Fara í efni

Sveitarstjórn Norðurþings

74. fundur 31. október 2017 kl. 16:15 - 19:20 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Olga Gísladóttir aðalmaður
  • Örlygur Hnefill Örlygsson Forseti
  • Soffía Helgadóttir aðalmaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
  • Óli Halldórsson aðalmaður
  • Sif Jóhannesdóttir aðalmaður
  • Kristján Þór Magnússon
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Stefán Jón Sigurgeirsson aðalmaður
  • Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
  • Anna Ragnarsdóttir 1. varamaður
Starfsmenn
  • Berglind Jóna Þorláksdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Berglind Jóna Þorláksdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá

1.Skýrsla sveitarstjóra

Málsnúmer 201605083Vakta málsnúmer

Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri fer yfir helstu atriði úr starfi sínu síðustu vikur.
Til máls tóku: Kristján, Sif, Óli, Soffía og Örlygur.

Sveitarstjórn Norðurþings þakkar forseta Íslands herra Guðna Th. Jóhannessyni og frú Elizu Reid fyrir ánægjulega heimsókn í sveitarfélagið og þeirra hlýlega og alþýðlega viðmót í garð allra íbúa sveitarfélagsins. Jafnframt þakkar sveitarstjórn veglega gjöf frá forsetaembættinu og fyrir samstarfið við skipulagningu hinnar fjölbreyttu og viðamiklu dagskrár.

Samþykkt samhljóða.


2.Byggðarráð Norðurþings - 229

Málsnúmer 1710004FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 229. fundar byggðarráðs Norðurþings.
Til máls tóku undir lið 3 "Ósk um viðræður vegna mögulegs fjölbýlishús við Útgarð og afslátt af gatnagerðargjöldum": Hjálmar, Óli og Soffía.

Soffía Helgadóttir og Hjálmar Bogi Hafliðason leggja fram eftirfarandi bókun:
"Á Húsavík gerir deiliskipulag m.a. í Grundargarði og við Ásgarðsveg ráð fyrir fjölbýlishúsum sem henta vel fyrir einkaaðila sem vilja byggja íbúðir á almennum markaði. Því er engin ástæða til að láta lóðir við Útgarð sem eru skipulagðar í tengslum við Dvalarheimili aldraðra, Hvamm, til einkareksturs.
Ef vilji er fyrir því að selja Leigufélag Hvamms við Útgarð eða hluta eignarinnar, og eftirláta lóðir til einkaaðila. Þá er einboðið að leggja það í hendur kjósenda í sveitarstjórnarkosningunum næsta vor og leyfa þeim að eiga síðasta orðið hvort þetta svæði verði áfram í uppbyggingu opinberra aðila eða hvort einkaaðilar taki við uppbyggingu og rekstri á þessu svæði."

Meirihlutinn leggur fram eftirfarandi bókun:
"Eftir að ósk barst um viðræður við Leigufélag Hvamms ehf. um mögulega uppbyggingu fjölbýlishúss fyrir eldri borgara við Útgarð auglýsti félagið eftir hugmyndum eða áformum á þessum reit. Sé það vilji kjörinna fulltrúa, Hjálmars Boga og Soffíu, að Norðurþing skuli byggja og reka nýjar íbúðir í fjölbýlishúsi á fyrrnefndum reit þarf að fjármagna slíkt með lántöku því ekki verður það gerlegt úr rekstri. Þeirri lántöku þyrfti væntanlega að finna stað í fjárhagsáætlun 2018. Reikna þarf með því að lántaka til húsbyggingar af þessari stærð myndi hafa áhrif á skuldahlutfall sveitarfélagsins til næstu ára."

