Sveitarstjórn Norðurþings
1.Beiðni um lausn frá störfum í kjörstjórn Norðurþings
Málsnúmer 202005105Vakta málsnúmer
2.Norðurþing, kosning í nefndir til eins árs, fjögurra ára og tilnefningar á aðalfundi 2018-2022
Málsnúmer 201806044Vakta málsnúmer
Einnig liggja fyrir tillaga að breytingum á fulltrúum E-lista í nefndum og ráðum sveitarfélagsins sem og breytingum á fulltrúum B-lista í nefndum og ráðum sveitarfélagsins.
Kolbrún Ada Gunnarsdóttir verði forseti sveitarstjórnar
Hjálmar Bogi Hafliðason verði 1. varaforseti
Silja Jóhannesdóttir verði 2. varaforseti
Samþykkt samhljóða.
Tillaga að byggðarráði sem tekur gildi frá og með deginum í dag.
Helena Eydís Ingólfsdóttir (D) formaður
Kolbrún Ada Gunnarsdóttir (V) varaformaður
Bergur Elías Ágústsson (B) aðalmaður
Silja Jóhannesdóttir (S) áheyrnarfulltrúi
Hafrún Olgeirsdóttir(E) áheyrnarfulltrúi
Heiðbjört Þóra Ólafasdóttir (D) varamaður
Berglind Hauksdóttir (V) varamaður
Hjálmar Bogi Hafliðason (B) varamaður
Benóný Valur Jakobsson (S) varamaður áheyrnarfulltrúa
Kristján Friðrik Sigurðsson (E) varamaður áheyrnarfulltrúa
Samþykkt samhljóða.
Undirrituð leggja til breytingar á sætaskipan í ráðum Norðurþings og að þær taki gildi 1. ágúst næstkomandi.
Fulltrúi B-lista í byggðaráði verði Hjálmar Bogi Hafliðason, áheyrnarfulltrúi og Bergur Elías Ágústsson til vara.
Fulltrúi E-lista í byggðaráði verði Hafrún Olgeirsdóttir og Kristján Friðrik Sigurðsson til vara.
Fulltrúi B-lista í fjölskylduráði verði Hrund Ásgeirsdóttir og Eiður Pétursson til vara.
Fulltrúi E-lista í fjölskylduráði verði Ásta Hermannsdóttir og Arna Ýr Arnarsdóttir til vara.
Fulltrúi B-lista í skipulags- og framkvæmdanefnd verði Bergur Elías Ágútsson og Heiðar Hrafn Halldórsson til vara.
Fulltrúi E-lista í skipulags- og framkvæmdaráði verði Kristján Friðrik Sigurðsson og Hafrún Olgeirsdóttir til vara.
Hafrún Olgeirsdóttir
Hjálmar Bogi Hafliðason
Samþykkt samhljóða.
3.Vegagerðin óskar eftir framkvæmdarleyfi fyrir sjóvörn undir bökkum og efnistöku úr Katlanámu
Málsnúmer 202005138Vakta málsnúmer
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að veita framkvæmdaleyfi fyrir verkinu. Framkvæmdaleyfi nái bæði til framkvæmdanna sjálfra og efnistökunnar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.
4.Breyting á aðalskipulagi vegna hjúkrunarheimilis
Málsnúmer 201910111Vakta málsnúmer
Skipulags- og framkvæmdaráð telur ekki að umsagnir gefi tilefni til breytinga aðalskipulagstillögunnar. Ráðið leggur því til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt eins og hún var kynnt.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.
5.Umboð til byggðarráðs 2020
Málsnúmer 202005104Vakta málsnúmer
6.Samþykkt kjörskrár vegna forsetakosninga 2020
Málsnúmer 202006069Vakta málsnúmer
Þegar sveitarstjórn hefur lokið yfirferð sinni um kjörskrárstofninn og samningu kjörskrár er þar með lokið, skal hún undirrituð af oddvita sveitastjórnar eða framkvæmdastjórna sveitarfélags, sbr. 2. mgr. 24. grein kosningalaga og lögð fram. Nægilegt er að staðfest endurrit sé lagt fram, sbr. 3. mgr. 26. gr. laganna.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að taka saman kjörskrá. Jafnframt er sveitarstjóra veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna forsetakosninga 27. júní nk. í samræmi við 27. gr. laga um kosningar til Alþingis.
Samþykkt samhljóða.
