Sveitarstjórn Norðurþings
Dagskrá
1.Beiðni um lausn undan störfum í sveitarstjórn Norðurþings
Málsnúmer 202101059Vakta málsnúmer
Fyrir sveitarstjórn liggur beiðni frá Heiðbjörtu Þóru Ólafsdóttur um lausn undan störfum í sveitarstjórn Norðurþings frá og með 1. febrúar nk. með vísan í 2.mgr. 30.gr. sveitastjórnalaga nr.138/2011.
Samþykkt samhljóða.
2.Norðurþing, kosning í nefndir til eins árs, fjögurra ára og tilnefningar á aðalfundi 2018-2022
Málsnúmer 201806044Vakta málsnúmer
Fyrir sveitarstjórn liggja eftirfarandi breytingar á ráðum innan Norðurþings hjá fulltrúum E - lista frá 19. janúar 2022.
Skipulags- og framkvæmdaráð - varamaður áheyrnarfulltrúa verður Ásta Hermannsdóttir.
Fjölskylduráð - varamaður áheyrnarfulltrúa verður Svava Arnarsdóttir.
Skipan E-lista verður þá eftirfarandi;
Byggðarráð - Áheyrnarfulltrúi Hafrún Olgeirsdóttir og varamaður Kristján Friðrik Sigurðsson.
Skipulags- og framkvæmdaráð - Áheyrnarfulltrúi Kristján Friðrik Sigurðsson og varamaður Ásta Hermannsdóttir.
Fjölskylduráð - Áheyrnarfulltrúi Arna Ýr Arnarsdóttir og varamaður Svava Hlín Arnarsdóttir.
Fyrir sveitarstjórn liggur tillaga frá D-lista að breytingar sem samþykktar voru vegna tímabundins leyfis Heiðbjartar Þóru sem teknar voru fyrir á 109. fundi sveitarstjórnar vegna tímabundins leyfis Heiðbjartar gildi áfram óbreyttar.
Einnig liggur fyrir sveitarstjórn að skipa varamann í stjórn Menningarmiðstöð Þingeyinga.
Skipulags- og framkvæmdaráð - varamaður áheyrnarfulltrúa verður Ásta Hermannsdóttir.
Fjölskylduráð - varamaður áheyrnarfulltrúa verður Svava Arnarsdóttir.
Skipan E-lista verður þá eftirfarandi;
Byggðarráð - Áheyrnarfulltrúi Hafrún Olgeirsdóttir og varamaður Kristján Friðrik Sigurðsson.
Skipulags- og framkvæmdaráð - Áheyrnarfulltrúi Kristján Friðrik Sigurðsson og varamaður Ásta Hermannsdóttir.
Fjölskylduráð - Áheyrnarfulltrúi Arna Ýr Arnarsdóttir og varamaður Svava Hlín Arnarsdóttir.
Fyrir sveitarstjórn liggur tillaga frá D-lista að breytingar sem samþykktar voru vegna tímabundins leyfis Heiðbjartar Þóru sem teknar voru fyrir á 109. fundi sveitarstjórnar vegna tímabundins leyfis Heiðbjartar gildi áfram óbreyttar.
Einnig liggur fyrir sveitarstjórn að skipa varamann í stjórn Menningarmiðstöð Þingeyinga.
Tillaga E-lista er samþykkt samhljóða.
Tillaga D-lista er samþykkt samhljóða.
Forseti leggur til að Benóný Valur Jakobsson verði varamaður í stjórn Menningarmiðstöð Þingeyinga.
Tillaga forseta er samþykkt samhljóða.
Tillaga D-lista er samþykkt samhljóða.
Forseti leggur til að Benóný Valur Jakobsson verði varamaður í stjórn Menningarmiðstöð Þingeyinga.
Tillaga forseta er samþykkt samhljóða.
3.Breytt skipulag barnaverndar
Málsnúmer 202112004Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð tók málið fyrir á 108. fundi ráðsins og vísar því að sveitarfélagið sækji um undanþágu fyrir 6000 íbúa viðmið í barnaverndarþjónustu til samþykktar.
Til máls tóku: Birna, Kristján og Hjálmar.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
4.Reglur um afslátt af fasteignaskatti 2022
Málsnúmer 202201015Vakta málsnúmer
Fyrir sveitarstjórn liggja til staðfestingar reglur um afslátt af fasteignaskatti 2022.