Hjálmar Bogi Hafliðason og Soffía Helgadóttir leggja fram eftirfarandi bókun:
Ósk um viðræður um byggingu/kaup á Útgarði barst sveitarfélaginu 2. okt. síðastliðinn. Framkvæmdanefnd tók málið fyrir á fundi sínum 25. okt. síðastliðinn. Í fjárhagsáætlun 2018 er ekki getið til um einstök verkefni, hvorki malbikun né rennibraut. Fulltrúar Framsóknarflokks hafa allt kjörtímabilið haldið á lofti þeirri umræðu að byggja fyrir eldri borgara á umræddu svæði í félagi sem er ekki hagnaðardrifið heldur samfélagsverkefni. Það er óábyrgt að ætlast til að fullunnin kostnaðaráætlun, hönnun og rekstur á íbúðum sé unnin á einum mánuði.


Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

3.Hafnanefnd - 18

Málsnúmer 1710013FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 18. fundar hafnanefndar Norðurþings.
Til máls tóku undir lið 4 "Farþegagjöld við Húsavíkurhöfn": Soffía og Hjálmar.

Stefán Jón vék af fundi undir þessum lið fundargerðarinnar.


Til máls tóku undir lið 1 "Fjárhagsáætlun hafna 2018": Hjálmar, Kristján, Örlygur, Óli, Sif og Soffía.



Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

4.Byggðarráð Norðurþings - 232

Málsnúmer 1710012FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 232. fundar byggðarráðs Norðurþings.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

5.Byggðarráð Norðurþings - 231

Málsnúmer 1710010FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 231. fundar byggðarráðs Norðurþings.
Til máls tóku undir lið 1 "Ósk um viðræður um uppbyggingarsamning við Golfklúbb Húsavíkur": Örlygur og Hjálmar.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

6.Framkvæmdanefnd - 22

Málsnúmer 1710003FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 22. fundar framkvæmdanefndar Norðurþings.
Til máls tók undir lið 4 "Skansinn á Hafnarsvæði": Óli.

Leiðrétting á fyrstu málsgrein: Lóðarhafar Langaneshúss og Hvalasafns.


Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

7.Orkuveita Húsavíkur ohf - 170

Málsnúmer 1710008FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 170. fundar Orkuveitu Húsavíkur.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

8.Byggðarráð Norðurþings - 230

Málsnúmer 1710005FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 230. fundar byggðarráðs Norðurþings.
Til máls tóku undir lið "Áætlun um uppbyggingu hjúkrunarrýma til ársins 2022": Soffía, Hjálmar og Kristján.


Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

9.Skipulags- og umhverfisnefnd - 21

Málsnúmer 1710001FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 21. fundar skipulags- og umhverfisnefndar Norðurþings.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

10.Félagsmálanefnd - 16

Málsnúmer 1710007FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 16. fundar félagsmálanefndar Norðurþings.
Til máls tóku undir lið 1 "Umsókn um styrk frá Félagi eldriborgara á Húsavík": Hjálmar og Sif.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

11.Byggðarráð Norðurþings - 228

Málsnúmer 1709011FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 228. fundar byggðarráðs Norðurþings.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

12.Byggðarráð Norðurþings - 227

Málsnúmer 1709008FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 227. fundar byggðarráðs Norðurþings.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

13.Norðurþing, kosning í nefndir til eins árs, fjögurra ára og tilnefningar á aðalfundi 2014-2018

Málsnúmer 201406045Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur eftirfarandi tillaga um nýjan aðalmann í fræðslunefnd og tvo nýja varamenn í félagsmálanefnd.

Gerð er tillaga um Karl Hreiðarsson sem nýr aðlamaður í fræðslunefnd í stað Annýjar Petu Sigmundsdóttur, Svava Hlín Arnarsdóttir Stephens sem nýr varamaður í félagsmálanefnd í stað Kristrúnar Ýrar Einarsdóttur og Egill Pál Egilsson sem nýr varamaður í félagsmálanefnd í stað Maríu Guðrúnar Jónsdóttur.
Samþykkt samhljóða.

