Sveitarstjórn Norðurþings
1.Ósk um umsögn vegna tækifærileyfi fyrir þorrablót á Kópaskeri
Málsnúmer 202001025Vakta málsnúmer
Á 313. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað um málið:
Byggðarráð veitir jákvæða umsögn að því gefnu að aldurstakmark verði 18 ár, í samræmi við reglur um útleigu íþróttahúsa og félagsheimila í eigu sveitarfélagsins.
Linkur á reglur:
https://www.nordurthing.is/static/files/Reglugerdir/Stjornsysla/2019/reglur-um-utleigu-ithrottahusa-og-felagsheimila-i-eigu-nordurthings.pdf?fbclid=IwAR3sJf55LRz70t9pVQwhw-iJHd-otLqkLKmd4yIPcvK85zI8goOOL_Xl-go
Í reglunum kemur eftirfarandi fram:
Norðurþing leggst gegn því að íþróttahús og félagsheimili í sinni eigu verði leigð út og notuð undir skemmtanir þar sem áfengi er haft um hönd nema að aldurstakmark sé að lágmarki 18 ára.
Ákvæði þetta gildir einnig ef að rekstaraðilar eru með starfsemi í húsnæði sem Norðurþing á.
2.Eigendur Auðbrekku 14 óska eftir lóðarleigusamning í samræmi við gildandi deiliskipulag
Málsnúmer 201911098Vakta málsnúmer
Ágúst Sigurður Óskarsson og Júdit Alma Hjálmarsdóttir óska eftir að gefinn verði út lóðarleigusamningur fyrir Auðbrekku 14, Háteig, til samræmis við gildandi deiliskipulag.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að gefinn verði út lóðarleigusamningur fyrir Háteig í samræmi við gildandi deiliskipulag frá desember 1992.
3.Hraðatakmarkanir á Húsavík og annarra þéttbýlisstaða innan Norðurþings
Málsnúmer 201709113Vakta málsnúmer
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar íbúum fyrir að taka þátt í íbúakosningu um hraðatakmarkanir. Niðurstöðurnar eru þær að 21 er með tillögunni en 35 á móti. Ráðið samþykkir tillöguna eins og hún liggur fyrir auk þess að hámarkshraði á Mararbrautinni frá Uppsalavegi að Garðarsbraut verði 30 km.
Kristján leggur fram eftirfarandi breytingartillögu:
Sveitarstjóri leggur til að tillaga um breytingu á hámarkshraða á Húsavík eins og hún birtist fyrir fundi skipulags- og framkvæmdaráðs verði samþykkt, en því hafnað að hámarkshraði á Mararbrautinni frá Uppsalavegi að Garðarsbraut verði 30 km/klst.
Samþykkt með atkvæðum Eiðs, Hafrúnar, Helenu, Heiðbjartar, Kristjáns og Kolbrúnar Ödu.
Silja og Lilja eru á móti tillögunni.
Gísli situr hjá.
4.Útboð vegna sorphirðu 2020
Málsnúmer 202001017Vakta málsnúmer
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar þeim til sveitarstjórnar til staðfestingar.
Sveitarstjórn samþykkir samninginn með atkvæðum Eiðs, Hafrúnar, Helenu, Heiðbjartar, Kolbrúnar Ödu, Kristjáns og Silju.
Gísli og Lilja sitja hjá.
5.Launastefna og jafnlaunastefna Norðurþings
Málsnúmer 202001077Vakta málsnúmer
Byggðarráð vísar launastefnu og jafnlaunastefnu til afgreiðslu í sveitarstjórn Norðurþings.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða launastefnu Norðurþings.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða jafnlaunastefnu Norðurþings.
6.Búnaður í nýja slökkvistöð á Norðurgarði
Málsnúmer 201912008Vakta málsnúmer
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka sem gerir ráð fyrir 1.200.000 viðbótarframlagi til Eignasjóðs sem mætt verður með lækkun á handbæru fé.
Byggðarráð vísar viðaukanum til samþykktar í sveitarstjórn.
Gísli og Lilja sitja hjá.
7.Íþróttamiðstöðin á Raufarhöfn - rekstur
Málsnúmer 201908055Vakta málsnúmer
Opnunartími með lykilkorti verður frá 06.00 - 22.00 alla daga vikunnar. Sundlaug, klefar og sauna verða lokað af öryggisástæðum.
Á 52. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað;
Lykilkortið verður ígildi árskorts og verður árgjaldið 5000 kr. Lykilkortið kostar 1000 kr. sem fæst endurgreitt þegar kortinu er skilað. Eldri borgarar og öryrkjar fá árskortið endurgjaldlaust en greiða 1000 kr. fyrir kortið. Börn yngri en 16 ára fá frítt í fylgd með fullorðnum.
Gjaldið bætist við gjaldskrá íþróttamannvirkja 2020 og er vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar.