Til máls tók: Helena.
Helena leggur fram eftirfarandi tillögu:
Tillaga um breytingu á 5. gr. reglna um afslátt af fasteignaskatti.
Lagt er til að tekjuviðmið verði með eftirfarandi hætti og afsláttur reiknaður til samræmis við tekjur.
Einstaklingur: Brúttótekjur allt að kr. 3.710.000 100% afsláttur
Brúttótekjur yfir kr. 5.760.000 0% afsláttur
Hjón og samskattað sambýlisfólk:
Brúttótekjur allt að kr. 7.050.000 100% afsláttur
Brúttótekjur yfir kr. 8.640.000 0% afsláttur
Tillaga Helenu er samþykkt samhljóða.
Reglur um afslátt á fasteignaskatti hjá Norðurþingi verða birtar á vefsíðu sveitarfélagsins.
Helena leggur fram eftirfarandi tillögu:
Tillaga um breytingu á 5. gr. reglna um afslátt af fasteignaskatti.
Lagt er til að tekjuviðmið verði með eftirfarandi hætti og afsláttur reiknaður til samræmis við tekjur.
Einstaklingur: Brúttótekjur allt að kr. 3.710.000 100% afsláttur
Brúttótekjur yfir kr. 5.760.000 0% afsláttur
Hjón og samskattað sambýlisfólk:
Brúttótekjur allt að kr. 7.050.000 100% afsláttur
Brúttótekjur yfir kr. 8.640.000 0% afsláttur
Tillaga Helenu er samþykkt samhljóða.
Reglur um afslátt á fasteignaskatti hjá Norðurþingi verða birtar á vefsíðu sveitarfélagsins.
5.Stafræn húsnæðisáætlun Norðurþings 2022
Málsnúmer 202112070Vakta málsnúmer
Fyrir sveitarstjórn liggur til samþykktar stafræn húsnæðisáætlun Norðurþings 2022.
Til máls tók: Hjálmar.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
6.Beiðni um viðræður um lóð undir starfssemi Green Fuel á Bakka
Málsnúmer 202201045Vakta málsnúmer
Fyrir sveitarstjórn liggur beiðni um að hefja formlegar viðræður um lóð undir starfsemi Green Fuel á Bakka.
Til máls tóku: Kristján og Hafrún.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
7.Umsókn um lóð undir spennistöðvarhús við Auðbrekku
Málsnúmer 202112079Vakta málsnúmer
Á 116. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að RARIK verði úthlutað lóðinni.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að RARIK verði úthlutað lóðinni.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdarráðs.
8.Endurskoðun samþykkta Norðurþings 2021
Málsnúmer 202102059Vakta málsnúmer
Fyrir sveitarstjórn Norðurþings liggja samþykktir Norðurþings til fyrri umræðu.
Til máls tóku: Helena, Hjálmar, Aldey, Kristján, Benóný og Hafrún.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa málinu til síðari umræðu í sveitarstjórn.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa málinu til síðari umræðu í sveitarstjórn.
9.Tillaga um sameiningarviðræður við Tjörneshrepp
Málsnúmer 202112005Vakta málsnúmer
Fyrir sveitarstjórn liggur afstaða hreppsnefndar Tjörneshrepps varðandi tillögu Norðurþings um sameiningarviðræður. Hreppsnefnd Tjörneshrepps bókaði á fundi sínum þann 14. desember sl. að hún hefði ekki áhuga á sameiningu að svo stöddu. Hreppsnefndin telur of stutt í kosningar og nær væri að nýjar sveitarstjórnir fjölluðu um málið að loknum næstu kosningum.
Til máls tóku: Kristján, Benóný, Helena og Hjálmar.
Helena leggur til að sveitarstjórn taki undir sjónarmið hreppsnefndar Tjörneshrepps um að nýjar sveitarstjórnir fjalli um málið að loknum næstu kosningum.
Samþykkt samhljóða.
Helena leggur til að sveitarstjórn taki undir sjónarmið hreppsnefndar Tjörneshrepps um að nýjar sveitarstjórnir fjalli um málið að loknum næstu kosningum.
Samþykkt samhljóða.
10.Aðstaða til félagsstarfs fyrir börn og ungmenni við Öxarfjörð
Málsnúmer 202201051Vakta málsnúmer
Hrund Ásgeirsdóttir fulltrúi B-lista leggur til að leitað verði leiða til að finna aðstöðu fyrir börn og ungmenni á skólasvæði Öxarfjarðarskóla og þá með húsnæði í eigu sveitarfélagsins á Kópaskeri í huga.
