Fara í efni

Fjölskylduráð

115. fundur 04. apríl 2022 kl. 13:00 - 15:15 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Birna Ásgeirsdóttir formaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir varaformaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Eiður Pétursson aðalmaður
  • Arna Ýr Arnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Jóna Björg Arnarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Hróðný Lund félagsmálastjóri
  • Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi
  • Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
  • Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir fjölmenningarfulltrúi
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir þjónustu- og skjalafulltrúi
Dagskrá
Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir fjölmenningarfulltrúi sat fundinn undir lið 1.
Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir liðum 2-3.
Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi sat fundinn undir liðum 4-8
Hróðný Lund félagsmálastjóri sat fundinn undir liðum 4-8.

1.Umsókn í lista- og menningarsjóð 2022

Málsnúmer 202203107Vakta málsnúmer

Kvenfélag Keldhverfinga sækir um styrk í lista- og menningarsjóð Norðurþings vegna afmælis- og menningarhátíðar kvenfélagsins sem fer fram í Skúlagarði í júní.
Fjölskylduráð samþykkir að styrkja Kvenfélag Keldhverfinga um 100.000,- krónur.

2.Erindi frá nemendum Öxarfjarðarskóla - ósk um húsnæði fyrir félagsstarf

Málsnúmer 202203093Vakta málsnúmer

Nemendur í Öxarfjarðarskóla óska eftir að fá að hefja félagsstarf í Gamla Lundi.
Samkvæmt úttekt á brunavörnum í húsinu, sem gerð var sl. haust er óljóst hvers lags starfssemi getur farið þar fram.
Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að kanna nýtingarmöguleika á húsinu í samræmi við fyrirliggjandi skýrslu og leggja fyrir ráðið að nýju.

3.Sundlaugin í Lundi 2022

Málsnúmer 202203073Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggja samningsdrög rekstaraðila sundlaugarinnar í Lundi fyrir sumarið 2022.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi drög og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að ganga frá samningnum.

4.Framtíðarsýn og umræður um uppbyggingu innviða á fræðslu- og tómstundasviði Norðurþings

Málsnúmer 202109098Vakta málsnúmer

Starfshópur um uppbyggingu fjölnota húsnæði fjölskyldusviðs kynnir niðurstöðu sína.
Fjölskylduráð fékk kynningu frá starfshópi um uppbyggingu fjölnota húsnæði skóla- og frístundar. Niðurstaða starfshóps er að: Starfsemi Frístundar og félagsmiðstöðvar verði starfrækt í nýju húsi en starfsemi Borgarinnar færð í Námsver í Borgarhólsskóla að undangengnu umfangsmiklu viðhaldi á húsnæðinu.
Frá upphafi hefur það legið fyrir að stærra húsnæði fyrir Frístund er mjög aðkallandi. Eins hefur félagsmiðstöð í raun aldrei verið með sitt eigið húsnæði og ekki er fyrirliggjandi framtíðarlausn varðandi það. Það er því mikilvægt að fundin sé lausn fyrir þá starfsemi. Hönnun nýs húss og starfsemi verður einnig einfaldari ef ekki þarf að taka tillit til starfsemi Borgarinnar í húsinu og húsið yrði einnig minna og þ.a.l. ódýrara. Þá myndi með þessari lausn það vinnast að farið yrði í tímabært viðhald á Námsveri sem mun nýtast bæði starfsemi Borgarhólsskóla og Borgarinnar.
Fjölskylduráð óskar eftir að framkvæmdir við Námsver geti hafist sem allra fyrst og verði lokið fyrir haustið 2022 og nýtt hús Frístundar og félagsmiðstöðvar verði tilbúið haustið 2023.
Fjölskylduráð samþykkir tillögu starfshóps og vísar henni til úrvinnslu í skipulags- og framkvæmdaráði og til kynningar í byggðarráði.

5.Erindi frá undirbúningsstjórn sameiningar sveitarfélaganna Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps vegna samstarfssamnings

Málsnúmer 202203130Vakta málsnúmer

Erindi frá undirbúningsstjórn sameiningar sveitarfélaganna Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps vegna samstarfssamnings
Lagt fram til kynningar.

6.Velferðanefnd Til umsagnar stefnur, lög og frumvörp 2022

Málsnúmer 202202025Vakta málsnúmer

Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um mótun stefnu í aðdraganda aðgerðaráætlunar í heilbrigðisþjónustu við aldraða til ársins 2030, 418. mál

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 6. apríl nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is
Lagt fram til kynningar.

7.Breytt skipulag barnaverndar

Málsnúmer 202112004Vakta málsnúmer

Til kynningar í fjölskylduráði er bókun Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna innleiðingu barnaverndarlaga.
Lagt fram til kynningar.

8.Móttökusveitarfélög - beiðni félagsmálaráðuneytisins um þáttöku í tilraunaverkefni

Málsnúmer 202010190Vakta málsnúmer

Kynning á svörum sveitarfélagsins við könnun á móttöku flóttafólks - svigrúm sveitarfélaga, sem send var af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:15.