Bréf til kjörinna fulltrúa varðandi frístundastarf fyrir 5. og 7. bekk
Málsnúmer 202005091
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 64. fundur - 25.05.2020
Til umfjöllunar er bréf foreldra 2007 árgangsins á Húsavík til kjörinna fulltrúa varðandi frístundastarf.
Fjölskylduráð - 65. fundur - 03.06.2020
Á 64. fundi fjölskylduráðs var m.a. eftirfarandi bókað:
Fjölskylduráð þakkar foreldrum fyrir erindið. Ráðið felur íþrótta og tómstundafulltrúa að vinna áætlun að dagskrá og kostnaðargreiningu fyrir félagsstarf barna á aldrinum 10-13 ára fyrir sumarið 2020 eins og rætt hefur verið á síðustu fundum ráðsins. Miðað skal við 2 tíma, tvo daga í viku yfir 6 vikna tímabil að lágmarki.
Fjölskylduráð þakkar foreldrum fyrir erindið. Ráðið felur íþrótta og tómstundafulltrúa að vinna áætlun að dagskrá og kostnaðargreiningu fyrir félagsstarf barna á aldrinum 10-13 ára fyrir sumarið 2020 eins og rætt hefur verið á síðustu fundum ráðsins. Miðað skal við 2 tíma, tvo daga í viku yfir 6 vikna tímabil að lágmarki.
Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að koma af stað félagsstarfi fyrir 5. - 7. bekk í sumar. Í júní og ágúst verði boðið upp á félagsstarf tvisvar í viku en einu sinni í viku í júlí. Íþrótta- og tómstundafulltrúa er einnig falið að skipuleggja vetrarstarf fyrir sama hóp.
Í framhaldi að skila drögum fyrir næsta vetur, kostnaðargreiningu vegna starfsmanna og hvað þurfi til þess að halda úti þessu mikilvæga starfi.