Breytt skipulag barnaverndar
Málsnúmer 202112004
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 108. fundur - 10.01.2022
Á síðasta löggjafarþingi voru gerðar breytingar á barnaverndarlögum sem lúta fyrst og fremst að breyttu skipulagi barnaverndar. Breytingarnar taka gildi að loknum næstu sveitarstjórnarkosningum, þ.e. þann 28. maí 2022.
Samkvæmt lögunum verða barnaverndarnefndir lagðar niður og í stað þeirra verða starfræktar tvær aðskildar einingar á vettvangi sveitarfélaga, annars vegar
barnaverndarþjónusta og hins vegar umdæmisráð barnaverndar.
Samkvæmt lögunum verða barnaverndarnefndir lagðar niður og í stað þeirra verða starfræktar tvær aðskildar einingar á vettvangi sveitarfélaga, annars vegar
barnaverndarþjónusta og hins vegar umdæmisráð barnaverndar.
Fjölskylduráð felur félagsmálastjóra að kynna málið fyrir þeim sveitarfélögum sem eru í þjónustu hjá Norðurþingi og kanna vilja þeirra að óska eftir undanþágu fyrir 6000 íbúa viðmið í barnaverndarþjónustu en á þjónustusvæði Norðurþings eru nú 4921 íbúi. Ráðið er sammála um að sækja um undanþágu í samstarfi við hin sveitarfélögin ef þau eru samþykk því. Fyrirhugað er að félagsmálastjórar á norður- og austurlandi hittist með Sambandi íslenskra sveitarfélaga til að ræða frekar umdæmisráð barnaverndar. Ráðið vísar málinu til samþykktar í sveitarstjórn.
Sveitarstjórn Norðurþings - 119. fundur - 18.01.2022
Fjölskylduráð tók málið fyrir á 108. fundi ráðsins og vísar því að sveitarfélagið sækji um undanþágu fyrir 6000 íbúa viðmið í barnaverndarþjónustu til samþykktar.
Til máls tóku: Birna, Kristján og Hjálmar.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
Fjölskylduráð - 115. fundur - 04.04.2022
Til kynningar í fjölskylduráði er bókun Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna innleiðingu barnaverndarlaga.
Lagt fram til kynningar.
Fjölskylduráð - 136. fundur - 13.12.2022
Samband íslenskra sveitarfélaga sendir til kynningar hvernig staðan er nú á undirbúningi breytingunum á barnavernarlögunum sem taka gildi um áramótin
Lagt fram til kynningar.