Sveitarstjórn samþykkir gjaldskránna með atkvæðum Eiðs, Helenu, Heiðbjartar, Lilju, Kolbrúnar Ödu, Kristjáns og Silju.
Gísli og Hafrún sitja hjá.
8.Frístundarstyrkir Norðurþings 2020
Málsnúmer 202001016Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð samþykkir reglur um frístundarstyrki Norðurþings 2020 með áorðnum breytingum. Frístundastyrkur hækkar úr 10.000 kr í 12.000 kr. á ári fyrir hvert barn. Skipulagt frístundastarf þarf að ná yfir 8 vikur að lágmarki til að teljast styrkhæft í stað 10 vikna áður. Ráðið vísar reglunum til staðfestingar í sveitarstjórn.
Sveitarstjórn samþykkir reglurnar samhljóða.
9.Skíðasvæði í Reyðarárhnjúk - rekstur 2020
Málsnúmer 202001008Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð samþykkti eftirfarandi gjaldskrá fyrir skíðasvæðið við Reyðarárhnjúk. Gildir einnig fyrir skíðagöngusvæðið.
Stakur dagur:
Fullorðnir: 1000 kr.
Börn undir grunnskólaaldri: frítt
Börn 6 ára - 17 ára: 500 kr.
Eldri borgarar: 500 kr.
Öryrkjar: 500 kr.
Árskort fyrir árið 2020:
Fullorðnir: 10.000 kr.
Börn 6 - 17 ára: 5.000 kr.
Eldri borgarar: 5.000 kr.
Öryrkjar: 5.000 kr.
Stakan dag verður hægt að greiða í lyftuskúr við Reyðarárhnjúk.
Árskort eru seld í afgreiðslu Sundlaugar Húsavíkur.
Ráðið vísar gjaldskránni til staðfestingar í sveitarstjórn.
Gjaldskrá tekur gildi 1.febrúar með fyrirvara um samþykki í sveitarstjórn.
10.Sálfræðiþjónusta í Norðurþingi
Málsnúmer 202001049Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð samþykkir eftirfarandi reglur um sálfræðiþjónustu í Norðurþingi og vísar þeim til staðfestingar í sveitarstjórn.
Sveitarstjórn samþykkir reglurnar samhljóða.
11.Samningur um félagsþjónustu
Málsnúmer 202001019Vakta málsnúmer
Félagsmálastjóri kynnti samning um félagsþjónustu eins og hann liggur fyrir.
Ráðið samþykkir fyrir sitt leyti viðkomandi samning og vísar honum til samþykktar í sveitarstjórn með fyrirvara um að endanlega útgáfa samningsins liggi fyrir sveitarstjórn.
Kolbrún Ada leggur til að liðnum verði frestað til næsta sveitarstjórnarufndar.
Samþykkt samhljóða.
12.Reglur Barnaverndarnefndar Þingeyinga um veitingu fjárstyrks til greiðslu lögmannskostnaðar
Málsnúmer 202001031Vakta málsnúmer
Félagsmálastjóri kynnti viðkomandi reglur fyrir fjölskylduráði. Ráðið samþykkir þessar reglur og vísar þeim til samþykktar í sveitarstjórn Norðurþings.
Sveitarstjórn samþykkir reglurnar samhljóða.
13.Reglur um afslátt af fasteignaskatti 2020
Málsnúmer 202001064Vakta málsnúmer
Byggðarráð vísar reglunum til samþykktar í sveitarstjórn
Sveitarstjórn samþykkir reglurnar samhljóða.
14.Heimild til lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga
Málsnúmer 201911106Vakta málsnúmer
Endanleg og rétt bókun sveitarstjórnar í samræmi við reglur Lánasjóðs sveitarfélaga þarf nú að staðfesta.
Sveitarstjórn Norðurþings samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til að fjármagna framkvæmdir sveitarfélagsins á árinu 2019 þ.m.t. byggingu nýrrar slökkvistöðvar, sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Kristjáni Þór Magnússyni, kt. 120279-4599, sveitarstjóra, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Norðurþings að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
Sveitarstjórn samþykkir bókunina samhljóða.
15.Skýrsla sveitarstjóra
Málsnúmer 201605083Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar.
16.Skipulags- og framkvæmdaráð - 53
Málsnúmer 1912004FVakta málsnúmer
17.Skipulags- og framkvæmdaráð - 54
Málsnúmer 2001001FVakta málsnúmer
Silja leggur fram eftirfarandi bókun:
Sveitarstjórnar fagnar því að framkvæmdum við nýja slökkvistöð sé nú lokið og að slökkvistöðin verði á næstu vikum formlega tekin í notkun.
