Fara í efni

Sveitarstjórn Norðurþings

75. fundur 28. nóvember 2017 kl. 16:15 - 19:40 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Olga Gísladóttir aðalmaður
  • Örlygur Hnefill Örlygsson Forseti
  • Soffía Helgadóttir aðalmaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
  • Kjartan Páll Þórarinsson aðalmaður
  • Óli Halldórsson aðalmaður
  • Sif Jóhannesdóttir aðalmaður
  • Kristján Þór Magnússon
  • Stefán Jón Sigurgeirsson aðalmaður
  • Gunnlaugur Stefánsson 1. varaforseti
Starfsmenn
  • Berglind Jóna Þorláksdóttir Ritari
  • Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Berglind Jóna Þorláksdóttir skrifstofu- og skjalastjóri
Dagskrá

1.Skýrsla sveitarstjóra

Málsnúmer 201605083Vakta málsnúmer

Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri fer yfir helstu atriði úr starfi sínu síðustu vikur.
Til máls tók: Kristján.

2.Orkuveita Húsavíkur ohf - 171

Málsnúmer 1711010FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 171. fundar orkuveitu Húsavíkur.
Fundargerðin er lögð fram.

3.Byggðarráð Norðurþings - 235

Málsnúmer 1711012FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 235. fundar byggðarráðs Norðurþings.
Fundargerðin er lögð fram.

4.Skipulags- og umhverfisnefnd - 22

Málsnúmer 1711008FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 22. fundar skipulags- og umhverfisnefndar Norðurþings.
Til máls tók undir lið 3 "Tryggvi Óskarsson óskar eftir að stofna íbúðarhúsalóð úr landi Þverár í Reykjahverfi": Örlygur


Bókun: Undirrituð fagna því frumkvæði sem Tryggvi Óskarsson bóndi á Þverá sýnir með áhuga sínum á uppbyggingu lítils íbúðahverfis í Reykjahverfi og bindur vonir við að hann fari í skipulagsferli vegna þeirra lóða sem hugmynd hans ganga út á.


Óli Halldórsson
Sif Jóhannesdóttir
Olga Gísladóttir
Örlygur Hnefill Örlygsson
Jónas Einarsson
Stefán Jón Sigurgeirsson


Fundargerðin er lögð fram.

5.Æskulýðs- og menningarnefnd - 15

Málsnúmer 1711011FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 15. fundar æskulýðs- og menningarnefndar Norðurþings.
Fundargerðin er lögð fram.

6.Byggðarráð Norðurþings - 234

Málsnúmer 1711009FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 234. fundar byggðarráðs Norðurþings.
Til máls tóku undir lið 5 "Fjárhagsáætlun Norðurþings 2018": Soffía, Óli og Kristján.

Fundargerðin er lögð fram.

7.Hafnanefnd - 19

Málsnúmer 1711006FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 19. fundar hafnanefndar Norðurþings.
Fundargerðin er lögð fram.

8.Framkvæmdanefnd - 23

Málsnúmer 1711007FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 23. fundar framkvæmdanefndar Norðurþings.
Til máls tóku undir lið 4 "Fjárhagsáætlun 2018 - Framkvæmdasvið": Kjartan, Gunnlaugur, Kristján, Óli, Soffía og Sif.

Fundargerðin er lögð fram.

9.Fræðslunefnd - 20

Málsnúmer 1711004FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 20. fundar fræðslunefndar Norðurþings.
Fundargerðin er lögð fram.

10.Félagsmálanefnd - 17

Málsnúmer 1711005FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 17. fundar félagsmálanefndar Norðurþings.
Fundargerðin er lögð fram.

11.Æskulýðs- og menningarnefnd - 14

Málsnúmer 1711003FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 14. fundar æskulýðs- og menningarnefndar Norðurþings.
Fundargerðin er lögð fram.

12.Fræðslunefnd - 19

Málsnúmer 1710006FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 19. fundar fræðslunefndar Norðurþings.
Fundargerðin er lögð fram.

13.Byggðarráð Norðurþings - 233

Málsnúmer 1711002FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 233. fundar byggðarráðs Norðurþings.
Fundargerðin er lögð fram.

