Fara í efni

Vegagerðin óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir sjóvörn undir bökkum norður af Þorvaldstaðaá og efnistöku úr Katlanámu

Málsnúmer 202005138

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 69. fundur - 02.06.2020

Vegagerðin sækir um framkvæmdaleyfi vegna framhalds endurbyggingar og styrkingar sjóvarna á um 200 m kafla norðan við ós Þorvaldstaðaár. Eldri sjóvarnir hafa á undanförnum árum gefið sig vegna ágangs sjávar og s.l. vetur varð að loka veginum um Suðurfjöru vegna skemmda. Útfærslur brimvarnarinnar hafa verið unnar í samráði við Norðurþing. Áætlað er að til verksins þurfi um 3.800 m3 af grjóti og sprengdum kjarna. Ennfremur er óskað leyfis til efnisvinnslu úr Katlanámu fyrir allt að 5.000 m3. Útfærsla sjóvarnar hefur verið unnin í samráði við Norðurþing. Meðfylgjandi erindi er útboðs- og verklýsing auk teikningar af fyrirhugaðri framkvæmd.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur fyrirhugaða framkvæmd vera í samræmi við ákvæði aðalskipulags Norðurþings 2010-2030. Hún felur fyrst og fremst í sér endurnýjun fyrri brimvarnar þó hún feli einnig í sér smávægilega tilfærslu til að unnt sé að koma fyrir fullnægjandi vegi um fjöruna til samræmis við gildandi aðalskipulag. Ráðið telur að ekki sé tilefni til að setja framkvæmdina í umhverfismatferli með vísan til 4. t.l. 6. gr. laga nr. 106/2000 og 2. viðauka sömu laga. Ráðið telur að framlögð gögn lýsi framkvæmd á fullnægjandi hátt.
Fyrirhuguð efnistaka er úr opinni efnisnámu skv. gildandi aðalskipulagi.

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að veita framkvæmdaleyfi fyrir verkinu. Framkvæmdaleyfi nái bæði til framkvæmdanna sjálfra og efnistökunnar.

Sveitarstjórn Norðurþings - 104. fundur - 16.06.2020

Á 69. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að veita framkvæmdaleyfi fyrir verkinu. Framkvæmdaleyfi nái bæði til framkvæmdanna sjálfra og efnistökunnar.
Til máls tók: Hjálmar.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.