14.Málefni nýbúa og margbreytileiki samfélagsins

Málsnúmer 201710200Vakta málsnúmer

Hjálmar Bogi Hafliðason og Soffía Helgadóttir leggja fram eftirfarandi tillögu til sveitarstjórnar:

Að flytja inn í nýtt samfélag er ákveðin raun. Þeirri raun á samfélagið að mæta og styðja bæði fjárhags- og menningarlega við þá einstkalinga sem kjósa að festa búsetu sína í Norðurþingi. Á Húsavík gæti fjölgað um 450 manns á fáum árum. Við fögnum fjölbreytileikanum.
Lagt er til að málefni nýrra íbúa, með sérstaka áherslu á fólk af erlendum uppruna verði gefið aukið vægi í stjórnsýslu Norðurþings. Unnin verði áætlun í samstarfi stofnana Norðurþings er málið varðar, s.s. skóla og félagsþjónustu sem og stéttarfélaga og opinberra aðila eins og heilsugæslu, lögreglu og framhaldsskóla. Sveitarfélagið þarf að draga þennan vagn og leggja fjármuni í málið.
Þetta er gert til að það fólk sem velur að flytja í Norðurþing upplifi sig velkomið, því sé veitt ákveðið heimboð með skýrum og markvissum hætti.
Sveitarstjóra falið að koma á kynningarfundi og samtali við nýja íbúa Norðurþings.
Til máls tóku: Hjálmar, Örlygur, Sif, Kristján og Óli.

Tillagan er samþykkt samhljóða.



15.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2018

Málsnúmer 201705145Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fjárhagsáætlun fyrir árið 2018 til fyrri umræðu í sveitarstjórn. Þetta er í tólfta skipti frá sameiningunni 2006 sem áætlun Norðurþings er lögð fram. Lögum samkvæmt ber sveitarfélögum að leggja fjárhagsáætlun til fyrri umræðu fyrir 1. nóvember ár hvert og samþykkt áætlun þarf að liggja fyrir að loknum seinni umræðum eigi síðar en 15. desember.
Til máls tóku: Kristján, Óli, Hjálmar og Soffía.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa fjárhagsáætlun 2018 til síðari umræðu.

16.Endurskoðun leiguverðs félagslegra íbúða Norðurþings

Málsnúmer 201708065Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til staðfestingar breytingar á leiguverði á íbúðarhúsnæði Eignasjóðs.

Málið var tekið fyrir á 227. fundi byggðarráðs og 15. fundi félagsmálanefndar fyrr í haust.

Á 21. fundi framkvæmdarnefndar Norðurþings var eftirfarandi bókað;
Framkvæmdanefnd samþykkir eftirfarandi breytingu leiguverðs á íbúðarhúsnæði Eignasjóðs.
Húsavík:
2ja herb. íbúð - 1400 kr/m2
3ja herb. íbúð - 1270 kr/m2
4ra herb. og stærri - 1200 kr/m2
Utan Húsavíkur:
2ja herb. íbúð - 800 kr/m2
3ja herb. íbúð - 700 kr/m2
4ra herb. og stærri - 600 kr/m2
Ástæða hækkunar er samræming á leiguverði íbúða og jöfnun leiguverðs íbúða að svipaðri stærð.





Til máls tók: Sif

Samþykkt samhljóða.

17.Flugklasaverkefnið Air 66N

Málsnúmer 201503004Vakta málsnúmer

Í lok mars 2017 var sveitarstjórn Norðurþings sent erindi frá flugklasanum Air 66N og Markaðsstofu Norðurlands, þar sem farið var fram á fjármögnun frá sveitarfélaginu í flugklasann Air 66N. Erindinu var hafnað á þeim tíma. Flugklasinn hvetur sveitarstjórn til að endurskoða afstöðu sína til málsins og taka erindið fyrir aftur. í rökstuðningi kemur m.a. fram að það sé mjög mikilvægt, og mikið í umræðunni, að ná betri dreifingu ferðamanna um landið allt. Til þess þurfi að byggja upp fleiri áfangastaði fyrir millilandaflug en Keflavík. Þau hvetji sveitarstjórn til að berjast með þeim fyrir að jafna samkeppnishæfni Akureyrarflugvallar með þeim leiðum sem eru færar. Þeim mun fleiri sem taka málið upp, þeim mun meiri þrýstingur næst á yfirvöld og því meiri líkur eru á að ná þessu máli í gegn.
Til máls tóku: Óli og Örlygur.

