Búnaður í nýja slökkvistöð á Norðurgarði
Málsnúmer 201912008
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 311. fundur - 16.12.2019
Grímur Kárason slökkviliðsstjóri kemur á fund byggðarráðs og fer yfir búnaðar- og innréttingakaup í nýja slökkvistöð.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 53. fundur - 17.12.2019
Þörf er á að kaupa nýja innanstokksmuni í slökkvistöð Norðurþings á Norðurgarði 5. Fyrir liggja tilboð í búnað sem Slökkvilið Norðurþings óskar eftir í húsnæðið.
Byggðaráð samþykkti að veita aukafjárveitingu fyrir fjárhagsárið 2019 allt að 1.200.000 kr.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að fjárfesta í húsbúnaði sem hentar innan þess ramma.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að fjárfesta í húsbúnaði sem hentar innan þess ramma.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 54. fundur - 07.01.2020
Ósk frá Slökkviliði Norðurþings um fjármögnun vegna smíði aðstöðurýma í nýrri slökkvistöð að Norðurgarði 5.
Skipulags- og framkvæmdaráð hafnar erindinu.
Byggðarráð Norðurþings - 313. fundur - 16.01.2020
Fyrir byggðarráði liggur til umræðu viðauki við fjárhagsáætlun Norðurþings 2019 vegna kaupa á húsbúnaði í nýja slökkvistöð. Fjárhæð viðaukans er 1.200.000 krónur og er gert ráð fyrir að hækkun fjárheimilda til Eignasjóðs verði mætt með lækkun á handbæru fé. Meðfylgjandi viðaukanum er yfirlit um fjárhagslegar ráðstafanir.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka sem gerir ráð fyrir 1.200.000 viðbótarframlagi til Eignasjóðs sem mætt verður með lækkun á handbæru fé.
Byggðarráð vísar viðaukanum til samþykktar í sveitarstjórn.
Byggðarráð vísar viðaukanum til samþykktar í sveitarstjórn.
Sveitarstjórn Norðurþings - 98. fundur - 21.01.2020
Á 313. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað;
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka sem gerir ráð fyrir 1.200.000 viðbótarframlagi til Eignasjóðs sem mætt verður með lækkun á handbæru fé.
Byggðarráð vísar viðaukanum til samþykktar í sveitarstjórn.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka sem gerir ráð fyrir 1.200.000 viðbótarframlagi til Eignasjóðs sem mætt verður með lækkun á handbæru fé.
Byggðarráð vísar viðaukanum til samþykktar í sveitarstjórn.
Sveitarstjórn samþykkir viðaukann með atkvæðum Eiðs, Hafrúnar, Helenu, Heiðbjartar, Kolbrúnar Ödu, Kristjáns og Silju.
Gísli og Lilja sitja hjá.
Gísli og Lilja sitja hjá.
Helena og Bergur samþykkja að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun eignasjóðs 2019 til kaupa á húsgögnum fyrir allt að 1.200.000 og vísar málinu til samþykktar í sveitarstjórn.
Silja situr hjá.