Forgangsverkefni áfangastaðaáætlunar á Norðurlandi
Málsnúmer 202005120
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 328. fundur - 28.05.2020
Árið 2018 var gerð áfangastaðaáætlun fyrir Norðurland, þar sem gert var stöðumat á ferðaþjónustu á Norðurlandi og forgangsröðun verkefna til næstu þriggja ára. Nú hefur Markaðsstofa Norðurlands óskað eftir samstarfi við sveitarfélögin á svæðinu til uppfærslu á viðkomandi lista. Óskað er eftir að sveitarfélagið sendi inn nýjan topp 5 lista yfir mikilvægustu uppbyggingarverkefni innan Norðurþings til næstu 2 ára. Fyrir fundi byggðarráðs liggja hugmyndir að mikilvægum verkefnum frá annarsvegar Húsavíkurstofu og hinsvegar Norðurhjara, ferðamálasamtökum.
Byggðarráð samþykkir að senda inn til Markaðsstofu Norðurlands eftirfarandi lista yfir fimm forgangsverkefni áfangastaðaáætlunar á Norðurlandi innan Norðurþings.
- Botnsvatn
- Yltjörn sunnan Húsavíkur
- Göngu- og hjólastígar
- Veggurinn í Kelduhverfi
- Útsýnispallur við vitann á Raufarhöfn
Sveitarstjóra er falið að koma þessum upplýsingum til Markaðsstofu Norðurlands.