Bókun: Sveitarstjórn Norðurþings tekur undir mikilvægi þess að byggja upp fleiri áfangastaði fyrir millilandaflug en Keflavík. Betri dreifing ferðamanna um landið er mikið hagsmunamál fyrir byggðir landsins. Sveitarstjórn Norðurþings telur þó ekki rétt að sveitarfélög á einstökum svæðum fjármagni þessa vinnu sérstaklega umfram það sem sveitarfélögin fjármagna nú þegar í stoðkerfi atvinnulífs og samstarfi um markaðsmál á svæðinu. Bent er á að tekjur ríkisins af Keflavíkurflugvelli eru miklar, sem skapar góðar forsendur til að fjármagna þróunarstarf og uppbyggingu alþjóðaflugs á öðrum svæðum, þ.m.t. á Akureyrarflugvelli.

Bókunin er samþykkt samhljóða og sveitarstjórn hafnar erindinu.

18.Samstarfssamningur Norðurþings og PCC Bakkisilicon um brunavarnir á Bakka

Málsnúmer 201709154Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til staðfestingar samstarfssamningur Norðurþings og PCC Bakkisilicon um brunavarnir á lóð þeirra síðarnefndu á iðnaðarsvæðinu á Bakka við Húsavík. Samningurinn gengur út á að uppbygging verði á slökkviliðinu á Húsavík og að liðið tryggi tilhlýðilega mönnun og tækjakost til að geta aðstoðað PCC Bakkilicon með bjargir á lóð félagsins ef upp koma neyðartilvik.
Til máls tóku: Kristján og Óli.

Samþykkt samhljóða.

19.Kristinn J. Ásgrímsson sækir um lóðina að Stakkholti 5.

Málsnúmer 201709096Vakta málsnúmer

Á 21. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Norðurþings var eftirfarandi bókað;

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að Kristni verði úthlutað lóðinni.
Samþykkt samhljóða.

20.Bjarni Þór Björgvinsson sækir um lóðina að Hraunholti 32

Málsnúmer 201710029Vakta málsnúmer

Á 21. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Norðurþings var eftirfarandi bókað;

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að Bjarna Þór verði úthlutað lóðinni.
Samþykkt samhljóða.

21.Trésmiðjan Rein sækir um framlengingu á lóðaúthlutun á lóð að Höfðavegi 6

Málsnúmer 201710115Vakta málsnúmer

Á 21. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Norðurþings var eftirfarandi bókað;

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að Trésmiðjunni Rein verði endurúthlutað lóðinni að Höfðavegi 6.
Samþykkt samhljóða.

22.Trésmiðjan Rein sækir um lóðina að Lyngholti 42-52

Málsnúmer 201710120Vakta málsnúmer

Á 21. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Norðurþings var eftirfarandi bókað;

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að Trésmiðjunni Rein verði úthlutað lóðinni að Lyngholti 42-52.
Til máls tók: Örlygur.

Samþykkt samhljóða.

23.Erindisbréf skipulags- og umhverfisnefndar

Málsnúmer 201610043Vakta málsnúmer

Á 21. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Norðurþings var eftirfarandi bókað;

Gerðar voru nokkrar lagfæringar á tillögu að erindibréfi. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindisbréfið verði samþykkt með áorðnum breytingum.
Til máls tóku: Kristján og Örlygur.

Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 19:20.