Síðan 2011 hefur engin mynd verið á starfi fyrir börn og ungmenni á skólasvæði Öxarfjarðarskóla og afar brýnt að leyst verði úr því hið fyrsta. Á Kópaskeri á sveitarfélagið nokkrar eignir sem skoða mætti undir slíka starfsemi og búið að er að finna áhugasaman aðila til að sinna þessu starfi. Í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 er kveðið á um að sveitarfélög skuli starfrækja þjónustu við unglinga og m.a. standa að forvarnastarfi í málefnum þeirra sem miðar að því að beina athafnaþörf æskufólks á heillavænlegar brautir.
Síðan 2011 hefur engin mynd verið á starfi fyrir börn og ungmenni á skólasvæði Öxarfjarðarskóla og afar brýnt að leyst verði úr því hið fyrsta. Á Kópaskeri á sveitarfélagið nokkrar eignir sem skoða mætti undir slíka starfsemi og búið að er að finna áhugasaman aðila til að sinna þessu starfi. Í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 er kveðið á um að sveitarfélög skuli starfrækja þjónustu við unglinga og m.a. standa að forvarnastarfi í málefnum þeirra sem miðar að því að beina athafnaþörf æskufólks á heillavænlegar brautir.
Til máls tóku: Hrund og Benóný.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu Hrundar og vísar henni til úrvinnslu í fjölskylduráði.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu Hrundar og vísar henni til úrvinnslu í fjölskylduráði.
11.Beiðni um umsögn vegna tillögu að breytingu á skipulagsskrá Menningarsjóðs þingeyskra kvenna
Málsnúmer 202201031Vakta málsnúmer
Fyrir sveitarstjórn liggur beiðni um umsögn vegna tillögu að breytingu á skipulagsskrá Menningarsjóðs þingeyskra kvenna.
Til máls tók: Hjálmar, Benóný og Aldey.
Aldey leggur til að sveitarstjórn veiti jákvæða umsögn.
Samþykkt samhljóða.
Aldey leggur til að sveitarstjórn veiti jákvæða umsögn.
Samþykkt samhljóða.
12.Skýrsla sveitarstjóra
Málsnúmer 201605083Vakta málsnúmer
Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri fer yfir verkefni sveitarfélagsins sl. vikur.
Til máls tóku: Kristján og Aldey.
Sveitarstjórn Norðurþings leggur fram eftirfarandi bókun:
Sveitarstjórn þakkar sveitarstjóra fyrir yfirferðina og tekur undir mikilvægi þess að halda umræðu um málefni sveitarfélagsins á málefnalegum grunni með hagsmuni íbúa Norðurþings að leiðarljósi.
Lagt fram til kynningar.
Sveitarstjórn Norðurþings leggur fram eftirfarandi bókun:
Sveitarstjórn þakkar sveitarstjóra fyrir yfirferðina og tekur undir mikilvægi þess að halda umræðu um málefni sveitarfélagsins á málefnalegum grunni með hagsmuni íbúa Norðurþings að leiðarljósi.
Lagt fram til kynningar.
13.Fjölskylduráð - 108
Málsnúmer 2112002FVakta málsnúmer
Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 108. fundar fjölskylduráðs.
Lagt fram til kynningar.
14.Skipulags- og framkvæmdaráð - 115
Málsnúmer 2112001FVakta málsnúmer
Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 115. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs.
Lagt fram til kynningar.
15.Skipulags- og framkvæmdaráð - 116
Málsnúmer 2112005FVakta málsnúmer
Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 116. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs.
Lagt fram til kynningar.
16.Byggðarráð Norðurþings - 382
Málsnúmer 2112003FVakta málsnúmer
Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 382. fundar byggðarráðs.
Lagt fram til kynningar.
17.Byggðarráð Norðurþings - 383
Málsnúmer 2112006FVakta málsnúmer
Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 383. fundar byggðarráðs.
Lagt fram til kynningar.
18.Byggðarráð Norðurþings - 384
Málsnúmer 2201001FVakta málsnúmer
Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 384. fundar byggðarráðs.
Lagt fram til kynningar.
19.Orkuveita Húsavíkur ohf - 226
Málsnúmer 2112004FVakta málsnúmer
Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 226. fundar Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 18:00.