Aðstaða slökkviliðsins og möguleikar þess til að sinna lögbundnum verkefnum sínum hefur verið stórbætt með tilkomu nýs húsnæðis. Það er jafnframt afar ánægjulegt þegar framkvæmd af þessari stærðargráðu gengur jafn vel og raun ber vitni. Heildarbyggingarkostnaður við slökkvistöðina er 308.628.998 kr. sem skiptist í annars vegar kostnað við lóð og hönnun, 64.554.988 kr. og kostnað vegna tilboðs byggingarverktaka, 247.374.010. Kostnaður verktaka við verkið er á áætlun samkvæmt útboðsgögnum og tilboði frá þeim.
Sveitastjórn vill þakka árangursríkt samstarf við samstarfsaðila sem komu að framkvæmdinni. Sérstakar þakkir fær aðalverktaki framkvæmdarinnar fyrir vel unnin störf.
Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.
18.Skipulags- og framkvæmdaráð - 55
Málsnúmer 2001007FVakta málsnúmer
Meirihluti sveitarstjórnar telur jákvætt að fram hafi farið óháð úttekt á stjórnsýslu og utanumhaldi með framkvæmdum vegna vatnsrennibrautar við sundlaugina á Húsavík. Eftir því sem best er vitað er þetta í fyrsta skipti sem slík úttekt fer fram á framkvæmd á vegum sveitarfélagsins þó ekki leiki nokkur vafi á að oft hafi verið tilefni til slíks vegna framkvæmda sem sveitarfélagið hefur áður staðið fyrir. Það er miður að umfang verkefnisins hafi verið vanmetið, að framkvæmdin hafi farið fram úr kostnaðaráætlun og jafnframt að skort hafi á skarpari stjórnsýslulega meðferð málsins.
Af úttektinni má draga heilmikinn lærdóm. Í fyrsta lagi liggur ákveðin ábyrgð hjá kjörnum fulltrúum og nefndarmönnum varðandi undirbúning á tillögum sem þeir leggja fram um áhrif þeirra á fjárfestingar og rekstur sveitarfélagsins. Í öðru lagi er ljóst að bæta þarf verkferla og samstarf innan stjórnsýslunnar, milli kjörinna fulltrúa, nefndarmanna og starfsmanna sveitarfélagsins. Í þriðja lagi þarf að færa skýrar til bókar þær ákvarðanir sem teknar eru og efla upplýsingaflæði um verkstöðu í samræmi við fjárheimildir.
Við mörgu af því sem gagnrýnt er í skýrslu KPMG hefur þegar verið brugðist, ásamt því að unnið er að frekari úrbótum til að reyna eftir fremsta megni að tryggja að betur verði staðið að ákvörðunum og ferlum er snúa að framkvæmdum og framvindu þeirra. Þá er einnig rétt að fram komi að breytingar á samþykktum sveitarfélagsins við síðustu kosningar gera það að verkum að betur er hægt að efla utanumhald með verklegum framkvæmdum sveitarfélagsins þar sem fundir fagráða eru nú orðnir vikulegir í stað mánaðarlegra funda áður. Sem dæmi má einnig nefna að fundargerðir verkfunda stærri framkvæmda koma reglulega inn á fundi skipulags- og framkvæmdaráðs og ráðið hefur verið í starf verkefnisstjóra á framkvæmdasviði til að efla eftirlit.“
Til máls tóku undir lið 1 "Ósk um samning við Norðurþing": Hafrún og Kristján.
Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.
19.Fjölskylduráð - 51
Málsnúmer 1912003FVakta málsnúmer
Til máls tók undir lið 4 "Íþróttamiðstöðin á Raufarhöfn - rekstur": Eiður
Eiður leggur fram eftirfarandi tillögu: málinu verði vísað til fjölskylduráðs til umræðu eftir sameiginlegan fund hverfisráðs Raufarhafnar og kjörinna fulltrúa.
Gísli vék af fundi undir afgreiðslu á tillögunni.
Tillagan er samþykkt samhljóða.
Til máls tók undir lið 6 "Samningamál Völsungs": Hafrún og Heiðbjört.
Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.
20.Fjölskylduráð - 52
Málsnúmer 2001002FVakta málsnúmer
21.Fjölskylduráð - 53
Málsnúmer 2001006FVakta málsnúmer
Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.
22.Byggðarráð Norðurþings - 311
Málsnúmer 1912002FVakta málsnúmer
23.Byggðarráð Norðurþings - 312
Málsnúmer 2001005FVakta málsnúmer
Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.
24.Byggðarráð Norðurþings - 313
Málsnúmer 2001008FVakta málsnúmer
25.Orkuveita Húsavíkur ohf - 200
Málsnúmer 1912001FVakta málsnúmer
Fundi slitið - kl. 18:50.
Sveitarstjórn hafnar samhljóða beiðninni um undanþágu frá reglunum.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að gefa leyfi fyrir því að nýta húsnæði endurgjaldslaust.