16.807 kr.

Undirleikur:
60
72.972 kr.
50
63.779 kr.
40
54.471 kr.
30
48.839 kr.
20
35.624 kr.


Kór

13.215 kr.
Marimba

8.446 kr.
Hljóðfæraleiga
6.665 kr.

11.Leikskólar - Gjaldskrá 2020

Málsnúmer 201910058Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð fjallar um gjaldskrá leikskóla Norðurþings fyrir árið 2020.
Fjölskylduráð samþykkir að hækka leikskólagjöld um 2.5% frá fyrri gjaldskrá en að halda fæðisgjaldi óbreyttu og vísar gjaldskrá til staðfestingar til sveitarstjórnar.


Vistun mánaðargjöld:
Klst.
Almennt Einstæðir
1
3.507 kr.
2.520 kr.
4
14.028 kr.
10.080 kr.
5
17.535 kr.
12.600 kr.
6
21.042 kr.
15.120 kr.
7
24.549 kr.
17.640 kr.
8
28.056 kr.
20.160 kr.
8 1/2
31.563 kr.
22.680 kr.

Fæði mánaðargjöld:

Morgunverður á Grænuvöllum: 2.455 kr.
Hádegisverður á Grænuvöllum: 5.846 kr.
Síðdegishressing á Grænuvöllum:
2.455 kr.
Mjólkurgjald í Lundi og á Raufarhöfn: 640 kr.


Gjald ef barn er sótt eftir umsaminn tíma kr. 1000.-

Systkinaafsláttur
með 2. barni 50%



með 3. barni 100%

Námsmenn sem stunda fullt lánshæft nám samkvæmt reglum Lánasjóðs íslenskra námsmanna fá 20% afslátt af vistunargjöldum samkvæmt nánari reglum þar um. Umsóknum skal skila til Fræðslufulltrúa fyrir upphaf námsannar.


12.Ársskýrsla undanþágunefndar grunnskóla.

Málsnúmer 201910055Vakta málsnúmer

Lögð er fram til kynningar ársskýrsla undanþágunefndar grunnskóla fyrir árið 2018-2019.
Árskýrsla lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:30.