Fara í efni

Beiðni sveitarstjórnarráðherra vegna fasteignaskattsálagningar árið 2021

Málsnúmer 202006082

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 331. fundur - 25.06.2020

Fyrir byggðarráði liggur bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna beiðnar sveitastjórnarráðherra um að lækka álagningarhlutföll sem nemi að lágmarki þeirri krónutölu sem hækkun fasteignamatsins á milli ára myndi að óbreyttu leiða til a.m.k. hvað atvinnuhúnæði varðar. Í svarbréfi Sambands íslenskra sveitarfélaga kemur fram að það sé í höndum hverrar sveitarstjórnar að meta og ákvarða hvort hún vilji ganga lengra en hvatning sú sem felst í viðspyrnuáætlun Sambandsins vegna COVID-19 þar sem sveitarfélög eru hvött til að hækka ekki fasteignagjöld á atvinnuhúsnæði umfram verðlagsbreytingar árið 2021.
Lagt fram til kynningar.