14.Ósk um viðræður um uppbyggingarsamning við Golfklúbb Húsavíkur

Málsnúmer 201709170Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur erindi frá stjórn Golfklúbbs Húsavíkur þar sem óskað hefur verið eftir aðkomu Norðurþings að uppbyggingu til næstu ára á golfvellinum við Húsavík. Áform eru uppi um að færa aðkomu að golfvellinum frá núverandi stað þar sem aðkoma er eftir malarvegi frá þjóðvegi sunnan Húsavíkur, yfir að íbúahverfunum í suðurhluta Húsavíkur. Samhliða þessu verði byggður nýr golfskáli með tilheyrandi aðstöðu fyrir iðkendur.

Óli Halldórsson óskar eftir því að málið verði tekið til umfjöllunar á fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017
Til máls tóku: Óli, Kjartan, Jónas og Gunnlaugur.


Óli Halldórsson leggur fram eftirfarandi tillögu:

Sveitarstjórn telur líklegt að jákvæð samfélagsleg áhrif gætu orðið nokkur af umræddum áformum ef vel tekst til. Sveitarstjórn fellst á að vinna með Golfklúbbi Húsavíkur að hugmyndum um færslu aðkomu golfvallarins við Húsavík. Sveitarstjóra er falið að ganga til samninga við Golfklúbb Húsavíkur um gerð uppbyggingarsamnings til 3-5 ára og leggja fyrir sveitarstjórn að nýju.

Tillagan er samþykkt með atkvæðum Soffíu, Óla, Gunnlaugs, Stefáns, Jónasar, Kjartans, Örlygs og Sifjar.

Olga situr hjá.

15.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2018

Málsnúmer 201705145Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fjárhagsáætlun ársins 2018 og þriggja ára áætlun vegna áranna 2019-2021 til síðari umræðu.
Til máls tóku: Kristján, Óli, Gunnlaugur,


Gunnlaugur og Soffía leggja fram eftirfarandi bókun:
Fjárhagsáætlun fyrir árið 2018 sýnir að uppbygging í iðnaði, ferðaþjónustu og öðrum atvinnugreinum er að skila sér í batnandi rekstri sveitarfélagsins. Ársreikningar og áætlanir sveitarfélagins bera þess glöggt vitni. Tekjur samstæðu sveitarfélagsins hafa aukist mikið. Vonandi mun sú þróun halda áfram og íbúum í sveitarfélaginu fjölga.
Ljóst er að þær áætlanir sem lagðar voru til grundvallar atvinnuuppbyggingar í héraðinu eru að ganga eftir. Það er gríðarlega mikilvægt að huga að frekari uppbyggingu atvinnulífs til að tryggja áframhaldandi vöxt. Jafnframt að þær fjárfestingar sem farið hefur verið í nýtist vel til að efla rekstur sveitarfélagsins til lengri tíma.
Rekstrarumhverfi sveitarfélagsins hefur verið er hagstætt; auknar útsvarstekjur, hækkun á fasteignaverði, lág verðbólga og aukin framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Tekjurnar eru að aukast vegna vaxandi umsvifa í efnahagslífinu. Við höfum verið þeirrar skoðunar að sveitarfélagið haldi frekar að sér höndum, gæti aðhalds og sýni aga og ráðdeild í rekstri á þenslutímum. Þegar dregur úr þensluáhrifum er mikilvægt að sveitarfélagið hafi burði til að fara í nauðsynlegar viðhalds- og uppbyggingarframkvæmdir.
Gunnlaugur Stefansson
Soffía Helgadóttir

Fjárhagsáætlun 2018 samþykkt með atkvæðum Örlygs, Óla, Olgu, Stefáns, Sifjar, Jónasar, Kjartans og Gunnlaugs. Soffía situr hjá.

Fjárhagsáætlun 2019-2021 samþykkt með atkvæðum Örlygs, Óla, Olgu, Stefáns, Sifjar, Jónasar, Kjartans og Gunnlaugs. Soffía situr hjá.

16.Álagning gjalda 2018

Málsnúmer 201711159Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur meðfylgjandi tillaga að álagningu gjalda árið 2018

Forsendur fjárhagsáætlunar 2018 og þriggja ára áætlunar


















Útsvar 14,52%

Fasteignaskattur:







A flokkur
0,575%

B flokkur
1,32%

C flokkur
1,65%



Lóðaleiga 1
1,50%


Lóðaleiga 2
2,50%

Vatnsgjald:







A flokkur
0,100%
B flokkur
0,450%
C flokkur
0,450%


Holræsagjald:







A flokkur
0,100%
B flokkur
0,275%
C flokkur
0,275%
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða tillögu að álagningu gjalda fyrir árið 2018.

