Fara í efni

Ósk um umsögn vegna tækifærileyfi fyrir þorrablót á Kópaskeri

Málsnúmer 202001025

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 313. fundur - 16.01.2020

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn sveitarfélagsins vegna umsóknar Framfarafélags Öxarfjarðar um tækifærisleyfi í tengslum við þorrablót félagsins frá kl. 19:00 þann 25. janúar til kl. 03:00 þann 26. janúar.
Byggðarráð veitir jákvæða umsögn að því gefnu að aldurstakmark verði 18 ár, í samræmi við reglur um útleigu íþróttahúsa og félagsheimila í eigu sveitarfélagsins.

Linkur á reglur:

https://www.nordurthing.is/static/files/Reglugerdir/Stjornsysla/2019/reglur-um-utleigu-ithrottahusa-og-felagsheimila-i-eigu-nordurthings.pdf?fbclid=IwAR3sJf55LRz70t9pVQwhw-iJHd-otLqkLKmd4yIPcvK85zI8goOOL_Xl-go

Í reglunum kemur eftirfarandi fram:

Norðurþing leggst gegn því að íþróttahús og félagsheimili í sinni eigu verði leigð út og notuð undir skemmtanir þar sem áfengi er haft um hönd nema að aldurstakmark sé að lágmarki 18 ára.
Ákvæði þetta gildir einnig ef að rekstaraðilar eru með starfsemi í húsnæði sem Norðurþing á.

Sveitarstjórn Norðurþings - 98. fundur - 21.01.2020

Fyrir sveitarstjórn liggur beiðni frá þorrablóts nefnd á Kópaskeri um undanþágu frá reglum Norðurþings um útleigu íþróttahúsa og félagsheimilisa í eigu sveitarfélagsins varðandi 18 ára aldurstakmark.

Á 313. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað um málið:
Byggðarráð veitir jákvæða umsögn að því gefnu að aldurstakmark verði 18 ár, í samræmi við reglur um útleigu íþróttahúsa og félagsheimila í eigu sveitarfélagsins.

Linkur á reglur:

https://www.nordurthing.is/static/files/Reglugerdir/Stjornsysla/2019/reglur-um-utleigu-ithrottahusa-og-felagsheimila-i-eigu-nordurthings.pdf?fbclid=IwAR3sJf55LRz70t9pVQwhw-iJHd-otLqkLKmd4yIPcvK85zI8goOOL_Xl-go

Í reglunum kemur eftirfarandi fram:

Norðurþing leggst gegn því að íþróttahús og félagsheimili í sinni eigu verði leigð út og notuð undir skemmtanir þar sem áfengi er haft um hönd nema að aldurstakmark sé að lágmarki 18 ára.
Ákvæði þetta gildir einnig ef að rekstaraðilar eru með starfsemi í húsnæði sem Norðurþing á.


Til máls tóku Kristján, Hafrún og Kolbrún Ada.


Sveitarstjórn hafnar samhljóða beiðninni um undanþágu frá reglunum.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að gefa leyfi fyrir því að nýta húsnæði endurgjaldslaust.