7.Staðfesting Norðurþings á að umsjón verði höfð með að brúarfjármögnun íbúðakjarna fyrir fatlaða takist f.h. Víkur hses
Málsnúmer 202005123Vakta málsnúmer
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun óskar þess að sveitarfélagið staðfesti að Norðurþing sjái um brúarfjármögnun vegna íbúðakjarnaverkefnis fyrir fatlaða á meðan framkvæmdir standa eða að sveitarfélagið hafi milligöngu um að brúarfjármögnun takist f.h. óst. hses., Víkur hses.
Á fundinum var bókað;
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að sveitarfélagið hafi milligöngu um brúarfjármögnun vegna byggingar íbúðakjarna fyrir fatlaða þar til langtímafjármögnun er tryggð.
Samþykkt samhljóða.
8.Viðauki við fjárhagsáætlun 2020 - Brunamál og almannavarnir
Málsnúmer 202006033Vakta málsnúmer
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka sem gerir ráð fyrir 1.706.478 króna viðbótarframlagi til málaflokks 07 - Brunamál og almannavarnir vegna launa í tengslum við COVID-19, sem mætt verður með lækkun á handbæru fé. Byggðarráð vísar viðaukanum til samþykktar í sveitarstjórn.
Sveitarstjórn samþykkir viðaukann samhljóða.
9.Fræðslusvið - Viðaukar við fjárhagsáætlun 2020
Málsnúmer 202006016Vakta málsnúmer
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka sem gerir ráð fyrir 5.263.700 króna viðbótarframlagi til málaflokks 04 - Fræðslu- og uppeldismál vegna tekjutaps í tengslum við COVID-19.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka sem gerir ráð fyrir 9.297.215 króna viðbótarframlagi til málaflokks 04 - Fræðslu- og uppeldismál vegna Grunnskóla Raufarhafnar.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka sem gerir ráð fyrir 18.000.000 króna viðbótarframlagi til málaflokks 04 - Fræðslu- og uppeldismál vegna launakostnaðar á Grænuvöllum.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka sem gerir ráð fyrir 1.500.000 króna lækkun á rekstri málaflokks 04 - Fræðslu- og uppeldismál vegna breytinga á rekstri mötuneyta Grænuvalla og Borgarhólsskóla.
Viðaukunum verður mætt með lækkun á handbæru fé.
Byggðarráð vísar viðaukunum til samþykktar í sveitarstjórn.
Sveitarstjórn samþykkir viðauka vegna tekjutaps í tengslum við COVID-19 samhljóða.
Sveitarstjórn samþykkir viðauka vegna Grunnskóla Raufarhafnar samhljóða.
Sveitarstjórn samþykkir viðauka vegna launakostnaðar á leikskólanum Grænuvöllum samhljóða.
Sveitarstjórn samþykkir viðauka vegna breytinga á rekstri mötuneyta Grænuvalla og Borgarhólsskóla samhljóða.
Hrund vék af fundi undir umræðum og afgreiðslu á viðauka vegna Grunnskóla Raufarhafnar.
10.Viðauki við fjárhagsáætlun 2020 - Æskulýðs- og íþróttamál
Málsnúmer 202006041Vakta málsnúmer
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka sem gerir ráð fyrir 2.500.000 króna viðbótarframlagi til málaflokks 06 - Íþrótta- og tómstundamál vegna ferðastyrks til Völsungs í tengslum við COVID-19, sem mætt verður með lækkun á handbæru fé.
Byggðarráð samþykkir einnig tilfærslu á 1.500.000 krónum frá 02 - Félagsþjónustu til 06 - Íþrótta- og tómstundamál.
Sveitarstjórn samþykkir einnig tilfærslu á 1.500.000 kr. frá 02 - Félagsþjónustu til 06 - Íþrótta- og tómstundamál samhljóða.
11.Framtíð atvinnuuppbyggingar á Bakka
Málsnúmer 202006054Vakta málsnúmer
Kristján Þór óskar eftir umræðu um málið á fundi sveitarstjórnar.
Lagt fram.
12.Umræða um verkefnið Brothættar byggðir í Norðurþingi
Málsnúmer 202003053Vakta málsnúmer
Hjálmar Bogi óskar bókað;
Byggðastefna lyftir landi,
ef laglega er farið með hana.
Hún er eins og heilagur andi,
það hefur enginn séð hana.