17.Leikskólar Norðurþings, gjaldskrá 2018.

Málsnúmer 201709046Vakta málsnúmer

Á 17. fundi fræðslunefndar Norðurþings var eftirfarandi bókað:

Lögð er fram gjaldskrá sem felur í sér 2,7% hækkun.
Eftirfarandi gjaldskrá er samþykkt og vísað til staðfestingar sveitarstjórnar:

Vistun mánaðargjöld:
Klst.
Almennt gjald
1
3.325

4
12.916

5
16.144

6
19.373

7
22.602

8
25.831

9
32.482


Klst. Einstæðir
1 2.390
4 9.280
5 11.600
6 13.920
7 16.240
8 18.560
9 23.340

Fæði mánaðargjöld:
Morgunverður á Grænuvöllum
2.455
Hádegisverður á Grænuvöllum
5.846
Síðdegishressing á Grænuvöllum
2.455
Mjólkurgjald í Lundi og á Raufarhöfn
640

Gjald ef barn er sótt eftir umsaminn tíma kr. 1000.-
Systkinaafsláttur
með 2. barni 50%



með 3. barni 75%

Námsmenn sem stunda fullt lánshæft nám samkvæmt reglum Lánasjóðs íslenskra námsmanna fá 20% afslátt af vistunargjöldum samkvæmt nánari reglum þar um. Umsóknum skal skila til Fræðslufulltrúa fyrir upphaf námsannar.


Til máls tóku: Kjartan, Soffía og Óli.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá Leikskóla Norðurþings 2018.

18.Gjaldskrá sorphirðu 2018

Málsnúmer 201709062Vakta málsnúmer

Á 235. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað: Byggðarráð samþykkir fyrirlagða gjaldskrá sorphirðu fyrir árið 2018 og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn.
Til máls tóku: Gunnlaugur, Óli, Soffía og Kristján.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá Sorphirðu 2018.

19.Borgarhólsskóli - Mötuneyti, gjaldskrá 2018.

Málsnúmer 201709045Vakta málsnúmer

Á 19. fundi fræðslunefndar var eftirfarandi bókað:

Gjaldskrá mötuneytis Borgarhólsskóla verður óbreytt árið 2018.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá mötuneytis Borgarhólsskóla 2018.

20.Tónlistarskóli Húsavíkur, gjaldskrá 2018.

Málsnúmer 201709044Vakta málsnúmer

Á 19. fundi fræðslunefndar var eftirfarandi bókað:

Lögð er fram gjaldskrá sem felur í sér 2,7% hækkun. Eftirfarandi gjaldskrá er samþykkt og vísað til staðfestingar sveitarstjórnar:
Gjaldskrá Tónlistarskóla Húsavíkur 2018

Einkatímar
Mínútur Vor 2018 Undirleikur
60 45.761 69.186
50 42.492 60.470
40 34.866 51.645
30 29.417 46.305
20 23.970 33.776
Með afslætti
60 34.320
50 31.869 Hljóðfæraleiga
40 26.149
30 22.063 6.319
20 17.978
tveir eða fleiri
60 27.239 Kór
50 24.514
40 21.791 12.529
30 19.612
20 16.344
með afslætti
60 20.429
50 18.386
40 16.344
30 14.709
20 12.257
21.árs og eldri
60 59.890
50 48.485
40 45.761
30 39.223
20 34.866
með afslætti
60 44.944
50 36.364
40 34.320
30 29.417
20 26.149
tveir eða fleiri
60 35.410
50 32.142
40 28.328
30 25.060
20 21.247
með afslætti
60 26.557
50 24.106
40 21.247
30 18.795
20 15.935
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá Tónlistarskóla Húsavíkur 2018.