Eftir Þormóð Jónsson
Kristján Þór óskar bókað: Byggðaverkefnin Raufarhöfn og framtíðin, sem formlega lauk 2018 og Öxarfjörður í sókn, sem líður undir lok í enda árs hafa gengið vel og skipt Norðurþing miklu máli í þeirri viðspyrnu sem þurft hefur í atvinnu- og byggðamálum á austursvæði sveitarfélagsins. Sveitarfélagið tók við áframhaldandi vinnu verkefnisstjóra á Raufarhöfn þegar verkefnið þar kláraðist og mikilvægt að svipuð eða samskonar lausn verði fundin við lok verkefnisins í Öxarfirði þannig að þekking og kraftur í þessum málum dvíni ekki á svæðinu. Best væri ef hreinar línur um framhaldið lægju fyrir á næsta sveitarstjórnarfundi.
Meirihluti sveitarstjórnar leggur fram eftirfarandi bókun:
Meirihluti sveitarstjórnar vill árétta að ekki sé annað að sjá en að starfsmenn sveitarfélagsins vinni mál til samræmis við ákvörðun sveitarstjórnar um að leitað sé til aðila innan svæða sem þátt taka í byggðaverkefninu Öxarfjörður í sókn og Raufarhöfn og framtíðin með staðbundið viðhald og verkefni eins og kostur er. Það sýnir samantekt sem liggur til kynningar hér undir þessu dagskrármáli. Það er jafnframt eðlilegt að þeir þjónustuaðilar sem leitað er til af hálfu sveitarfélagsins hafi tilskilin réttindi til þess að veita þá þjónustu sem óskað er eftir og að skrifleg tilboð berist sveitarfélaginu í verkefni sem óskað er eftir að séu unnin, óháð staðsetningu þeirra innan sveitarfélagsins.
13.Listamaður Norðurþings
Málsnúmer 201909054Vakta málsnúmer
Ráðið var einhuga um valið og mun setja saman minnisblað og skila til sveitarstjórnar sem mun útnefna listamann Norðurþings á fundi sveitarstjórnar í júní.
Sveitarstjórn óskar Pétri Jónassyni ljósmyndara innilega til hamingju með útnefningu sem fyrsti listamaður Norðurþings.
14.Skýrsla sveitarstjóra
Málsnúmer 201605083Vakta málsnúmer
Lagt fram.
15.Byggðarráð Norðurþings - 328
Málsnúmer 2005008FVakta málsnúmer
Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.
16.Byggðarráð Norðurþings - 329
Málsnúmer 2005011FVakta málsnúmer
17.Byggðarráð Norðurþings - 330
Málsnúmer 2006004FVakta málsnúmer
18.Fjölskylduráð - 64
Málsnúmer 2005007FVakta málsnúmer
19.Fjölskylduráð - 65
Málsnúmer 2005010FVakta málsnúmer
Til máls tók undir lið 3 "Félagsmiðstöðin Tún - húsnæðismál": Hjálmar og Heiðbjört.
Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.
20.Fjölskylduráð - 66
Málsnúmer 2006003FVakta málsnúmer
Til máls tóku undir lið 11 "Sundlaugin í Lundi 2020": Hrund, Silja, Hjálmar, Bergur og Kristján.
Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.
21.Skipulags- og framkvæmdaráð - 68
Málsnúmer 2005006FVakta málsnúmer
22.Skipulags- og framkvæmdaráð - 69
Málsnúmer 2005009FVakta málsnúmer
23.Skipulags- og framkvæmdaráð - 70
Málsnúmer 2006002FVakta málsnúmer
Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.
24.Orkuveita Húsavíkur ohf - 208
Málsnúmer 2006001FVakta málsnúmer
Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 18:35.
Sveitarstjórn þakkar Bergþóru fyrir vel unnin störf í yfirkjörstjórn Norðurþings. Beiðni Bergþóru er samþykkt samhljóða.
Forseti gerir tillögu um að kjörstjórnin verði þannig skipuð:
Ágúst Óskarsson formaður
Berglind Ósk Ingólfsdóttir, kemur ný inn sem aðalmaður
Hallgrímur Jónsson aðalmaður.
Varamenn verði sem áður þeir:
Pétur Skarphéðinsson
Hermína Hreiðarsdóttir
Karl Hreiðarsson
Ný yfirkjörstjórn er samþykkt samhljóða.
Þar sem varamenn hafa verið kallaðir inn fyrir undirbúning vegna forsetakosninga 2020 er lagt er til að ný yfirkjörstjórn taki gildi frá og með 28. júní eða eftir forsetakosningar.