21.Gjaldskrá íþróttamannvirkja 2018

Málsnúmer 201709072Vakta málsnúmer

Á 13. fundi æskulýðs- og menningarnefndar var eftirfarandi bókað:

Eftirfarandi gjaldskrá er samþykkt af Æskulýðs- og menningarnefnd og er vísað til staðfestingar í sveitastjórn Norðurþings:

Íþróttahöll Húsavíkur
1/1 salur pr. klst. kr. 6.850
2/3 salur pr. klst. kr. 4.550
1/3 salur pr. klst. kr. 3.400

Litli salur/þreksalur pr. klst. kr. 3.400
Leigugjald fyrir allan salinn í sólarhring kr. 147.000
Leiga á stólum út úr húsi = 425

Leiga á sal utan hefðbundins opnunartíma (morguntímar)
1/1 salur pr. klst. kr. 11.600
2/3 salur pr. klst. kr. 9.350
1/3 salur pr. klst. kr. 8.200
Litli salur/þreksalur pr. klst. kr. 8.200

Íþróttamannvirki Raufarhöfn/Lundur/Kópasker
Salur til útleigu
1/1 salur = pr. klst. kr. 4.600

Nuddherbergi á Raufarhöfn:
4450 kr einn dagur (hver dagur eftir það 1000 kr)


Sundlaugar Norðurþings (Húsavík/Raufarhöfn)

Fullorðnir
Stakir miðar kr. 700
Afsláttarmiðar 10 stk. kr. 4.500
Afsláttarmiðar 30 stk. kr. 12.500
Árskort kr. 33.000
Fjölskyldukort (Árskort nr 2 hjá fjölskyldu) kr. 21.500


Eldri borgarar (67 ára og eldri)
Stakir miðar kr. 300
Afsláttarmiðar kr. 2.100
Árskort kr. 16.000
Fjölskyldukort kr. 8.000
Frítt fyrir 75% öryrkja*

Börn 6-17 ára
Stakur miði kr. 300
Afsláttarmiðar 10 stk. kr. 2.100
Frístundakort 1.barn kr. 3.000
2.barn kr. 2.000
3.barn kr. frítt

Sundföt/Handklæði
Sundföt kr. 700
Handklæði kr. 700
Handklæði sundföt sundferð kr. 1.500

Útleiga á Sundlaug til námskeiða (klst) 11.605
**leiga til viðurkenndra aðila með réttindi til kennslu
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá íþróttamannvirkja Norðurþings 2018.

22.Gjaldskrá Frístundar 2018

Málsnúmer 201709071Vakta málsnúmer

Á 13. fundi æskulýðs- og menningar nefndar var eftirfarandi bókað:

Eftirfarandi gjaldskrá er samþykkt af Æskulýðs- og menningarnefnd og er vísað til staðfestingar í Sveitastjórn Norðurþings:

Gjaldskrá 2018
Full vistun - 20.700 kr
hálf vistun - 11.900 kr

afsláttur:
50% fyrir annað barn
75% fyrir þriðja barn
100% ef fleiri en þrjú börn


síðdegishressing er innifalin í verðinu.

Gjaldskráin er óbreytt frá fyrra ári.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá Frístundar 2018.

23.Tilnefningar í ungmennaráð Norðurþings starfsárið 2017-2018

Málsnúmer 201711009Vakta málsnúmer

Á 14. fundi æskulýðs- og menningarnefndar var eftirfarandi bókað:

Æskulýðs - og menningarnefnd sammþykkir framkomnar tillögur frá skólum og vinnumarkaði í Ungmennaráð.
Tilnefningarnar eru eftirfarandi

Öxarfjarðarskóli/Rauf

Aðalmaður: Sindri Þór Tryggvason

Varamaður: Lorena Hagiu

Borgarhólsskóli


Aðalmaður: Arney Kjartansdóttir
Varamaður: Mikael Frans Víðisson

FSH
Aðalmenn : Arnór Heiðar Benónýsson og Ruth Þórarinsdóttir

Varamaður: Kristín Káradóttir



Fulltrúi af vinnumarkaði
Aðalmaður: Elís Orri Guðbjartsson
Varamaður: Fanný Traustadóttir


Tilnefningunum er vísað til samþykktar í Sveitarstjórn.
Sveitarstjórn samþykkir tinefningarnar samhljóða.

24.Deiliskipulag athafnasvæði A5 - Kringlumýri

Málsnúmer 201711108Vakta málsnúmer

Á 22. fundi skipulags- og umhverfisnefnd Norðurþings var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og umhverfisnefndar.

25.Reglur um félagslegar leiguíbúðir

Málsnúmer 201701067Vakta málsnúmer

Tillögur félagsmálanefndar að breytingum á reglum um félagslegt leiguhúsnæði í Norðurþingi lagðar fram. Breytingarnar taka mið af leiðbeinandi reglum félagsmálaráðuneytisins.
Til máls tóku: Sif, Örlygur, Jónas og Soffía.

Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 19:40.